Heima er bezt - 01.09.1955, Page 27

Heima er bezt - 01.09.1955, Page 27
Nr. 9 Heima er bezt 283 slóðar, þó að höfundar sagnanna hafi einhvern tíma verið þekktir og nafngreindir, gleymdust nöfn þeirra furðu fljótt, en sagnirn- ar geymdust. Þannig urðu þær að sveitasögum og síðar að þjóð- sögum. Svona til smekkbætis setti svo þjóðtrúin smátt og smátt fangamark sitt á þær og þannig koma þær okkur fyrir sjónir nú. Mest fer fyrir álfa- og draugasögum. Álagablettir voru sagðir vera þar að minnsta kosti á öðrum hverjum bæ, bæði á engjum og túnum, allir afrétta- dalir voru sagðir albyggðir huldufólki. Á Tungudal einum voru taldir 15 huldufólksbæir. Það var þ ví ekki óeðlilegt, þó nokkur geigur væri í auðtrúa og ístöðulitlum unglingum, er þurftu að sitja yfir kvíaám bæði dag og nótt og stundum í blind- þoku, með það á meðvitundinni, að huldufólksbæir væru allt í kringum þá, — enda mun þeim oft hafa liðið illa — en um slíkt þýddi lítið að kvarta í þá daga, — sá veit bezt er reynir. — Af draugasögunum fer mest fyrir sögnum um Þorgeirsbola. Hann 1 þótti slæmur vágestur, og svo magnaður, að hann sáu bæði skyggnir og óskyggnir. Hann var að því leyti verri en aðrar aftur- göngur, að hann gat breytt sér í líki ýmsra kvikinda. Hann ásótti bæði menn og skepnur, — eink- um kýr skömmu eftir kálfsburð, enda var honum kennt um flest óhöpp og slysfarir á fólki og fénaði. Að sjálfsögðu var draugatrúin driffjöðrin í öllum þessum kynjasögum. Fjölda slíkra sagna heyrði ég sagðar í æsku. Verður hér fátt eitt sagt af þeim. Prestssonurinn á Knapps- stöðum. Það er fært í frásögur, að ein- hverntíma hafi horfið prests- sonur á Knappsstöðum í Stíflu. Var hann burtu í mörg ár. Þeg- ar hann kom aftur, sagðist hann hafa verið hjá huldufólki á Tungudal, og væru kirkjusiðir þar líkir vorum. Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Álfabœrinn á Klaufa- brekknadal. Einhverju sinni komu 2 ferða- menn að Þrasastöðum í Stíflu. Þeir spurðu meðal annars, hvað bærinn héti, sem væri þar fram í dalnum. Þrasastaðabóndinn tjáði þeim, að enginn bær væri til þar fremra. Þrasastaðir væru fremsti bærinn. Mennirnir full- yrtu, að þeir hefðu séð mjög reisulegan bæ þar frammi frá. Einnig sáu þeir, að þar var verið að bera áburð á túnið, og tvær stúlkur voru að skola þvott í ánni. Við athugun kom í Ijós, að bæ þennan munu þeir hafa séð framan við svokallaða Drykkj- arhóla. Þar mun hafa verið sel til forna. (Þetta er skráð hér eft- ir minni). Bœndurnir á Gautastöðum og Þorgautsstöðum. Heljardalur nefnist djúpur en þröngur dalur, er sker sig inn í fjallgarðinn sem er fyrir ofan Gautastaði og Þorgautsstaði í Stíflu. Fremst í dalbotninum er vatn (kallað Heljardalsvatn). Þetta er fúl og hyldjúp jökul- tjörn, engin veiði og ekkert fuglalíf er þar. Vatnið og um- hverfi þess er mjög skuggalegt, umgirt háum og hrikalegum klettabrúnum efra og snarbrött- um hjarnsköflum niður í vatn að sunnan og vestan. Seint á söguöld bjuggu á Gautastöðum og Þorgautsstöðum tveir bræður, Gauti og Þorgaut- ur. Mikil silungsveiði var þá í Heljardalsvatni og áttu þeir bræðurnir þar veiðilönd saman. Einhverju sinni urðu þeir ó- sáttir út af veiðinni og endaði með því, að þeir börðust um veið- ina og vatnið, er lauk svo, að þeir létu þar báðir lífið í þeim átök- um. Það fylgir með sögninni, að þeir hafi áður, í orðasennu, lagt það á vatnið, að þar skyldi aldrei sjást silungur framar. Það þótti verða mjög að áhríns- orðum. Sagt er að þeir væru dysjaðir í tveimur litlum grjóthryggjum upp af norðvesturhorni vatns- ins. Eftir þennan atburð þótt- ust menn sjá tvo svarta fugla á vatninu, og vóru þeir ætíð að rífast. Fólk trúði því, að þessir svörtu fuglar væru sálir þeirra bræðra, og væri það refsidómur Guðs yfir þeim. Nú sjást engir svartir fuglar á Heljardalsvatni. En það mótar fyrir litlum grjóthryggjum við norðvesturhorn vatnsins. (Munnmælasaga). Sigriður frá Þorgautsstöðum. Frá því hefur sagt þessi kona, sem var 1850 á Sigríðarstaða- koti í Holtshreppi í Skagafjarð- arsýslu, en uppalin á Þorgauts- stöðum í sama hreppi, að einu sinni var hún að leika sér, þeg- ar hún var ung, úti á svellum, en föl var á jörðu. Sýndist henni þá móðir sín ganga þar upp- eftir, og elti Sigríður hana lengst upp í fjall, þangað til loksins að hún vissi ekki fyrri til en móðir hennar, hin rétta, greip aftan í hana. Hún hafði sem sé saknað Sigriðar, komst á förin hennar og elti hana svo. (Þjóðsögur Jóns Árnasonar). Samgöngur. Aðal samgönguleiðin að og frá Stíflu var um Fljótin. Þá leið voru flestar kaupstaðaferðir farnar, og farartækin í þá daga voru hesturinn, sleðinn, skíðin og skautarnir. Lengi voru Hofsós og Siglufjörður næstu kaupstaðirnir. Það var ekki fyrr en 1898, að Einar B. Guðmunds- son frá Hraunum í Fljótum, stofnaði verzlun í Haganesvík, verzlun hefur verið starfandi þar síðan. Nú rekur Samvinnufélag Fljótamanna þar sölubúð, slát- urhús, skipaafgreiðslu o. fl. — Önnur leið að og frá Stíflu lá um Lágheiði til Ólafsfjarðar og Lágheiði og Reykjaheiði til Dal- víkur. Þriðja leiðin lá um Klaufabrekkur til Svarfaðar- dals, einn af bröttustu fjallveg- um landsins. Stíflumegin á Klaufabrekk- um, í sj álfu skarðinu við hamra- vegginn til hægri, þegar farið er yfir til Svarfaðardals, liggur djúp og breið jökulsprunga nærri þvert yfir skarðið. Hún hefur reynst hættuleg bæði mönnum og skepnum, er fara yfir skarðið, einkum á haustin í fyrstu snjóum, og á vorin þegar snjóa er að leysa. Hafa því myndast um hana ýmsar kynja- sögur, sumar þeirra næsta ótrú- legar. Ein sagan segir, „að ein- hverju sinni hafi hestur og mað-

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.