Heima er bezt - 01.09.1955, Side 28

Heima er bezt - 01.09.1955, Side 28
284 ur fallið í sprunguna og báðir farist þar. Nokkru síðar rak lík mannsins á Böggvisstaðasandi, og hestinn rak á öðrum stað. — Samkvæmt því á sprungan að liggja i gegnum fjallið allt í sjó niður. Önnur saga segir: svo: Að séra Páll Tómasson á Knappsstöðum hafi einu sinni misst klyfjahest ofan í jökul- sprunguna á Klaufabrekkum. Þáð vildi séra Páli til láns, að klyfjarnar voru bundnar með sterkum reipum undir kvið hestsins upp í klakkana báðu- megin. Ofarlega í sprungunni festust klyfjarnar á klettasnös- um, en reipin urðu til þess að hesturinn losnaði ekki við klyfj- arnar. Segja má að þau héldu hestinum með klyfjunum uppi. Sagt er að prestur léti sækja mannhjálp og bönd til byggða, en beið sjálfur hjá hestinum á meðan. Þegar mennirnir komu með böndin, fór prestur sjálf- ur ofan í sprunguna og kom böndunum utan um hestinn. Náðist svo allt saman upp. (Skráð eftir minni). Fjórða leiðin að og frá Stíflu liggur um \ Mjóvafellsjökul til Unadals aust- an Skagafjarðar, eða um Há- kamba til fleiri dala austan Skagalfjarðar. Fimmta leiðin liggur um Tungudalsfjall til Unadals. Flestir voru þessir fjallvegir óvarðaðir, og mjög vandratað og villugjarnt var að fara þá í dimmviðri. Athafnallf og skemmtanir. Aðal atvinnuvegur Stíflubúa fyrr og síðar var kvikfjárrækt. Margir stunduðu sjóróðra haust og vor, nokkrir, einkum smærri bændurnir, stunduðu hákarla- veiðar á dekkbátum, meðan þær voru veigamikill þáttur í sjávar- útvegi landsmanna. Heimilisiðn- aður var einnig talsverður. Allur fatnaður var að mestu heima- unninn og handsaumaður, þar til saumavélin kom til sögunnar. Skemmtanalíf var lengi fá- breytt. Nokkrir höfðu gaman af spilum, aðrir lásu sögur og kváðu rímur á kvöldvökunni að vetr- inum. Dansleikir voru einu sinni og mest tvisvar á ári. Útiskemmtanir að vetrinum voru sklða- og skautaferðir, einstöku sinnum á sumrin var / Heima er bezt Nr. 9 Úr heimi vísindanna I. Heilinn og vitið. Þá er Albert Einstein lézt fyr- ir fáum mánuðum var ákveðið, samkvæmt ósk hans, að rann- saka heila hans. Ennþá hefur ekkert heyrst um árangurinn, en eins og kunnugt er, hafa frá ómunatíð verið miklar bolla- leggingar um, hver væri orsök þess að sumir menn væru heimskir, aðrir vitrir — hvort það gæti verið þyngd eða stærð heilans? Tæplega er því þannig farið. Snemma sannfærðust vís- indamenn um, að heili afburða- manna væri ýmist léttur eða þungur, og hinn þyngsti heili, sem rannsakaður hefur verið — hérumbil 3 kg. — var úr fábjána. Já, en sé orsökin ekki stærðin — gæti hún þá ekki verið stærð heilafrumanna? í háskólanum í Princeton, þar sem Einstein starfaði síðustu ár ævinnar, hafa líffræðingurinn Fankhauser prófessor og sál- fræðingurinn Vernon prófessor fengist við rannsókn þessara mála í mörg ár. Og enda þótt þeir hafi ekkert álit látið uppi um heila Einsteins, þessa al- heimsgenís, hafa þeir þó sent frá sér ritgerðir um heila sala- möndrunnar, sem virðist geta varpað Ijósi yfir þetta æva- forna vandamál vísindanna. farið í útreiðartúra, einkum þótti gaman að fara í réttirnar á haustin, og sá taldist maður með mönnum, sem fór í fyrsta sinn í göngurnar. Kirkjuferðir voru taldar með skemmtiferðum í þá daga, og hver önnur breyt- ing á hversdagslífinu. Þetta hefur nú breyzt á ýmsum sviðum og flest til bóta. Sé ég í anda fjöll og dali fríða, fagurgræn tún og gróðri skrýddar hlíðar, víðáttur engja, vötn og grundir, prýða vatnsmiklar ár, úr þrengslum gilja skríða. Guðlaugur Sigurðsson. Salamöndrurnar, og þá fyrst og fremst risasalamandran ax- olotl, sem lifir í Mexíkó, hefur lengi verið uppáhald rannsókn- ardýr á rannsóknarstofum líf- fræðingannaa. Fankhauser ól dýrið upp á þann hátt, að frum- ur þess fengu meira innihald af hinum svonefndu krómósómum, en svo nefnast þræðirnir í kjarna frumunnar. Það er gert með því að kæla eða hita eggin. Venju- lega hafa frumurnar tvennskon- ar krómósómur, en Fankenhas- ers salamöndrur hafa þrenns- konar. Frumur þessar eru stærri en venjulega, en þó er dýrið af sömu stærð. Það liggur því í aug- um uppi, að dýrið hlýtur þá að hafa færri frumur en önnur dýr af sömu tegund. Þetta kom fram á heila dýr- anna; dýrin með þrennskonar frumur höfðu færri heilafrum- ur en önnur en stærri. Hvað kom nú fram, ef mælt var gáfnafar þessara dýra í samanburði við önnur? Prófið fór fram á þann hátt, að dýr Fankenhausers voru látin lifa undir sömu lífsskilyrð- um og venjuleg dýr af sömu teg- und, en þó þannig, að dýrin neyddust til að „gera eitthvað“. Þau urðu að skríða inn í völund- arhús, líkustu Y-i í laginu, en annar armurinn á Y-inu var sá rétti. Ef salamandran skreið inn í „skakka“ arminn, var hún dreg- in út aftur og lýst í augu hennar með lampa, en var látin óáreitt, ef hún skreið „réttu“ leiðina. Þannig var þetta endurtekið hvað eftir annað. Og árangurinn reyndist vera að þær salamöndr- ur, sem höfðu flestar heilafrum- ur (og um leið hinar minnstu) höfðu betur en hinar á gáfna- prófinu. — Tilraunirnar fara stöðugt fram — og það er langt frá því að lausn gátunnar um orsökina til vits eða heimsku sé ráðin. II. Hafa plöntur minni? Til eru plöntur, sem eru ákaf- lega vanafastar. Ein þeirra er hin litla eranthisjurt. Hvert ein-

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.