Heima er bezt - 01.12.1955, Qupperneq 4
356
Heima er bezt
Nr. 12
Ilún greip föstum tökum i faxið —
það á hestum austur á Djúpa-
vog, því þá var ekki komin verzl-
un á Papós.
Ekkert tún var í Eskifelli og
engar engjar. Aaðalundirstaðan
undir lífvænlegri afkomu þarna
var því ekki fyrir hendi. Skil-
yrðin fyrir lífsafkomu þarna
varð hann sjálfur að finna eða
búa þau til. Hann varð því að
leita að slægjublettum, hingað
og þangað um afréttinn, eða
reyna að fá engjabletti leigða
niðri í sveitinni. Vegna fjarlægð-
ar mun hann þó hafa gert lítið
að því að fá engi leigt í sveit-
inni, því hann átti aðeins einn
hest til að byrja með, sem hann
notaði til aðdrátta. Kýr var eng-
in. Hann mun því hafa treyst á
fjáreign og útbeitina.
Það mun hafa verið fyrsta ár-
ið, sem þau voru í Eskifelli, að
húsfreyjan fór um haustið aust-
ur á Djúpavog að sækja vetrar-
forða í hið nýstofnaða bú að
Eskifelli. í þessari ferð var hún
með einn hest brúnan, hinn
mesta stólpagrip. Ekki er þess
getið, hvort hún var samferða
nokkrum manni, eða ein yfir
Lónsheiði. En ein kom hún að
Stafafelli að áliðnum degi gang-
andi og teymdi klyfjahest. Jök-
ulsá rennur þar skammt frá
bænum og spurði hún um vað á
ánni, eða hvar mundi vera að
finna bezta brotið á henni. Hún
hafði verið gangandi alla leið
frá Djúpavogi og vaðið allar ár
á þeirri leið og stuðzt við hest-
inn. Henni var sagt, að áin væri
í vexti og alveg ófær, bæði fyrir
gangandi menn og hesta. Ekki
var hún ánægð með þær fréttir,
sem hún fékk af ánni. Kvaðst
hún þurfa að sjá þetta með eig-
in augum. Hún hélt því að ánni
og þegar þangað kom, sá hún
strax, að áin var ófær. Hér var
úr vöndu að ráða. Hún óttaðist,
að maður hennar og dóttir
mundu verða hrædd um sig og
hann mundi leggja af stað að
leita sín, en mikill háski á leið
hans, þar sem hann var hest-
laus, en áin ófær. Eftir nokkra
umhugsun hélt hún að ánni, þar
sem sund yfir hana virtist
stytzt. Þar teymdi hún brúna
stólpagripinn út í, hvatti hann
til átaka, en dró sig svo aftur
með honum og greip föstum tök-
um í fax hans og lét hann synda
yfir ána, með klyfjunum og hana
hangandi í faxinu. Þó að ótrú-
legt megi virðast, synti hestur-
inn yfir jökulsána með húsfreyj-
una og klyfjarnar ( vetrarforð-
ann), og hún komst heim um
kvöldið eða nóttina. Þegar sókn-
in, snertandi lífsafkomu manna,
var hörð, eins og á þeim árum,
fannst mönnum ekki mikið
koma til smáafreka og dirfsku,
en þetta afrek húsfreyjunnar
lifði þó í minnum manna.
Það, sem því olli, að húsfreyj-
an fór ein og gangandi austur
yfir Lónsheiði, með hest í
taumi, er hausta tók, til að
sækja vetrarforðann, var, að
bóndi hennar, Jón Markússon,
var önnum kafinn að búa ný-
býlið undir veturinn, en þar inni
á afrétti leggst hann fyrr að en
niðri í sveitinni. Það þurfti að
ditta að lítilli baðstofu, illa
byggðri, sem hrófað var upp í
flýti og af miklum vanefnum,
svo að líft yrði þar inni, er vet-
ur gengi í garð. Eldhús varð að
byggja, því að ekki hafði unnizt
tími til að byggja það um vorið,
áður en sláttur byrjaði. Um
sumarið hafði því verið eldað á
útihlóðum. Þá voru í sveitum
engin önnur eldstæði til en hlóð-
ir. Þær voru þrír steinar, er til
þess þóttu fallnir, og þurftu
helst vanar húsmæður eða elda-
buskur að velja þá. Ofan á þessa
steina var potturinn eða ketill-
inn settur. Á milli steinanna var
eldholið og þar kynt undir með
sverði, hris eða rekaspýtum, ef
þær voru fyrir hendi, og þurru
kúataði og skán úr fjárhúsum.
Þá var víða sá áburður látinn
nægja á túnið að þurka á því
kúataðið og sauðataðið. Hrossa-
tað var hins vegar mulið ofan í
túnin. Annar umbúnaður í eld-
húsi var einnig til. Það var hóg-
urinn. Hann var kaðalspotti,
hæfilega langur eftir hæð eld-
hússins. í hvorum enda kaðal-
spottans var krókur úr járni.
Var öðrum krækt í keng á þver-
slá uppi í rjáfri á eldhúsinu, en
hinum í potthölduna. Spottinn
á milli krókanna í hógnum var
nefnt hógband. Hógurinn mátti
ekki vera lengri en það, að pott-
urinn næmi við hlóðarsteinana.
En það þurfti nú að byggja
fleira á nýbýlinu en eldhús.
Ekkert fjárhús var til, enginn
lambakofi og ekkert hesthús.
Þessu varð Jón Markússon, þá
einyrki, að koma upp, áður en
frostin komu. Hins vegar þurfti
hann á engu fjósi að halda, því
að engin var kýrin. Og það fór
mikið orð af því, hvað hann var
duglegur og afkastamikill. Þeg-
ar ég sá Jón, áttatíu og eins árs
gamlan, var hann orðinn dálít-
ið lotinn í herðum. Annars var
hann mikill vexti, hár og herða-
breiður og að öllu vel vaxinn.
Harður þótti hann í horn að
taka, hlífði sér aldrei og vildi
ekki, að aðrir gerðu það heldur.
Var hann því talinn nokkuð
vinnuharður. Hins vegar var
hann geðgóður, óáleitinn og
friðsamur. Hann leið enga ó-
reglu, en þótti góður húsbóndi
og réttlátur í hugsunarhætti.
Jón Markússon bjó í níu ár á
nýbýlinu Eskifelli. Þótti hann
sýna mikinn dugnað, er hann