Heima er bezt - 01.12.1955, Qupperneq 6
358
Heima er bezt
Nr. 12
aS þarna. Þegar Valgerður, kona
Jóns, varð þess vör, að Sigurveig
vinnukona hennar ætti að
hverfa af heimilinu eftir barns-
burðinn, taldi hún það með öllu
óþarft og sagði við mann sinn,
að hún mætti vera kyrr á heim-
ilinu. Hún þyrfti á vinnukon-
unni að halda og hann víst líka.
Drenginn gætu þau þrjú átt í
félagi og annast uppeldi hans.
En þrátt fyrir þetta drengilega
og göfuglynda tilboð hinnar
mikilhæfu húsfreyju hvarf þó
vinnukonan Sigurveig burtu af
heimilinu. Var það vegna þess,
að sóknarpresturinn skarst í
leikinn og krafðist þess, að hún
yrði ekki lengur samvistum við
barnsföður sinn. Þótti honum
það ekki sæma og vildi ekki að
slíkt fordæmi yrði liðið í sókn-
inni. Tók þá húsfreyjan að öllu
leyti að sér uppeldi framhjátöku-
barnsins og ól drenginn upp og
sýndi honum eins mikið ástríki
eins og ætti hún í honum hvert
bein. Vann hún þá einnig hylli
sveinsins og sonarlega ást og
ræktarsemi, sem væri hún móð-
ir hans.
Eiríkur, sonur Jóns Markús-
sonar, tók við búsforráðum í
Hlíð, er faðir hans eltist, og
giftist 1874 Guðbjörgu Jónsdótt-
ur. Átti hann með henni tvær
dætur, Valgerði Mekkínu og
Mekkínu Valgerði. Bera nöfnin
vott um þá ástúð, sem Eiríkur
bar til fóstru sinnar. Konuna
missti Eiríkur, er dætumar voru
ungar. Giftist hann þá i annað
sinn Sigríði Bjarnadóttur frá
Viðfirði, hinni mestu myndar-
konu. Fóru þar saman dugnaður,
gáfur og búhyggindi, er var arf-
ur merkrar ættar. Afkomendur
þeirra eru margir á lífi og allt
er það myndarlegt og vel gefið
fólk.
Eiríkur Jónsson í Hlíð var með
merkustu bændum í Austur-
Skaftafellssýslu og velmetinn.
Séra Jón Jónsson prófastur að
Stafafelli mat hann mikils. Gat
hann þess við mig, að sýslu-
nefnd Austur-Skaftafellssýslu
hefði trúað honum tll þess að
hafa umsjón á hendl um samn-
ingu og prentun markaskrár fyr-
ir sýsluna. Leysti hann það starf
af hendi með prýði, þó að hann
væri ekki til mennta settur og
hefði aldrei á skólabekk setið.
Seinna seldi hann jörðina Hlíð
og keypti í staðinn Papey, sem
þá var í miklu áliti, og bjó þar
til æviloka.
Séra Jóni prófasti Jónssyni,
þá í Bjarnanesi, átti ég það að
þakka, eins og margt fleira, að
ég varð kennari í Lóni árið 1887,
þá tvítugur að aldri. Ég var ráð-
inn þar í sveitinni kennari til 6
mánaða og hafði í laun allan
tímann kr. 25.00, eða rúmar 4
krónur á mánuði, auk húsnæðis,
fæðis og þjónustu. Vildi þá svo
til, að ég, algerlega óvanur kenn-
ari, byrjaði kennsluna í Hlíð hjá
því sæmdarfólki, sem ég hef nú
að nokkru lýst.
Mér þykir hlýða að geta um
lítið atvik, er sýnir manndóm
Jóns Markússonar, þegar hann
var 81 árs. Bendir það til þess,
hvað hann var, er lífskrafturinn
og þrekið var mest.
Árið 1889 var ég um sumarið
við skurðgröft í Lóni með cand.
theol. Sæmundi Eyjólfssyni.
Búnaðarfélag íslands sendi hann
austur um sveitir, alla leið aust-
ur í Lón, til að leiðbeina bænd-
um í búnaði. Hann var nefni-
lega búfræðingur, áður en hann
byrjaði að lesa guðfræði. Sæ-
mundur var gáfaður maður,
fróður um margt og skáldmælt-
ur. Þá var það einn góðan veð-
urdag, að maður kemur ríðandi
til okkar að skurðinum og býð-
ur okkur í brúðkaupsveizlu að
Bæ I Lóni, er halda skyldi hinn
24. júlí þá um sumarið. Þarna
var í boði óvænt skemmtun og
varð það að samkomulagi að
taka boðinu. Þá átti að gifta
Sveinbjörgu Sigurðardóttur,
Guðmundssonar bónda að Bæ og
Ólaf Einarsson, sem átti þar
einnig heima. Okkur var boðið
með nokkurra daga fyrirvara.
Þá breyttist dálítið háttsemi
Sæmundar við skurðgröftinn.
Hann stakk ávallt, en ég kast-
aði hnausunum upp úr skurðin-
um með kvísl, eða hlóð þeim. Á
hverjum morgni dró hann egg
skóflunnar á hverfisteini og sá
um, að hún flugbiti. Honum kom
vel að reyna ekki að óþörfu á
líkamskraftana. Honum gekk því
vel að stinga fyrir hnausunum.
En eftir að okkur var boðið í
veizluna, virtist hann um allt
annað hugsa en skurðgröftinn.
Hann stanzaði oft og virtist vera
að hugsa sig um það, hvort
hann ætti að leggja út í það að
stinga fyrir næsta hnaus. Öðru
hvoru datt hann til hálfs á
skófluna. Ekki vissi ég þá, hverj u
þetta sætti, en grunaði, að hann
væri í djúpum hugleiðingum.
Seinna fékk ég vitneskju um or-
sökina.
Þegar veizludagurinn rann
upp, voru þar mættir flestir
bændur sveitarinnar. Veizlan
var því talsvert fjölmenn. Er
setið var að borðum, stóð Sæ-
mundur upp og kvaðst ætla að
flytja stökur, sem sér hefðu
dottið í hug, en kvæði gæti það
ekki kallast. Hann flutti því
næst þriggja erinda kvæði, er
byrjaði þannig:
„Hér er drukkin hjónaskál.
Hér er glatt í ranni.
Ástin tengir sál við sál,
svanna tengir manni.
Ungu hjónin alla tíð
auðnan blómum krýni.
Unaðssólin ár og síð
ástarmild þeim skíni.
Meira man ég ekki af brúð-
kaupskvæðinu. En ég varð var
við það, að ýmsir héldu, að Sæ-
mundur væri talandi skáld, sem
svo var kallað, og hefði ort þetta
um leið og hann flutti kvæðið.
Minntist ég nú þess, þegar hann
var að detta á skófluna, um leið
og hann stakk henni.
Meðal veizlugesta þarna var
Jón Markússon frá Hlíð, 81 árs
að aldri, og Sveinn Bjarnason,
bóndi í Volaseli, sonur séra
Bjarna Sveinssonar, áður prests
að Stafafelli í Lóni, en bróðir
séra Jóns í Winnipeg, er var rit-
stjóri Sameiningarinnar og meö-
al mestu andans manna í presta-
stétt. Sveinn var hversdagslega
sérlega prúður maður, hæglátur
og orðfár, eða fámáll, búmaður
góður, gestrisinn og vinsæll.
Hann var meðalmaður á hæð,
en þrekinn og herðabreiður og
var talinn með sterkustu mönn-
um sveitarinnar um þær mund-
ir. En fáleiki Sveins rann alveg
af honum, ef hann neytti áfengra
drykkja, og lék þá við hvern sinn
fingur og þótti mjög skemmti-
legur og hugkvæmur. Hann
(Fratnh. á bls. 380)