Heima er bezt - 01.12.1955, Side 12

Heima er bezt - 01.12.1955, Side 12
364 Heima er bezt Nr. 12 Bergsveinn Skúlason: HAUST í BREIÐAFJARÐAREYJUM 1. Heyönnum er að verða lokið. Það hefur verið kveikt á kert- um í tjödunum, meðan við- legufólkið borðaði kvöldmatinn og bjó sig í svefninn. Myrkrið er orðið svo áleitið. Sumardag- arnir svo stuttir. Hrollkalt að koma út í morgunsárið, og bera orf og hrífu að hráblautri jörð- inni undan síðsumarnóttinni. Síðasta heyferðin hefur verið farin. Fólkið borið síðustu sátur sumarsins inn í hlöðu. Það hef- ur velt af sér reiðingnum, og þykir engum of snemmt. Reipin, teygð og toguð, eru vandlega gerð upp, og hengd inn í hjall til þurrks. Ljáspík- urnar slegnar fram úr, og am- boðunum komið fyrir í vetrar- geymslu. — Töðugjöldin eru rétt gleymd, en fólkið gengur með slægnaveizluna í magan- um. Kálið er farið að falla. Úr heyinu fer fólkið í garðana. Það bograr daglangt og tekur upp kartöflur og rófur, þurrkar þær og kemur þeim fyrir í vetrar- geymslu. Það má búæst við næt- urfrosti þá og þegar. Kýrnar eru komnar á túnin. Þær vafra vambsíðar og ofmett- ar af hánni heim í hlaðvarpa, og þefa og sleikja alla hluti. Þær gera sig næstum því um of heimakomnar, þó öllum séu þær kærar. — Kartöflurnar er ekki hægt að þurrka nema innan girðinga, og jafnvel fötin á snúrunum fá ekki að vera í friði, svo taka verður þau inn úr bezta þurrk og hengja inn á hjall. — Svona eru kýrnar á haustin. En þær flæða mjólk- inni nokkra daga, eins og há- gróandi væri, hver eftir sínu eðli og ásigkomulagi. Innan tíðar bíður þeirra básinn og hlekkirnir, langa vetrarmánuði í dimmu fjósi. Haustið er gengið í garð. Kaldur nórðan næðingur blæs daglega norðan yfir heiðar út á Breiðafjörð, eða þá að Snæfells- ás sendir Eljagrím sinn inn um eyjar með hinar verstu hriðj- ur og rok, og er mislyndi hans verra en kuldi Norðra. Og eyjarnar láta fljótt á sjá, þegar haustmyrkrið og rosinn herja þær. Grænu skikkjuna hafa þær fellt að mestu. Það eru aðeins lundabalarnir, sem rísa grænir úr saltstorknu um- hverfinu. Fuglinn er farinn. Þar sem allir klettar bergmáluðu fuglasöng meðan sólin skein, húkir nú raddlaus skarfur á klettasillu og æðarkolla í flæð- armáli. Rámir hrafnsungar flögra með hrönnum í leit að svipulum reka. Merki bjarg- fuglsins er að hverfa. Kári sér um hreingerninguna. — Björg- in biða síns vitjunartíma næsta vor. En þó sumarið sé liðið, verð- ur lítið úr störfum fyrst um sinn. Haustið er mesti sjóferða- tími ársins. Það hefst á fjár- flutningum og endar á fjár- flutningum. Féð, sem var flutt úr eyjunum í vor, er nú sótt til lands og dreift í eyjarnar, og það endar þegar lömbin og jóla- ærnar eru teknar úr þeim. — Lömbin eiga að vera komin á hús og hey fyrir vetrarsólstöð- ur, og fólkið á að fá sína jóla- steik. Þetta er rammi haustsins, en innan þess ramma eru fjölþætt störf á sjó og landi, vos og amstur ýmiskonar. II. Það er farið í göngur og rétt- ir úr eyjunum, eins og öðrum sveitum á íslandi, þó með öðr- um hætti sé. Sveitabóndinn söðlar hestinn sinn, stígur honum á bak og fer um fjöll og firnindi í leit að kindum sínum og annara. Rétt- ar þær, rekur heim og gætir þeirra síðan í heimahögum, þangað til þær verða hýstar. Eyjabóndinn fer dálítið öðru- vísi að. Hann á ekki eins auð- velt um þessa hluti. Hann á engin fjöll eða afréttarlönd. Þau hefur hann orðið að fá að láni. Þó býst hann í göngur og réttir. Á gangnasunnudaginn mann- ar hann út stærsta skipið sitt — áttæringinn — og heldur til lands. Sú ferð er fast sótt, ekki síður en læknisvitjun til fár- veiks sjúklings. Vinnumenn sína lætur bóndi fara í göngurnar með öðrum gangnamönnum úr sveitinni. Sjálfur ríður hann í réttirnar. Rabbar við nágrann- ana um búskapinn og veðrátt- una, og hjálpar til að draga. Að drætti loknum er féð rekið til sjávar, og flutningar hefjast. — Þó upprekstrarland væri fengið fram til dala eða inn til fjarða, þá var ávallt rekið út á nesin á haustin. Þaðan er styttri sjó- leiðin út til eyjanna. Úr Inneyj- um var oftast rekið á Svínanes, Bæjarnes eða Skálanes. Var því oft gestkvæmt þar á haustin og ærin fyrirhöfn gerð búendum. Kom sú fyrirhöfn ekki hvað sízt niður á húsfreyjunum, er oft vöktu nætur sem daga við að elda mat handa skipshöfnunum og þurrka af þeim vosklæði og plögg. En gestrisni og öll fyrir- greiðsla á þeim bæjum var tak- markalaus. Skipin, sem hafa verið rúin möstrum og seglum að mestu yfir sumartímann, meðan þau nær eingöngu voru notuð til heyflutninga, eru nú aftur búin seglum og reiða. Og „fjárgrind- ur“ eru settar ofan á söxin í skut og til öryggis því, að kind- ur hrökkvi ekki út í vondum veðrum. — Mér fannst löngum, að þessum skipum væri gerð ó- virðing með því að flytja á þeim

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.