Heima er bezt - 01.12.1955, Qupperneq 15
Nr. 12
Heima er bezt
367
hverntíma við fjárgæzlu í Lang-
eyjunum, ásamt ungri stúlku,
er María hét. Eitt sinn, að lok-
inni smalamennsku að nætur-
lagi, kastaði Svanborg fram
þessum vísum, og má af þeim
ráða, að hún hafi ekki kunnað
illa við sig á Langeyjunum:
Hættu nú að hóa,
hjartablíða mey.
Saman leggja lófa
lengur þurfum ei.
Inni er bezt að una,
okkar hressa geð.
Eftir andvökuna
einhvers þurfum með.
Máninn birtu bleika
breiðir yfir grund.
Stjörnuljósin leika
ljúft um næturstund.
Hér er sælt að sofa,
sorg ei hjartað slær,
í Langeyjarkofa
öllum glaumi fjær.
Júlíana Jónsdóttir, skáldkona
frá Akureyjum, virðist ekki hafa
kunnað eins vel við sig í Lón-
inu í Bjarneyjum, ef marka má
eftirfarandi vísu, sem mér er
sagt, að hún hafi gert við fjár-
gæslu þar:
Leiðist mér í Lóni,
lítið yndi finn.
Hugurinn er heima,
þó hér sé líkaminn.
Það mun og sannast mála, að
þetta hefur verið einhæft starf,
og lífið í kofanum ekki skemmti-
legt. — Svo getur viljað til, þeg-
ar hafáttin er í algleymingi, að
varla rofi til lofts um hádaginn,
vegna úrhellisrigningar og sæ-
löðurs er berst inn yfir eyjarnar.
Brimið orgar á öllum boðum, og
gelltir og gólar í hverri gjótu.
Jafnvel grjótið í fjörunni fær
mál og verður kvikt.—„Strand-
mölin grýtir landið“, eins og
E. Ben. segir. Þá er ekki lend-
andi við úteyjar, og verður hver
að búa að sínu, hvað sem í kann
að skerast. Og þegar inn var
komið í kofann frá nætursmöl-
un, lýsti ekki af öðru en daufu
grútarljósi eða kertisskari. —
Þá var gott að geta gripið til
þess, að segja barni sögu eða
gera vísu.
Konur gengu að þessum
haustverkum vegna þess, að
karlmenn flestir voru þá við
haustróðra í veri, og þeir fáu,
sem heima voru, uppteknir af
ýmiskonar sjóferðum og ferða-
lögum.
Og þær konur voru til, er alls
ekki voru ófúsar til þess verks.
Þau hlunnindi fylgdu þessari
úttivist, að konur áttu sjálfar
þá vinnu er þær gátu unnið
með fjárgæslunni, eða svo var
það minnsta kosti á sumum
heimilum. Þetta var einskonar
sjálfsmennska. Og það þóttu
ekki svo lítil fríðindi í þá daga,
þegar frístundir voru stopular
heimafyrir og sunnudagarnir
stuttir.
Og svo bar enn eitt til, sem
hér má geta um til gamans.
Þó undarlegt kunni að virð-
ast, þá leiddist karlmönnunum
einveran og myrkrið meira en
kvenfólkinu. Svo virðist, sem
þeir hafi verið skygnari á ýmis-
konar forynjur og tröll en
kvenfólkið, og þá suma gripið
hræðsla við slíkar ókindur. —
Júlíus Sigurðsson hefur lýst
skrímsli, sem hann sá í Skjald-
arey í Svefneyjalöndum, er
hann eitt sinn var þar við fjár-
gæslu. Það var stærra en hest-
ur, gráskjöldótt að lit og
skrölti í því við hverja hreyf-
ingu, því það virtist gróið sæ-
þörungum og skeljum. Fótspor,
sem það markaði í sandinn,
voru á stærð við botn á með-
alstórri vatnsfötu. Ekki gerði
það Júlíusi neitt, né unglings-
dreng, er svaf í tjaldi hans, og
var hann þó ekki nema tuttugu
faðma frá því. Eftir að hafa
snuddað dálitið um eyjua, sneri
það aftur til sinna heimkynna.
Ekki hafði það nein áhrif á
Júlíus, og gætti hann fjárins í
eyjunni eftir sem áður. En aðr-
ir, sem urðu fyrir þeirri reynslu
að sjá sjóskrímsli, ærðust nær
þvi með öllu og gáfu fjandann
í alla fjárpössun í óbyggðum
eyjum. — Konur urðu aldrei
fyrir ásókn skrímsla og fjöru-
lalla, svo ég viti, — og má það
merkilegt heita.
Það fé, sem flutt var í út-
eyjar, passað á þann hátt, sem
að framan greinir, var venja
að vitja um einu sinni í viku
eða svo. Margur er kviks voð-
inn, og góður bóndi vill jafnan
vita hvað skepnunum sínum
líður, þegar þær eru í afrétti.
4.
Ekki er mótekja í Vestureyj-
um. Eldiviðarferðir til lands,
voru því fastur liður í haust-
verkum bænda. Einkum var það
mór, er var sóttur, til að drýgja
með heimafengna eldiviðinn. í
þær ferðir voru áttæringarnir
notaðir strax að loknum land-
ferðum. Mónum var komið fyrir
í skut og barka skipanna, líkt
og heyi. Móflögunum hlaðið í
stakka, og svo hátt upp af söx-
um hverju sinni, sem fært þótti
vegna veðurs og annarra að-
stæðna. Eins var farið með
kurlið í flutningi, nema hvað
óunnu hrísi var stundum raðað
meðfram söxunum, og mátti þá
hafa kurlstakkinn hærri en
ella, ef gott var veður. — Þetta
voru erfiðar ferðið og mann-
frekar, vegna þess, að oftast
þurfti að bera þennan eldivið á
bakinu alllangan veg i skipin,
og svo út úr þeim aftur, þegar
komið var heim.
Að loknum þessum ferðum,
voru áttæringarnir settir í
naust og hvolft, og þannig
kúrðu þeir til landferða næsta
vor. Minni skip og bátar voru
notuð til flutninga og ferðalaga,
það sem eftir var ársins.
Útselurinn, sem verið hefur að
sveima í firðinum sumarlangt,
kæpir um mánaðarmótin sept-
ember — október. Þá fara að
sjást hvítir hnoðrar hér og þar
í skerjagörðum Breiðafjarðar —
það eru hinir fallegu útselskópar.
Ekkert ungviði er fallegra, en
vikugamall kópur í bæli sínu,
meðan hann enn þekkir ekkert
til víðáttu hafsins né vonsku
mannanna. Augu hans eru svo
blá, björt og skýr, að furðu
gegnir. — Ef nær er komið, og
betur að gáð, sést að vörður er
haldinn um litlu hnoðrana.
Svartir kollar sveima umhverf-
is skerin. Það eru höfuð for-
eldranna. Þau veita nákvæma
athygli öllu, sem fram fer um-
hverfis skerið, og halda trúan
vörð um afkvæmi sitt. Og
þeirra varðstaða er örugg gegn
öllum óvinum, nema mannin-
um. — Einn góðan veðurdag,
Framh. á bls. 380