Heima er bezt - 01.12.1955, Blaðsíða 16
368
Heima er bezt
Nr. 12
Gísli Sveinsson fyrrv. sendiherra
Sjötíu. ()(j jh
imm ara
Gísli Sveinsson fyrrverandi
sendiherra íslands í Noregi og
sýslumaður Skaftfellinga um
tvo áratugi varð sjötíu og fimm
ára hinn 7. desember síðastlið-
inn. Afmælisins hefur verið
minnzt í blöðum og útvarpi og
vinir hans héldu honum sam-
sæti í tilefni þess.
Gísli Sveinsson er einn af
frumherjunum í lokaþætti sjálf-
stæðisbaráttu íslenzku þjóðar-
innar. Þegar á stúdentsárunum,
upp úr aldamótunum, byrjaði
hann að taka þátt í stjórnmál-
um og var fremstur í flokki
þeirra manna, sem gerðu víð-
tækastar kröfur til sjálfstæðis,
og mun einna fyrstur hafa kveð-
ið upp úr um algerðan skilnað
við Danmörku. Það féll og í hans
hlut, sem forseta sameinaðs
þings, að lýsa yfir stofnun lýð-
veldis á íslandi á Alþingi við
Öxará 17. júní 1944.
í þessum fáu orðum er ekki
unnt að skýra til nokkurrar
hlítar frá stjórnmálastarfi Gísla
Sveinssonar. Saga síðustu ára
sjálfstæðisbaráttunnar er enn
óskrifuð, og ef til vill ekki nógu
kunn yngri kynslóðinni. Það er
engu líkara, en að margir telji
sjálfstæði þjóðarinnar svo sjálf-
sagðan hlut, að ekki sé ástæða
til að dvelja nánar við sögu þess,
út yfir það litla, sem stendur í
kennslubókum skólanna. Þetta
er auðvitað hinn háskalegasti
misskilningur og vlsasti vegur-
inn til þess að glata sjálfstæð-
inu áður en lýkur.
Hinir ungu menn, sem upp úr
aldamótunum tóku upp merki
Jóns Sigurðssonar, áttu að mörgu
leyti erfiða aðstöðu. Þjóðin var
að visu að vakna til vitundar um
nauðsyn framfara og framtaks,
en flestir munu þó hafa talið
fjarstæðu, að við, „fátækir, fá-
ir og smáir“, gætum staðið á eig-
in íótum í samfélagi þjóðanna.
Barátta skilnaðarmannanna
varð því barátta á tvennum vig-
stöðvum, við hugleysi og tregðu
landsmanna sjálfra og við Dani.
Tregðan innanlands var ef til
vill hættulegri óvinur en sjálft
yfirráðaríkið. Margir trúðu ekki
á, að íslendingar gætu staðið ó-
studdir fjárhagslega, sama við-
báran og notuð var gegn kenn-
ingum Jóns Sigurðssonar, og sú
viðbára, sem hættulegust getur
orðið sjálfstæðinu í dag, ef ekki
er hlustað á aðvaranir hugsjóna-
mannanna og lært af baráttu-
sögu liðinna áratuga. Bjartsýni
og kjarkur þeirra manna, ásamt
trú á landið, sem börðust djarf-
legast fyrir réttindum okkar,
ætti að verða landsmönnum leið-
arljós í framtíðinni og hvöt um
að standa vel á verði um sjálf-
stæðið.
Gísli Sveinsson er fæddur á
Sandfelli í Öræfum, þar sem