Heima er bezt - 01.12.1955, Síða 22
374
Heima er bezt
Nr. 12
verið þá 24 skildinga, en dag-
kaupið 48 skildingar.
Jón var að ýmsu leyti frá-
brugðinn öðrum mönnum, þótt
ekki bæri á því i daglegri fram-
komu. Hann þótti forspár; oft
kom það fram sem hann sagði
fyrir, að svona legðist þetta eða
hitt í sig. En það væri nú ekki
að reiða sig á það, nema eins og
hverja aðra ágizkun. Engum
datt í hug að kalla hann sér-
vitring eða nokkuð annað en
mætan mann, meiri en flesta
aðra. Einn hátt hafði hann, sem
fáir vissu nema heimafólk hans,
sem veitti því eftirtekt. Á gaml-
árskvöld hafði hann þann sið að
fara út í kirkju einsamall, án
þess að kveikja ljós í kirkjunni
eða opna kirkjugluggana, og
sitja þar einn nokkra stund.
Aldrei gat hann þess, hvers
vegna eða í hvaða tilgangi hann
gerði þetta, og ekkert vildi
hann segja um það, hvort nokk-
uð bæri fyrir sig eða hann yrði
nokkurs var.
IV.
Guðviundur Magnússon.
Eins og segir í þætti Jóns
Þórðarsonar, andaðist hann 8.
apríl 1885. Ekkja hans, Þórunn
Magnúsdóttir, hætti búskap í
næstu fardögum. Búið var selt,
en jörðina leigði hún Guðmundi
Þórðarsyni. Hann var bróðir
Jóns manns hennar. Guðmund-
ur hafði þá búið í Króki í sömu
sveit 15 eða 16 ár. Kona hans hét
Ingveldur Pétursdóttir, frá Hell-
ir í Ölfusi. Þau fluttu að Úlfljóts-
vatni í fardögum 1885. En eftir
rúman mánuð andaðist Guð-
mundur, en Ingveldur bjó með
vinnumönnum sínum til fardaga
1886. Þá fór til hennar ráðsmað-
ur, Guðmundur Magnússon, ætt-
aður frá Villingavatni. Hann var
fæddur 16. marz 1852. Hefir hann
því verið 34 ára gamall, þegar
hann réðist að Úlfljótsvatni.
Hugur hans hneigðist snemma
til smíða, og varð hann brátt
orðlagður hagleiksmaður. Hann
lagði gjörfa hönd á flestar smíð-
ar, sem þá voru iðkaðar, nema
gullsmið. Það vissi ég ekki til, að
hann fengist við. Hann smíðaði
rokka, allskonar búsáhöld, hvort
heldur var úr tré eða málmi,
hnakka og söðla og allt, sem
heyrði til reiðskapar. Verkfæri
sín smíðaði hann flest, hvort sem
þau voru úr tré eða járni. Hann
smíðaði t. d. skrár fyrir hirslur,
sem fáir gátu opnað, þó að þeim
væri fenginn réttur lykill, ef
þeim hafði ekki sérstaklega ver-
ið kennd áður aðferð sú, sem við
átti. Hann ólzt upp á Villinga-
vatni hjá foreldrum sínum,
Magnúsi Gíslasyni og Önnu
Þórðardóttur, og var hjá þeim
þangað til 1884. Þá fór hann til
Reykjavíkur að læra húsasmíði
hjá Sigurði Árnasyni, ættuðum
úr Selvogi. — Þeim, sem smíðaði
Strandarkirkju, þá sem þar
stendur enn. Við smíðanámið var
Guðmundur 2 ár, en þó ekki sam-
fleytt. Þá var ekki heimtað að
sveinar væru við smíðanám sam-
fleytt í 4 ár. Þá gátu þeir fengið
sveinsbréf, ef þeir gátu smíðað
„sveinsstykki“, sem tveir smiðir
dæmdu fullgilt. Á þessum árum
byggði Guðmundur hús í
Reykjavík í félagi við annan
trésmið, Eyjólf Ófeigsson frá
Nesjum í Grafningi. Hús þetta
stendur enn. Það er á horninu,
þar sem mætist Bókhlöðustígur
og Þingholtsstræti. Það er nú
(1954), og hefir verið lengi, I
eign Ásbjarnar Ólafssonar, tré-
smiðs. Húsi þessu hefir jafnan
verið vel við haldið, en að engu
breytt, hvorki utan né innan. í
þessu húsi ætluðu þeir að búa
báðir félagarnir, Guðmundur og
Eyjólfur. En um það leyti sem
hægt var að flytja í það, flutti
Guðmundur að Úlfljótsvatni og
varð því ekki úr því að hann
flytti í það. En Eyjólfur bjó
nokkur ár í sínum hluta húss-
ins. Guðmundur leigði sinn
hluta. Illa gekk fyrir Guðmundi
að fá leiguna greidda, svo að
eftir fá ár seldi hann sinn part,
(sem var hálf eignin) á 1000 kr.
100 kr. voru greiddar, þegar
kaupin fóru fram, og svo átti að
greiða 100 kr. afborgun á ári, þar
til kaupverðið væri að fullu
greitt. Við þessa samninga var
staðið af kaupanda hálfu. Báðir
voru víst ánægðir, Guðmundur
að losna við eignina, sem var
honum aðeins arðlaus byrði, og
kaupandinn að fá ódýra íbúð
með góðum afborgunarkjörum.
Þá voru litlir peningar I gangi
hjá almenningi, og torfengnir.
Viðskipti manna voru þá að
mestu leyti vöruskipti. Þessi
húsbygging Guðmundar olli því
að mestallar eignir hans voru
fastar í húsinu, nema verkfæri
hans, þegar hann réðist að Úlf-
ljótsvatni, til Ingveldar Péturs-
dóttur. Hún átti 2 börn með Guð-
mundi Þórðarsyni. Þau fengu í
föðurarf sinn bæði til saman V3
hl. í Úlfljótsvatni og Villinga-
vatni, en Ingveldur móðir þeirra,
lausafé það, sem búið átti, fénað
og búsgögn. Búið var ekki stórt.
Sauðfé mun hafa verið um 150,
að meðtöldum 18 ám, sem fylgdu
jörðinni (kvígildisær). Kýrnar
voru 5 og 3 þeirra fylgdu jörð-
inni. Jörðinni fylgdu alls 6 kú-
gildi. Eignir Guðmundar voru, að
mestu leyti, fastar í húseign
hans í Reykjavík og smíðaverk-
færum hans, sem hann taldi
vera 500 króna virði. Verðmestu
stykkin voru: Steðji (140 p),
stórt skrúfstykki með járnfæti.
Hefilbekkur og rennibekkur.
Þetta voru verðmestu verkfærin.
Þau virti hann til samans á 240
kr. eða 60 kr. til jafnaðar. Auk
þess átti hann flest smíðatól, sem
trésmiðir á þeirri tíð notuðu, og
mikið af því er tilheyrði járn-
smíði. Guðmundur var ekki síður
járnsmiður en trésmiður.
Eins og fyrr getur, var búið á
Úlfljótsvatni ekki stórt, þegar
hann tók við því. Hús voru þar
flest heldur léleg, bæði bæjarhús
og fénaðarhús. Engin hús voru
til yfir fullorðið fé, aðeins fyrir
lömb og fé á annan vetur. Roskna
féð var látið liggja við borgina
og í hellisskútum á Dráttarhlíð.
Eina húsið, sem var stæðilegt,var
geymsluhúsið á hlaðinu. Það var
þá 10 ára gamalt og því hafði
verið vel við haldið, bikað ann-
að hvert ár, og lítið farið að sjá
á því. Guðmundur lét það vera
sitt fyrsta verk að byggja ærhús
hjá gömlu fjárborginni, sem
aldrei þótti gott fjárskýli, og
var auk þess farin að hrörna.
Hann byggði þar á fyrsta ári
fjárhús yfir 100 ær og hey-
hlöðu, sem tók 50 hesta af
heyi, og aðra norður í Dráttar-
hlíð, sem tók um 20 hesta. Þetta
reiknaði hann þannig út, að hey-
ið á Dráttarhlíð ætti að nægja
fram að miðjum vetri, eða því
sem svaraði, til þess að ekki yrði