Heima er bezt - 01.12.1955, Side 23
Nr. 12
Heima er bezt
375
verulega hagaskortur í meðal-
vetri. Þar var aldrei neitt fjár-
skýli nema hellar. Heyið var fénu
gefið úti „á gaddi“, sem kallað
var. Síðar byggði hann sauðahús
fyrir vestan túnið, og heyhlöðu
hjá þeim. Hús þessi rúmuðu 80
sauði. Síðast byggði hann upp
gömlu lambhúsin fyrir 80 lömb,
voru þá eftir tveir fjárhúskofar,
sem hann hélt við af gömlu
fjárhúsunum. Á lambhúsin setti
hann járnþak og byggði við þau
heyhlöðu, sem tók 60 hesta. í
gamla heygarðinum byggði hann
hlöðu, sem tók 250 hesta. Til
forna stóð fjósið uppi á túninu
hjá heygarðinum. Árið 1896, í
jarðskjálftanum mikla, skekkst-
ist það svo, að það varð að end-
urbyggjast. Þá færði hann það
heim að bæ. Pjós þetta hangir
uppi enn (1954) með litlum
breytingum. En búið er að byggja
nýtt fjós og heyhlöðu fyrir ofan
tún fyrir stuttu, og líklega hætt
að nota fjósið, sem Guðmundur
byggði heima við bæinn. Fjósið
er nú þar sem lambhúsin voru í
tíð Guðmundar. Hjá Jóni Þórð-
arsyni voru hesthúsin þrjú, sitt
á hverjum stað, og nokkur spölur
á milli þeirra. Tvö þeirra lagaði
Guðmundur, en byggði eitt, sem
rúmaði vel 8 hesta við stall, þar
sem eitt þeirra hafði staðið
skammt fyrir vestan heygarðinn.
Öll voru hús þau, sem Guðmund-
ur byggði, snotur útlits, en efni
allt í þeim sparað, og gátu því
ekki orðið endingargóð. Guð-
mundur ætlaði sér aldrei að búa
á Úlfljótsvatni fram á elliár.
Hann taldi jörðina ekki hent-
uga fyrir mann, sem gæti ekki
gengið að öllum verkum sjálfur
og fylgst með öllu utanhúss.
Bæjarhúsum hélt Guðmundur
vel við og byggði þau öll upp í
sama formi og stíl, eins og hann
tók við þeim. Baðstofa sú, sem
hann byggði, stóð óbreytt að
mestu leyti fram yfir 1940, er
hún var rifin með ráði umráð-
enda jarðarinnar og flatur skúr
settur í hennar stað. En það mun
hafa verið siðasta baðstofan í
gömlum stíl i Árnessýslu. Þá var
hún ófúin og stæðileg, fullra 50
ára.
Guðmundi búnaðist vel á Úlf-
ljótsvatni. Hann bjó þar 16 ár.
Hann hafði ekki meiri fénað en
jörðin bar að hans áliti, eða
haft hefði verið af fyrirrennur-
um hans, 5 kýr og 250—270 fjár,
sem sett var á vetur. Við heyskap
hafði hann jafnan 6—7 manns
með sjálfum sér, og svo stráka
um fermingu, sem pössuðu ær og
kýr á daginn, og áttu þeir að
koma með hvorttveggja á rétt-
um tíma til mjalta. Ær og kýr
voru látnar liggja inni yfir nótt-
ina. Ánum var hleypt út kl. 5—6
á morgnana og setið yfir þeim
fram til kl. 8. Gerði það einhver
vinnukonan. Þessi siður, að
smalinn passaði bæði ær og kýr,
vissi ég ekki til að tíðkaðist nema
á Úlfljótsvatni og Villingavatni.
En þar var þetta siður frá ó-
munatíð, og hélzt á meðan frá-
færur voru tíðkaðar. En Guð-
mundur var sá síðasti bóndi þar,
sem færði frá ánum. Þetta fólk,
sem hann hafði við heyskap,
gerði ekki betur en heyja fyrir
þessum fénaði, sem áður getur
og 7—8 brúkunarhrossum. Aldrei
átti hann heyfyrningar, sem
neinú nam. Varð heldur aldrei
heylaus. Hann setti aldrei á „vog-
un“, sem kallað var. Þegar hon-
um þóttu heyin of lítil á haustin,
þá kom hann kú í fóður suður
í Ölfusi, hálfan eða allan vetur-
inn. Ýmislegt höfðu nágrannar
hans við búskaparlag hans að at-
huga sín á milli, svo sem það, að
hann fóðraði ekki vel fénað sinn,
gerði lítið að jarðarbótum o.s.frv.
En allir töldu hann vel efnaðan.
Enda var hann einn efnaðasti
bóndi í sveit sinni.
Auk búskaparins stundaði
Guðmundur smíðar. Hann var
smiður góður og smíðaði flesta
þá hluti, sem nota þurfti í sveit-
um á þeirri tíð, hvort sem um
tré- eða járnsmiði var að ræða.
Smíðarnar stundaði hann lítið
nema á vetrum.. Frá bæ fór hann
aldrei að smíða, nema ef mikið
lá við, t.d. ef járnþök fuku af
húsum í ofsaveðrum. Þá hjálp-
aði hann mönnum oft 1—2 daga.
Guðmundur seldi talsvert af
ýmsu er hann smíðaði, svo sem
reiðtýgi, hnakka og söðla o. fl.,
sem tilheyrði reiðtýgjum, rokka
og vefstæði og allt sem þeim til-
heyrði. Hann smíðaði sér tengur
til þess að beygja með tennur í
ullarkamba (stólkamba). Kamb-
ar þessir voru eins og venjulegir
KVEÐJUR
1.
Óljóst man ég okkar skraf,
engri minning háður,
það var fljótt að fenna í kaf
flest, sem spratt hér áður.
2.
Sortnar flest, því sigin er
sól að vesturfjöllum.
Ég á mest að þakka þér,
þú varst bezt af öllum.
Sveinbjörn Benteinsson.
ullarkambar, nema hvað þeir
voru miklu stærri. Þegar kembt
var með þeim, var annar kamb-
urinn settur fastur í borð eða
fjöl, og svo hafðar báðar hendur
á efri kambinum, og þannig
kembt með báðum höndum.
Kambar þessir voru afkasta-
meiri en þeir venjulegu, og þótti
að þeim vinnusparnaður, einkum
ef átti að samkemba, því að þá
þurfti ekki nema bregða ullinni
í fínni kamba áður en spunnið
var. Kemburnar úr stólkömbun-
um voru stórar og óþjálar að
spinna úr þeim fínt band.
Kamba þessa seldi hann á 4 kr.
og þótti það heldur ódýrt, enda
var aldrei kvartað undan því, að
Guðmundur seldi dýrt smíði sitt.
Árið 1887 fór Jón Ögmundsson
á Bíldsfelli til Ameríku. Hann
hafði þá verið hreppstjóri Grafn-
ingshrepps í 20 ár. Guðmundur
var þá skipaður hreppstjóri í
hans stað. Var hann svo hrepps-
stjóri þar til hann flutti frá Úlf-
ljótsvatni til Reykjavíkur 1902. í
hreppsnefnd var hann kosinn
um sama leyti, sem hann var
skipaður hreppsstjóri og hrepps-
nefndaroddvlti nokkrum árum
síðar. Ýms fleiri störf hafði hann
á hendi fyrir sveit sína, t.d. var
hann deildarstjóri í kaupfélagi
Árnesinga (það var pöntunar-
félag). Hver hreppur í sýslunni
var deild fyrir sig með einn
deildarstjóra. Hann átti að safna
vörupöntunum frá bændum í
febrúar og senda lista yfir vörur
þær, sem hver bóndi pantaði.
Listar þessir voru svo sendir
til formanns félagsins, en hann