Heima er bezt - 01.03.1957, Page 5

Heima er bezt - 01.03.1957, Page 5
RABBAÐ VIÐ LEIKKONUN A OG HÚSMÓÐURINA BRYNDÍSI PÉTURSDÓTTUR Úr kvikmyndinni „Milli fjalls og fjöru.' M orgunstund gefur gull í mund.“ J\leð þetta spaklega heilræði í huga legg ég af stað í morgunheimsókn til Bryndísar Pétursdóttur leikkonu. Samkvæmt viðurkenndri íslenzkri stundvísi ber ég að dyrum að Hrefnugötu 1, nákvæm- lega hálfri stundu síðar en tilskilið var. Alla leiðina hef ég verið að setja saman í huganum heila runu af afsökunum yfir þessari hegðun minni. Bryndís kemur sjálf til dyra, ljósgullið hárið sveip- ast um brosandi andlitið. Hún er í hvítri peysu og svörtu pilsi. Afsakanir mínar rjúka út í veður og vind með sama og úr þeim verður eitt einasta: ,Góðan dag- inn.“ Og meðan setið er yfir morgunkaffinu, er skegg- rætt um heima og geima, ekki síst geima, því eigin- maður Bryndísar, Örn Eiríksson, er heima, aldrei þessu vant, en sem loftsiglingafræðingur ver hann drjúgum tíma æfinnar uppi í himingeimnum. En ekki dugir að masa lengi um veður og vinda, börn, íbúðir og hreppa- pólitík. Eg er hingað kominn til þess að rekja garn- irnar úr húsmóðurinni og leikkonunni, Bryndísi Péturs- dóttur, fá ofurlitla þverskurðarmynd af æfi, högum og háttum þessarar fögru og vinsælu listakonu. í leit minni að tildrögum þess að hún hóf leiklistar- feril sinn, byrja ég á því að kynna mér ætt hennar og uppruna. Faðir hennar var Pétur Sigurðsson frá Hjart- arstöðum í Eiðaþinghá, en móðir Guðlaug Sigmunds- dóttir frá Gunnhildargerði í Hróarstungu. Að henni. stendur því traust og rótgróið austfirzkt bændafólk í báðar ættir. Sjálf er Bryndís fædd að Vattarnesi í Fá- skrúðsfjarðarhreppi, en þar var faðir hennar þá bóndi. Hún er yngst af 8 systkinum, en meðal þeirra finnst hjúkrunarkona, flugvirki, húsameistari, auglýsingastjóri og húsmæður. Sex ára fluttist Bryndís með foreldrum sínum til Reykjavíkur, og hér hefur hún síðan átt heima. En ég er engu nær um að finna hvaðan leiklistar- blóðið er runnið, það eru eintómir austfirskir bænda- höfðingjar í hverjum dropa. — En hefur enginn ættingja þinna lagt stund á þessa göfugu íþrótt? — Nei, ekki svo ég viti. — Engin vina, félaga eða leiksystkina úr bernsku? — Nei,. ekki heldur. — Hvernig stóð þá á því, að þú tókst upp á þessu? — Ég veit það ekki. Mig langaði bara til þess. — Hvernig byrjaði þetta? — Ég las bara auglýsingu um leikskóla Lárusar Páls- sonar í blaði. Ég var þá 16 ára, það var 1946. Ég seldi miða í Tjarnarbíói og vísaði til sætis. Svo kom Lárus skömmu seinna til þess að kaupa miða í bíó, og þá sagði hann mér, að ég gæti komist í skólann. — Varstu ekki í einhverjum öðrum skóla, þegar þetta gerðist? — Nei, ég var hætt. Ég hafði verið í Verzlunarskól- anum, en vann nu Dungal. á Rannsóknarstofu Háskólans hjá — En var þá ástæðan til þess að þú fórst að læra að leika engin önnur? — Ekki önnur en sú, að mig hafði alltaf langað til þess. — Hafðirðu ekki séð mörg leikrit? — Nei, ekki nema „Fjalla-Eyvind“ og „Skálholt“. Það voru einu leikritin, sem ég hafði séð áður en ég byrjaði á þessu sjálf. — En hvað sögðu foreldrar þínir um þetta uppátæki þitt? — Þau skiptu sér ekkert af því. Þeim fannst þetta víst óttaleg vitleysa, en það var áhugaefni mitt, og ég fékk að eiga um það sjálf. — Og hvenær byrjaðirðu svo að leika? — Ég fékk hlutverk strax um haustið í leiknum „Jónsmessudraumur á fátækraheimilinu“. Lék ég þar fjórtán ára stelpu, og var það eitt af aðalhlutverkum leiksins. Örn hefur setið álengdar með pípu sína og morgun- blöð. — Og nú eftir 11 ár er hún að leika 18 ára stelpu. Þú sérð að framförin er ekki mikil, segir hann, og heldur áfram að lesa frásögn blaðanna um Vickers Viscount-flugvélarnar. — Næsta vetur fékk ég svo annað aðalhlutverkið í „Bærinn okkar“. Það var sem sagt 1947. Sumarið 1948 lék ég svo í tveimur kvikmyndum hjá Lofti. Og svo kom „Galdraloftur“ 1949. Þar lék ég Dísu. Það var árið sem ég gifti mig. — Og þótti nú leikhúsmönnum höfuðborgarinnar það ekki heldur miður að missa þig svona fljótt inn í hjóna- bandið? — Það söng víst eitthvað í þeim og eitthvað sögðu þeir Ijótt um manninn minn, elcki sízt af því að hann var frá Akureyri. Áhuginn fyrir því að leika var ekkert mikill hér þá, ekki eins og núna, þegar allir vilja verða leikarar og leikkonur. Það var því ekki um margar ung- ar leikkonur að ræða, allra sízt þær, sem eitthvað voru farnar að venjast við sviðið. Þeir voru sem sagt hræddir um að missa mig til Akureyrar. — Sem Akureyringur hefði ég ekki harmað það, skýt ég inn í. Það er kominn maður, sem þarf að finna Örn, og ég nota tækifærið til þess að ræða við Bryndísi um heimilið og afstöðu eiginmannsins til leiklistarinnar. — Auðvitað kemur þetta niður á heimilinu. Það er í rauninni ekki hægt að gera þetta nema að hafa húshjálp, og hana hef ég nú eins og stendur. Oft hef ég þó ekki haft hana. Og þá hef ég orðið að vera upp á náð eigin- mannsins, ættingja og vina komin með hjálp. Og ég er ein af þeim heppnu. Maðurinn minn tekur þátt í þessu af lífi og sál. Hann hefur gaman af leiklist, og margt kvöldið hefur hann setið heima og passað börnin. — Já, vel á minnzt. Hvað eigið þið af börnum? — Tvo stráka. — Hvað gamla? —Sjö ára og annan 10 mánaða. VIGNIR GUÐMUNDSSON BLAÐAMAÐUR FERi MORGUNHEIMSÓKN TIL LEIKKONU -88 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.