Heima er bezt - 01.03.1957, Qupperneq 6
/vo oian: ur jonsmessuaraumi a ]a-
tœkraheimilinu“ 1946. Til hægri:
Úr kvikmyndinni ,J\íilli fjalls og
fjöru. Að neðan: Úr „Sem yður
þóknast."
— Hvernig myndi einn starfsdagur vera hjá leikkonu,
sem er gift kona og móðir?
— Það er auðvitað misjafnt. Stundum getur verið ró-
legt, en svo koma tímar, þegar öllu lendir saman, æfing-
um í jafnvel tveimur leikjum, æfing í útvarpsleik og svo
sýriingar í leikhúsinu á kvöldin. Þegar svo við þetta
bætist, að maður hefur enga húshjálp, getur dagurinn
orðið erilsamur.
— Og hvernig er þá raðað niður á daginn?
— Maður kemur sér á fætur eins snemma og maður
treystir sér til eftir að hafa verið að leika til miðnættis
kvöldið áður. Það þarf að byrja að hugsa um börnin og
koma þeim einhvers staðar fyrir, því niður í leikhús
verður maður að vera kominn kl. 10 fyrir hádegi. Mat-
arhléin eru mislöng, eftir því, hver er leikstjórinn, þetta
frá hálftíma upp í einn og hálfan tíma, og æfingarnar
geta því staðið til kl. 3.30 á daginn. Eg reyni yfirleitt
alltaf að komast heim til þess að laga matinn, því að
maðurinn minn vill helzt að ég geri það sjálf. Svo er
útvarpsæfing milli 5 og 7 á daginn, og sé sýning, verð
ég að vera komin niður í leikhús kl. 7, en þar er ég svo
til 11-11.30.
— Já, erfiður starfsdagur er þetta.
— Það er nú ekki alltaf svona slæmt. En einhvern
veginn er það svo, að það er eins og stundum þurfi allt
að lenda saman, og þá getur það verið svona.
— Nú liggur auðvitað beinast við að spyrja, hvað þú
hefir nú upp úr þessu?
— I fyrsta skipti sem ég lék, hafði ég 14 krónur á