Heima er bezt - 01.03.1957, Side 7
AS ofan: Bryndis Pétursdóttir og Rúr-
ik Haraldsson i leikritinu „Sem yður
þóknast“ eftir Shakespeare.
Að neðan: Bryndis Pétursdóttir i sama
leikriti (sitjandi).
leikkvöldi. Nú er þetta auðvitað allt annað. Ég er á
B-samningi hjá Þjóðleikhúsinu, og launin geta verið
anzi mismunandi. En ekki meira um það.
— En segðu mér. Fleira hefur þú nú gert um ævina
heldur en að vera leikkona?
— Já, eins og ég sagði þér áðan, vann ég á rannsókn-
arstofu hjá Dungal, seldi miða í Tjarnarbíói, svo prjón-
aði ég á prjónastofu hjá mömmu. Þá hef ég verið flug-
freyja og svo síðast en ekki sízt eiginkona.
— Svo við snúum okkur aftur að leiklistinni. Elvaða
hlutverk hefur þér þótt skemmtilegast?
— Það er erfitt að svara því. Flest hlutverk hafa eitt-
hvað skemmtilegt við sig. Hins vegar verður fyrsta
hlutverkið mér minnisstæðast. Ástæðan er auðvitað sú,
að þá kom ég inn í þetta alls óreynd og kunni ekki
nokkurn skapaðan hlut. Það bar svo margt nýtt og
skemmtilegt fyrir augu. Annars get ég ekki gert upp
á milli hlutverkanna.
— Hverrar tegundar hafa þau einkum verið?
— Ég hef alltaf leikið ungar stúlkur, sumar sveita-
rómantískar. En hlutverkin eru öll breytileg.
Sá tiu mánaða fer nú að gráta, og Bryndís þarf að
Heima er bezt 91