Heima er bezt - 01.03.1957, Qupperneq 10

Heima er bezt - 01.03.1957, Qupperneq 10
PÆTTIR ÚR VESTURVEGI eftir Steinclór Steindórsson jrá Hlöhum FRÁ ITHACA TIL MINNEAPOLIS. Niagara. ftir kyrrðina og hvíldina í Cornell hófst nú nokkurra daga hraðferð, þar sem naumast var staðið lengur við en krían gerir á steininum. Frá Ithaca fór ég föstudagsmorguninn 28. sept., og var kominn næsta þriðjudagskvöld norður til Minneapolis, og hafði þá skoðað Niagarafossa og og komið við í stórborgunum Detroit og Chicago. Frá Ithaca fór ég með járnbraut norður til Buffalo, er það um 3 stunda ferð. Leiðin liggur fyrst eftir dal meðfram Cayugavatni, en síðan um marflata sléttu, er Buffalo nálgast. Nú voru haustlitir skóganna að ná hámarki fegurðar sinnar. Hvarvetna, þar sem skógar- lundar eða einstök tré voru, skörtuðu þau í hinu undur- samlegasta litaskrúði. Rauðir litir í ýmsum tilbrigðum yfirgnæfðu, en einnig bar þar mikið á margskonar gul- um litum, og allar blöndur og tilbrigði þessara lita frá nær því gullnum blæ til hárauðs. Hlynir og eikur skarta með rauðum lit, en aspir og víðir með gulum. Þessir fjölbreytilegu haustlitir eru eitt sérkenni náttúrunnar í Norður-Ameríku, en hvergi þó fremur en í Nýja- Englandsríkjum og umhverfis vötnin miklu. Farið var um nokkur smáþorp, en annars virtist byggðin ekki þétt. Akrar og engi voru hvarvetna slegin og hirt, en sums staðar voru menn að brenna illgresi og úrgang. Hey var í miklum stökkum, ekki ólíkum tilsýndar og hér heima, en er betur var aðgætt, var þar hlaðið saman vírbundnum böggum. Þegar til Buffalo kom, þóttu mér viðbrigðin mikil að koma úr heiðríkju og hreinu lofti sveitanna inn í verksmiðjurykið og reykinn, sem lá yfir borginni, en iðnaður er þar mikill. Ekki hafði ég nokkra viðdvöl þar í borginni, ók ég beint til Greyhoundstöðvarinnar í miðbænum og þaðan áleiðis til Niagara. Bílstjórinn, sem flutti mig, lét móðan mása um borgina, sem hann var sýnilega stoltur af, og vildi fræða þenna ókunna ferðalang sem bezt um. Benti hann mér í alla merkis- staði, sem við ókum framhjá. Enda þótt flestir stéttar- bræður hans, sem ég hitti á ferðalagi mínu, væru góðir viðskiptis og skrafhreifnir, bar þessi þó af. Frá Buffalo er um þriggja stundarfjórðunga akstur til Niagarafossanna. Fossarnir eru tveir, Bandaríkja- megin er Ameríkufoss (American fall), en Skeifufoss (Horseshoe fall) nær Canada. Milli þeirra er Geitarey. Frá engum einum stað er útsýn yfir báða fossana sam- tímis. Til þess að sjá þá sem bezt, tók ég mér far með bátnum „Maid of the mist“, sem fer á hálftíma fresti inn undir fossana. Urn leið og stigið er á skipsfjöl, fá allir farþegar olíukápur og hettur miklar,enda veitir ekki af, því að úðinn er eins og hellt sé yfir mann úr fötu, og súgurinn af fossinum svo mikill, að maður sýpur hveljur, þegar næst er komið fossunum, en báturinn hoppar á öldunum eins og í stórsjó væri. Er í senn ægi- legt og tilkomumikið að sigla inn undir fossana, eink- um Skeifufossinn, sem bæði er stærri og formfegurri en hinn. Enda þótt vatnsmegin fossanna sé gífurlegt og þeir stórkostlegir í hvívetna, þótti mér þó minna til koma, en ég hafði búizt við. Og engum skugga varpa þeir á fossana okkar hér heima á íslandi í mínum huga, þótt ólíku sé sama að jafna um vatnsmegin. Gljúfrið fyrir neðan fossana er með þverhníptum klettaveggjum, en hvarvetna, sem nokkur fótfesta er sýnileg, vaxa tré og runnar. Fór litskrúð þeirra undra vel við fljótið og fossana. Er ég hafði skoðað mig um við Niagara, eins og mig lysti, hélt ég á ný til Buffalo, og út á flugvöll og nær samstundis upp í flugvélina, sem flutti mig til Detroit. Bílaborgin mikla. Með fluginu til Detroit hófst flugferðalag mitt um Bandaríkin. Mátti svo heita, að flugvélin væri eina farartæki mitt upp frá því. Gott er að ferðast með amerískum flugvélum. Varla er maður fyrr kominn á Niagarafossar. Ameríkufoss ncer, en Skeifufoss fjcer, ásamt brúnni yfir Lawrencefljótið. 94 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.