Heima er bezt - 01.03.1957, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.03.1957, Blaðsíða 15
utarlega í borginni suður með Michiganvatninu, nálægt Chicago-háskóla. Þar er sýnd þróun iðnaðar og tækni, að ég hygg á öllum þeim sviðum, sem snerta daglegt iíf manna og þjóðfélagið í heild. í einum af forsölum safnsins var líkan af landssvæði, þar sem sýnd var nú- tímabyggð, með borgum, sveitum, samgöngutækjum, vegum, flugvöllum, rafstöðum, eða í stuttu máli sagt allt umhverfi amerísks borgara nútímans. Til dæmis um hvernig hlutirnir eru sýndir þarna, má nefna timburiðnað og efnaframleiðslu úr timbri. Fyrst eru sýnd trén í skóginum á ýmsum vaxtarskeiðum, frá kímplöntu til fullvaxins trés. Ýms líkön eru þar til að sýna, hvernig vöxtur trésins fer fram og hvernig það eykur efnismagn sitt með vinnslu efna úr lofti og jörðu, eitt t. d. af vökvarásinni og uppsogi vatnsins, og dreif- ingu þess til hvers einstaks líffæris og plöntuhluta. Þá var sýnt skógarhöggið, allt frá frumstæðu axarhöggi til vélsagar nútímans. A sama hátt var timburvinnslan sýnd, bæði .með frumstæðum handverkfærum og í nú- tíma verksmiðju. Sérstök deild var helguð allskonar efnavinnslu úr viði, var þar bæði pappír, plast og önn- ur gerviefni. Var einkum margt sýnt þar af plastiðnað- inum, og þeim möguleikum, sem eru fyrir hendi á því sviði. Á líkan hátt og þetta, er hver greinin eftir aðra tekin fyrir, t. d. matvælaframleiðsla, samgöngur á sjó og landi, og námugröftur. I sambandi við hann er mönnum gefinn kostur á að koma niður í kolanámu, sem vinnur þar í grennd, en því miður hafði ég ekki tíma þar til. Þá er sýnd tækniþróun landbúnaðarins á öllum sviðum, sími, sjónvarp og útvarp, svo að eitt- hvað sé nefnt. Þar sem vélar og tæki voru ekki of stór til þess, að þeim væri komið fyrir í sýningarsölunum, voru þær sýndar, en annars smækkuð líkön. Voru þau oft sýnd í fullum gangi, t. d. olíudæla. Þá voru og sýnd- ar kvikmyndir til frekari skýringar. Tími sá, er ég hafði til umráða, til að skoða þetta safn, var langt of lítill, til þess að um nægilega skoðun væri að ræða. En hitt gegnir þó furðu, hversu margt er hægt að sjá þar á stuttum tíma, sakir þess hversu haganlega öllu er fyrir komið, en slíkt er, sem fyrr segir, einkenni allra safna Ameríkumanna. Ég hef fjölyrt svo um þessi söfn, af því að þau voru hin stærstu, er ég skoðaði, og þau geta skoðast sem samnefnari hinnar fullkomnu safnatækni í Bandaríkjunum. Eftir tvo sólríka daga, með miklu annríki, kvaddi ég Chicago og flaug áleiðis til Minneapolis. En með ltomu minni þangað hefst nýr þáttur, því að þá er ég um skeið á slóðum íslendinga. St. Std. Rekamálið eða plankamálið Framhald af bls. 93. ---------------------------- hún hélzt, þó færðin þangað væri illfær og veður vond. Nú er því svo farið í Skaftafellssýslu, að víða er æði löng leið frá bæjum til sjávar og vandrötuð í þokum og vondum veðrum. Rekafjörurnar í Skaftafellssýslum eru langar. Þær ná frá Eystra-Horni til Jökulsár á Sól- heimasandi, og voru áður fyrr taldar rekasælar. Var þeim skipt niður á milli sveita og bæja eftir landamerkj- um og þóttu mikil hlunnindi. Bendir margt til þess, að fjörueigendum var mjög annt um rétt sinn til þessara hlunninda, meðal annars ýmis mál, er spunnust út af reka. Þá voru og til fjörumörk. Trén voru mörkuð eigendum, þau sem þóttu mikils virði. Tæki þau út af fjörunni aftur, mörkuð og ræki upp á fjörur annarra eigenda, sýndi fjörumarkið hinn löglega eiganda. Kunn- ugt var um skeið málið, sem reis út af rekaþjófnaði á trjáviði í Rangárvallasýslu og Páll Briem, síðar amt- maður, fjallaði um, og seinna Einar Benediktsson sýslu- maður og skáld, er þá varð dómari Rangæinga. Eru í minni ummæli hans við seinasta réttarhald hans í þessu máli, en hann var þá að fara til útlanda. Er réttarhald- inu lauk, komst hann svo að orði: „Jæja, piltar, nú er ég að fara til útlanda urn tíma, og á meðan verðið þið að spila upp á ykkar eigin spýtur.“ Fjörunum var skipt niður eftir landamerkjum milli sveita og bæja, og hlutu á þann hátt ýmis nöfn. Sumar voru nefndar eftir löngu horfnum bæjum, t. d. Ból- hraunafjara og Dynskógafjara. Er sú fjara kunn af ný- afstöðnum málaferlum, en meðan á þeim stóð, færði sjórinn sig ofurlítið upp í landið og breiddi yfir deilu- efnið, sem var verðmætt járn. Þarna færði sjórinn sig upp í sandinn, en hitt er algengara, að bylgjur hans færi sand að fjörunni, svo landið færist út og stækki. Þannig minnist ég þess, að móðir mín sagði frá því, að þegar hún var barn (urn 1830), var steindrangurinn út af Hjörleifshöfða í sjó úti, en er nú langt uppi á jMýrdalssandi. Staðarbólshamrar eru upp af miðjum fjörum Þykkvabæjarklausturs, eða lítið eitt austar. Það var þá dálítill kippur frá þeim til sjávar. Þeir voru þá það háir, að heimilishrafninn okkar verpti þar alltaf, ár eftir ár. Við börnin höfðum gaman af því að standa uppi á hömrunum og virða fyrir okkur laupinn hans, snilldarlega hlaðin úr spýtukubbum, og eggin 4 í laupn- um. Nú hefur sandfok hækkað fjöruna og hrakið krumma í burtu, og sézt nú lítið eftir af Staðarbóls- hömrunum. Líkt er ástatt um áðra hamra þarna. Þar heita Alviðruhamrar, og munu hafa hlotið nafn sitt af fjöru, sem heitir Alviðra. Sú fjara var vestan við hamr- ana og var áður fyr orðlögð fyrir það, hve rekasæl hún var. Gamlir menn sögðu, að hún hefði fengið nafnið af því, að hún hefði svo oft verið alþakin viði. En víðar um land er þetta nafn, og orðabókarhöfundurinn, Sigfús Blöndal, segir, að það þýði veðursæld. Alviðruhamrar náðú langt út í sjóinn, þegar ég var barn, fyrir um það bil 80 árum. Þá náði fjaran að hömrunum, sitt hvoru megin, þó háfjara væri. Nú hefur aðburður af sandi og sandfok fært landið svo mikið út, að skeið- ríða má um háflóð neðan undir hömrunum. Þetta sýnir, að á hinni hafnlausu, löngu strönd fyrirSuðurlandi verða margar breytingar, sem sjávargangur, eldgos, jökulár og sandfok veldur. Framhald. Heima er bezt 99

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.