Heima er bezt - 01.03.1957, Qupperneq 18

Heima er bezt - 01.03.1957, Qupperneq 18
Og þá er nú þessi stundum kveðin í göngum: Getur vínið geðið létt, greitt úr flestum vanda. Nú skal ríða næsta þétt norður eyðisanda. (Göngur og réttir.) Ásgrímur á Ásbrekku gerði eftirfarandi vísu um Ágúst á Hofi í Vatnsdal: Þó að falli frostélin og fari að halla degi. Ágúst fjalla-foringinn finnur alla vegi. (Göngur og réttir.) Beinakerlingavísur svo kallaðar voru löngum gangna- mönnum gaman. Hér er ein eftir Gísla Olafsson: Vel sá kynna vildi sig, vanur að grynna trega. Brúnar-Finnur beiddi mig bónar innilega. Og einhverntíma hefur þessi verið rauluð í göngum og á gatnamótum: Veginn ríðum við í kveld, varla kvíðum trega. Okkur líður, að ég held, alveg prýðilega. Innan sleiki eg askinn minn, ekki er saddur maginn. Kannast ég við kreistinginn Kóngs- á -bæna daginn. Klukkan átta hringir hátt, henni bágt það gengur. Ekki máttu sitja sátt seimagáttin lengur. Fallega Skjóni fótinn ber framan eftir hlíðonum. Af góðum var hann gefinn mér, gaman er að ríða ’onum. Litli Skjóni leikur sér, lipurt hefur fótatak. Pabbi góður gaf hann mér, gaman er að skreppa á bak. Heitir Valur hundur minn. Hann er falur varla. Alltaf smalar auminginn upp um sali fjalla. Áfram veginn vonda ég held, vill hann eigi skána. Þótt halli degi og komi kveld, kvíði ég ei á Grána. Eg skal hlæja, á meðan má, mínu hægja sinni, til að bægja böli og þrá burt úr samvizkunni. Þá kemur hér ein enn gömul og góð á sinn hátt. Hún minnir á þá tíma, þegar siður var að færa frá og sitja yfir lömbunum, fyrstu dagana eftir að þau voru tekin frá mæðrum sínum: Raun er að vera rassvotur, raun er að vera syfjaður. Raun er að hafa rýrt í vömb, raun er að missa stekkjarlömb. Og svo er bezt að enda þessar rétta- og gangna-vísur með þessari alkunnu vísu, sem alls staðar sómir sér vel: Kvölda tekur, setzt er sól, sveimar þoka um dalinn. Komið er heim á kvíaból kýrnar, féð og smalinn. Nú koma hér nokkrar gamlar vísur, sem mér finnst, að eigi hér heima, þótt ég, því miður, hafi ekki neina vissu fyrir því, hverjir séu höfundar þeirra. Sumar þeirra fela í sér bendingar um siði, hugsunarhátt og kjör fólks á þeim tíma, sem þær voru ortar: Komdu hingað kindin mín, kokkurinn vill þig finna. Hann gefur þér brauð og brennivín, bláan klút og tvinna. Bregður vana varla sá, var sem Brana í spori. Þegar Hrana ég er á, ýta mana þori. Glaður jafnan er ég á öllum vina-fundum, gæfan þó að gangi hjá garði mínum stundum. (Sögð eftir Jónas Jónsson frá Grjótheimi.) Mörg er hvöt til mótlætis, mín er glötuð kæti. Eg á götu gjálífis geng ólötum fæti. (Sögð eftir Baldvin skálda.) Framhald. 102 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.