Heima er bezt - 01.03.1957, Side 19

Heima er bezt - 01.03.1957, Side 19
PÁLL BERGPÓRSSON, vehurfrœhingur: VEÐRIÐ í JÚLÍ 1956 -rÚLÍ er að jafnaði hlýjasti mánuðifr ársins um land ailt. Um allt sunnanvert landið og í innsveitum Norðurlands er hitinn þá í meðalári 11 stig á lág- lendi eða vel það. Á Suðurlandi mun einn hlýjasti bletturinn vera Fljótshlíðin. Ber þar margt til. Sveitin er suðlæg og liggur vel við sól, er í töluverðri fjarlægð frá sjó, þó ekki hátt, en auk þess skýlir Eyjafjallajökull all- niikið fyrir austanúrfelli og greiðir ský frá sólu. Hér mun meðallagshitinn vera allt að því 12 stig í júlí. Hlýj- ustu sveitir norðan fjalla munu vera Eyjafjörður og innstu sveitir Fljótsdalshéraðs, við Löginn. Þar er júlí- hitinn í meðalári liðlega 11 stig, en hann lækkar ört, þegar nær dregur norður- og austurströndinni, verður aðeins 8 stig á Hornströndum og yztu annesjum Aust- fjarða. Þessi júlímánuður var tiltölulega hlýjastur á Suð- austurlandi, þar náði hann meðallagi, en annars staðar var hann í svalara lagi. Tiltölulega kaldast var um vestanvert Norðurland, þar var hitinn meira en einu stigi lægri en í meðalári. Það kom oft fyrir, að á Norðausturlandi væri sól og hiti, þótt súld og þokur legðu inn Skagafjörð og um Húnaþing. Meðalhitinn í Reykjavík reyndist 10.7 stig, en 9.9 stig á Akureyri, tæp 9 stig á Hólum í Hjaltadal, en 11 stig í Kirkju- bæjarklaustri. Einna hæst mun hitinn hafa stigið á Hólum í Hjaltadal, 25.7 stig þann 13., en margar veður- skýrslur eru ókomnar enn, og getur hafa orðið hlýrra annars staðar. Úrkoman í júlí er í meðalári nokkru meiri en í júní, en 61/2% af ársúrkomu. Yfirleitt fer úrkoma og loftraki mjög vaxandi eftir því sem á sumarið líður. Að þessu sinni voru rigningar í minna lagi, allt niður í helming meðallags á Suðurlandi, en á Norðurlandi var úrkoman víðast um meðallag. í Reykjavík mældist 21 mm, 26 á Akureyri, 60 á Fagurhólsmýri, 35 í Flatey á Breiða- firði og 51 í Reykjahlíð við Mývatn. Sólskinið í Reykja- vík var 163 klst., 38 st. minna en í meðalári, og raka- stigið í Reykjavík var til jafnaðar 81%, það er líkt og í meðaljúlí. Þrátt fyrir það að júlí var sumsstaðar kaldur, mátti tíðarfarið kallast gott. Sprettan er nær allsstaðar talin góð, sennilega víðast betri en í fyrra, þótt hitinn væri hærri þá, og miklu hærri austan lands og norðan. Yfir- leitt skiptust nú á þurrkar og vætur, en hvorttveggja er svo bezt, að það komi í hæfilegum skömmtum. Einna erfiðast mun tíðarfarið hafa verið um vestanvert Norð- urland, þar voru þurrkleysur, en jafnframt kalt í veðri. En óhætt er að fullyrða, að hvergi á landinu var nú óþurrkatíð, sem líktist neitt þeim votviðrum, er dundu yfir Suður- og Vesturlandi í júlí í fyrra. Veður var yfirleitt gott til síldveiða, mun stilltara en á sama tíma í fyrra, þótt það spilltist með norðanbrælu, þegar leið að mánaðamótum. Ég ætla að nota tækifærið og þakka þeim, sem hafa sent mér greinagóðar upplýsingar um saltstorminn, sem gekk yfir Vesturland þann 27. maí s. 1. og olli skemmd- um á gróðri. Æskilegt væri þó, að fleiri vildu senda mér línu um þennan fátíða viðburð. Utanáskrift mín er: Veðurstofan, Reykjavík. Nú stendur heyskapur sem hæst. Lengi hefur hann verið mjög háður veðrinu og er enn, þótt nokkur breyting hafi orðið á því í seinni tíð. Það hefur því lengi þótt mikils um vert að sjá fyrir veður um slátt- inn. Má sjá þess mörg merki í íslenzkum ritum, og er þó vafalaust, að meiri er að gæðum sú veðurþekk- ing, sem aldrei hefur verið á bók fest eða á lofti haldið. Margir menn hafa verið veðurglöggir hér á landi, en hitt er ótrúlegt, að þeir hafa treyst mikið á öll þau hindurvitni, sem mest ber á í gömlum veðurspám. Sannast að segja þá eru margar þeirra lítils virði. T. d. var það ákaflega útbreidd trú, að veðráttan á ákveðn- um dögum, merkisdögum, segði fyrir um tíðarfar á næstunni eða jafnvel löngu seinna. Ekki virðist nokkur skynsamleg ástæða til að taka fremur mark á þessum dögum en öðrum. Vindarnir á hinu órólega Átlants- hafssvæði eru óstýrilátari en svo, að þeir hagi ferð- um sínum eftir því, hvort í Þjóðvinafélagsalmanak- inu stendur, að þennan og þennan daginn sé Pálsmessa, kyndilmessa, riddaradagur eða boðunardagur Maríu, svo að eitthvað sé nefnt af merkisdögum þessum. Dagatrúin lýsti sér mest í því, að menn héldu, að tiltekinn tíma á eftir, viku, 18 daga, jafnvel 40 daga, mundi viðra Iíkt og á merkisdaginn. í þessu er að vísu örlítill sannleikur fólginn. Þótt veðráttan sé óstöðug Heima er bezt 103.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.