Heima er bezt - 01.03.1957, Side 23
Kvæðið er 56 erindi það afrit, sem ég hef í höndum,
en líklega eru erindin enn fleiri. Þetta kvæði segir ná-
kvæmar en þjóðsagan frá ferð Árna suður um öræfi,
og hefur höfundur kvæðisins farið þar eftir gömlum
sögnum.
Fyrstu þrjú erindi kvæðisins eru þannig:
Árni ríður þá löngu leið,
sem liggur að Jökuldal.
Frá Vopnafjarðar verzlunarbúð
vakur bar fákur þann hal.
Idann heldur frá búð um hádegismund,
en svo hörð var og mikil hans reið,
að jóreykinn greina þeir glöggt á Dal,
þá gengur að miðaftansskeið.
Reynd voru lungu Rauðs til fulls,
þó rétt sé hann hestaval.
Hann hnígur niður við hlaðvarpann
á Hákonarstöðum á Dal.
Þarna er ferðatíminn nákvæmlega tiltekinn. Hann
fer um hádegi frá Vopnafirði og er kominn um mið-
aftan á Jökuldal að Hákonarstöðum, en þá er fákur-
inn fullreyndur og hnígur niður örmagna.
I þjóðsögunni segir, að Árni hafi keypt tvo úrvals-
gæðinga í Vopnafirði, og hafi þeir báðir verið þrotnir,
er hann kom að einhverjum bæ á Jökuldal.
Frá hádegi til miðaftans eru réttir 6 klukkutímar. —
Líklega hefur Árni farið svonefnda Tunguheiði, og er
þá komið á Jökuldal, ekki alllangt frá Hákonarstöðum.
Ekki hef ég farið þessa leið, en eftir athugun á íslands-
korti ætti þessi frásögn í kvæðinu að geta staðizt.
En á Hákonarstöðum byrjar ævintýrið. Þar fær Ámi
þennan úrvalsgrip, sem ber hann að Þingvöllum á þrem-
ur dægram eða 36 klukkustundum, ef farið er eftir frá-
sögn þjóðsögunnar. Ekki hef ég athugað vegalengdina
nákvæmlega, en líklega er leiðin um 270 km, og hefur
því Árni farið 90 km á hverjum 12 stundum. Ekki er
þessi hraði ofviða traustum hesti í eitt dægur (12 stund-
ir), en frábært afrek af einum hesti í þrjú dægur.
Kvæðið segir svo frá því, er Ámi sér gæðinginn, er
hestar eru reknir heim á Hákonarstöðum, og falar hann
af bónda. En bóndi telur, að Árni sé hestaníðingur og
lætur ekki folann falann. Þó fer svo að lokum, er bóndi
hefur heyrt sögu Árna og veit, að hann er sonur bisk-
upsins, að hann lætur undan og segir Árna að taka gæð-
inginn. Var hann þá handfljótur að taka hnakkinn af
örmagna reiðskjótanum og leggja hann á brúna, sívala
gæðinginn, enda hafði Árni þá boðið fyrir hann þrjár
jarðir, sem voru eign biskups á Austurlandi, og bóndi
hefur vafalaust kannazt við.
Næsti áningarstaður Árna er hjá „kvíunum fremri á
Brú‘, eins og segir í kvæðinu, en Brú er efsti bær á Jök-
uldal, og þaðan hefur Árni lagt á öræfin. — En gamla
konan við kvíarnar á Brú þekkir gæðinginn. Hún lætur
líka hestinn njóta þess og gaf honum fulla fötu af mjólk
Brúin A Jökulscí d Dal hjd Fossvöllum.
og stakk upp í hann smjörsköku (þ. e. smjörtöflu), er
hann hafði lokið mjólkinni. Gamla konan segir ÁrnaT
að hún hafi alið hann í búrinu hjá sér og oft gefið
honum mjölköku og smjörbita.
„Ég breiddi á þig brekán um nætur,
í búrinu mínu þú gekkst,“
segir hún og klappar folanum blíðlega. Og enn hjalar
hún við hestinn:
„Og allt er það öðrum að kenna,
að ungur þú barst frá mér,
því skálkur um skuld mig krafði,
en skuldin var greidd með þér.“
Árni kvaddi svo gömlu konuna og gaf
pening,
„og hæverskur hattinum lyfti
og heldur svo vestur frá Brú.“
Enn rekur kvæðið ferðasöguna, þar til Árni nálgast
Þingvöll og liðin eru þrjú dægur. Hann ávarpar þá gæð-
inginn og hvetur hann til að duga vel síðasta áfangann
og segist skuli láta hann njóta þess.
„Þá skal ég ei bera þér bitil í munn,
né beita þig sporum á ný.“
Þegar svo Árni loks þeysir inn á Þingvöll, taka svein-
ar biskups á móti honum, því að þeir hafa þekkt hann
álengdar, og biður Árni þá að hlynna vel að hestinum
og koma honum í haga. Brúnn var leirugur og nær ör-
magna eftir síðasta sprettinn, en þó segir svo í. kvæðinu,
og á það að sýna, að ekki hafi fjör gæðingsins verið
alveg þorrið:
„Og sveinarnir biskupsins fara með fák,
og flestum ber saman um það,
að þá hafi betur ei borið neinn klár,
né brunað eins vakurt í hlað.“
henni gull-
Heima er bezt 107