Heima er bezt - 01.03.1957, Síða 28
en Jóhanna hopaði undan, „og hvílíkur skóli og skóla-
félagar, að enginn skuli hafa manndáð í sér að segja þér
hve lúaleg framkoma þín er. — Þú þykist vera vinstúlka
hennar, en til þess að sleppa við ávítur, samþykkir þú
að tífalda afbrot og hegningu Jennýjar. — Og núna
á eftir á hún, sem stendur þér miklu framar, þótt þú
hafir laglegt andlit, að biðja þig fyrirgefningar, eins og
hún hefði brotið eitthvað af sér gagnvart þér. — Nei,
veiztu hvað, þú hefðir átt að gera, hrokafulla, hreykna
skólasystir? — Þú hefðir átt að segja, að þið hefðuð
hjálpast að með að reikna dæmið, af því að hún hefði
ekki skilið það. — Þú hefðir átt að segja, að þið hefðuð
unnið saman, en ekki gætt þess að breyta orðalagi á
skýringunum. Þá hefði refsing Jennýjar orðið miklu
mildari. Þá hefðir þú reynzt henni eins og sönn vin-
stúlka, skilurðu. En þá hefðir þú orðið að „skrökva“, og
það þykir þér Ijótt; en mig langar til að spyrja: Hvað
kallar þú þetta, sem þú hefur gert? Er það ekki ljótara
en að skrökva? En nú ætla ég að segja þér eitt: Ef þú
ferð ekki nú þegar til ungfrú Prior og segir henni allt
eins og það er, þá — þá skal ég sjá svo um, að þú fáir
makleg málagjöld, ræfillinn þinn.“
Það ríkti dauðaþögn meðan Maud lét dæluna ganga,
nema ekkastunur heyrðust frá Jóhönnu. — Maud þagn-
aði og strauk af sér svitann með vasak'útnum, en augun
leiftruðu af réttlátri reiði. — Þá steig Lilja eitt skref
fram og vildi taka upp hanzkann fyrir Jóhönnu. Með
sjálfri sér viðurkenndi hún þó álit Maud á framkomu
Jóhönnu, en hvað vildi þessi nýkomni nemandi vera að
setja oían í við allan bekkinn. Hún svaraði því rólega
og virðulega, eins og henni bar, þar sem hún var sú elzta
í hópnum:
„Það er alveg óþarfi hjá þér að vera að halda slíka
ræðu. Þú gleymir því, að ennþá hefur þú ekki verið
heilan dag í skólanum. Jafnvel bezta nemandanum í
skólanum getur skjátlast. Ef Jóhanna hefði gert sér
fulla grein fvrir afleiðingunum, þá hefði hún, ef til vill,
komið öðruvísi fram. En svo hafði hún líka lofað Jenn-
ýju að samþykkja hvað sem hún segði.“
„Slíkt loforð var einkis virði,“ svaraði Maud, og efri
vörin tiraði af geðshræringu. — „Réttlætistilfinning
hennar hlaut að segja til sín, svo að hún gleymdi slíku
loforði. — En henni finnst víst að hún hafi sloppið vel,“
bætti Maud við háðslega.
„Þú skilur það þó,“ svaraði Lilja, „að því meira, sem
um þetta er rætt hér eftir, því verra verður það.“
„Betra er þó að viðurkenna sök sma, en bæta við
hana,“ svaraði Maud. — „En allt í lagi. Ég hef aðvarað
Jóhönnu. Hún gerir það, sem henni finnst réttast.“
„Uhú,“ snökkti Jóhanna. — „En ég þori ekkert að
gera. Ég veit ekki hvað ég ætti að segja.
Allt í einu stóð Jenný í miðjum hópnum. Hún hafði
heyrt síðustu setningarnar.
„Hvað er að ykkur?“ sagði hún glaðlega. „Verið
ekki svona æstar.“
„Æ, Jenný,“ snökti Jóhanna. „Maud heimtar að ég
segi frá öllu eins og það var.“
„Elskan mín! Ertu alveg frá þér! Ég hef fengið ávít-
ur. Það er allt og sumt,“ sagði Jenný hughreystandi. —
„Þú varst líka alveg saklaus, svo að þetta er allt eins og
það á að vera. Gráttu ekki svona, Jóhanna mín. Þú lítur
svo hræðilega út, svona rauðeygð og útgrátin.“
Þarna hitti Jenný veikustu hiið Jóhönnu. Að líta vel
út. Það var hennar yndi. Hún þerraði tárin vandlega
með vasaklútnum, og í því var hringt og allur hópurinn
þyrptist að dyrum kennslustofunnar, en Jenný gekk
hiklaust til ungfrú Prior forstöðukonu og rétti henni
þegjandi hið umrædda bréf með áritun frænda síns.
„Hvað sagði frændi þinn?“ spurðí forstöðukonan.
„Það þarf ég ekki að hafa eftir,“ svaraði Jenný sam-
stundis, og gekk á sinn stað í röðinni, en forstöðukonan
stóð eftir orðlaus og undrandi.
Jóhanna gekk til sætis síns ásamt hinum stúlkunum,
en Maud settist ekki. Hún stóð við borðið sitt og benti
með vísifingri á Jóhönnu og sagði reiðilega: „Ætlarðu
að segja það eða ætlarðu ekki?“
„Æ, nú er það alltof seint. Ég get ekki meira,“ stundi
Jóhanna.
„Nei, þú gerir það ekki.u
Nei — og ég....“
„Þú veizt þá. hvað ég hef sagt,“ sagði Maud og settist
niður, en Jenný kom raulandi í sæti sitt og tilkynnti há-
tíðlega:
„Grand spectacle concert varie.
„Grand spectacle concert varie. — Framkoma stúlkn-
anna, Jennýjar Marle og Jóhönnu van Laer. Samtalsefni
dagsins.“ — Og nú fékk hún áminningu, því að hún tal-
aði hollenzku.
Nú byrjaði handavinnutími. — Allar stúlkumar sett-
ust við sauma. Þær saumuðu allar sama stykkið'. Skyrtu,
sem var of stór fyrir brúðu, en of lítil fyrir barn. —
Leiðinlegt verk, sem engin mannleg vera gat haft gagn
eða ánægju af. — Nanna sagði, að heldur vildi hún
deyja úr hungri, en leggja fyrir sig saumaskap. —
Skyrta Jennýjar lá oftast undir borðinu, óhrein og
krumpin. — Það var Jóhanna ein, sem hafði lokið við
skyrtuna og var nú að byrja á buxum af sömu gerð. —
Oft var mikið talað í handavinnutímunum, það var föst
venja, en aldrei hafði þó skrafið gengið eins liðugt og
í dag. Hver og ein vildi láta í ljósi ^ína skoðun á málinu
við sessunaut sinn. — Maud hafði orðið að færa sig í
annað sæti, af því að Jenný hafði verið dæmd til ein-
veru. — Jenný tónaði í hálfum hljóðum: „Ich bin allein
auf weitem Élur,“ og þóttist "ætta sig við sín forlög.
Þegar liðnar voru um 10 mínútur af tímanum, kom
ungfrú Prior inn. — Dóminn átti að birta.
„Stúlkur mínar,“ hóf hún mál sitt. „Hér á meðal vor
er nemandi, — Henrietta van Marle, komdu hér upp að
kennaraborðinu, — sem hefur sýnt svo lúalega og
óheiðarlega framkomu í skólanum, að ég vil að þið, sem
daglega umgangist hana, vitið um það. — Eftir það get-
ur hver ykkar ákveðið með sjálfri sér, hvort hún vill
nokkuð samneyti eiga við slíka stúlku.“
Jenný stóð með hendur fyrir aftan bak við hlið for-
112 Heima er bezt