Heima er bezt - 01.03.1957, Side 29
stöðukonunnar, meðan hún talaði, og á svip hennar gat
enginn séð, að henni kæmi þessi ræða neitt við.
Jóhanna grúfði sig yfir buxurnar, sem hún var að
sauma, en fann það glöggt, að Maud horfði stíft á hana.
Hún átti í harðri baráttu. Skyldi Maud krefjast þess af
henni að hún segði allan sannleikann? Nei, hún gat
varla verið svo harðbrjósta. — En þegar Jenný kom að
borðinu til hennar til að biðja hana afsökunar, eftir
skipun ungfrú Prior, þá fannst henni sem jörðin myndi
gleypa sig, og hún fyrirvarð sig svo, að tárin hrundu
niður kinnar hennar af einskærri sneypu.
„Hún grætur af meðaumkun,11 hugsaði forstöðukon-
an og hélt áfram ræðunni, og lagði þunga áherzlu á
hvert orð: „Jenný hefur stolið fullreiknuðu dæmi úr
skrifborði Jóhönnu, afritað það og látið það svo aftur
á sinn stað. — Þetta stolna dæmi hefur hún svo afhent
kennaranum, sem sína heimavinnu. Sérhver ykkar skil-
ur það og viðurkennir, að slíkur verknaður, að laumast
í skrifborð vinstúlku sinnar og taka þar hennar eigin
verkefni, sem hún hefur að fullu lokið við, er svo lúa-
legt að Jenný verðskuldar, eftir þessari framkomu sinni,
fyrirlitningu ykkar allra. — Jenný, nú skalt þú, í viður-
vist skólasystra þinna, með skýrum orðum og auðmjúk-
um, biðja Jóhönnu fyrirgefningar á athæfi þínu.“
Blóðið þaut út í kinnar Jennýjar, og hún varð eld-
rauð í framan. Nei — nú fannst henni fulllangt gengið.
— Atti hún að auðmýkja sig út af verknaði, sem hún
hafði alls ekki framið? — En Jóhanna var víst alveg frá
ráði og rænu, og hún var neydd til að gera það, sem
krafizt var af henni. — En í því að hún herti upp hug-
ann og gekk nær Jóhönnu, en allar skólasystur hennar
höfðu fest augun á henni, þaut Maud á fætur, kippti í
Jennýju og sagði:
„Farðu ekki! Þú mátt það ekki. Þetta getur ekki
gengið.“ — í sama bili sneri hún sér að stúlkunum, sem
störðu undrandi á hana, og kallaði háum rómi, en rödd
hennar skalf af reiði: „Segðu sannleikann, Jóhanna.
Annars segi ég hann.“ — En þegar Jóhanna grúfði sig
grátbólgin, enn meira en áður, yfir þessar fínu buxur,
sem hún var að sauma, sneri Maud sér að forstöðukon-
unni og talaði skýrt og hæfilega hátt, svo að vel heyrð-
ist um alla stofuna:
„Ungfrú. Ég veit það vel, að ég er yngst af stúlkun-
um hérna, og ég hef enn ekki verið heilan dag í þessum
skóla, og hef því varla fullan rétt til að blanda mér inn
í málefni skólans, en ég held, að það sé skylda hvers
manns að hindra það, að saklaus sé órétti 'beittur. Ég
ætla því að segja yður, hvað ég tel að Jóhanna hefði
átt að gera, ef nokkur dugur hefði verið í henni.“ —
Hér gaf hún örstutta málhvíld.
„Nei, Maud. Þú mátt þetta ekki,“ hrópaði Jenný í
bænarrómi, en Maud lét ekki hindra sig, og hélt áfram,
en hvert orð hennar snerti Jóhönnu, eins og svipuhögg:
„Jenný afritaði dæmi Jóhönnu í gærkveldi, er þær
stallsystur voru í boði hjá henni, með hennar leyfi. Það
var vitanlega á móti skólareglunum, en þetta kemur þó
oft fyrir, eins og þér eflaust vitið. — En Jenný bjó þessa
sögu til. af því að hún úldi hlífa Jóhönnu vinstúlku
sinni, og þetta gerði hún, þótt hennar eigin sök tífald-
aðist við það. — Til þess hafði hún hugrekki og þrek, og
þetta gerði hún aðeins til að hlífa þessu „engilbarni“ og
forða því frá smávegis áminningu. — Og þótt Jenný af-
ritaði hundrað dæmi, sem Jóhanna hefði reiknað, þá
væri hún miklu heiðarlegri en Jóhanna, sem tók því með
þögn að vinstúlka hennar tæki alla söldna á sig, með
velheppnaðri lygasögu. — Mér þykir það mjög leitt að
verða að segja þetta, en ég aðvaraði Jóhönnu og sagði
henni að segja sannleikann. Ég gat ekki látið þetta hlut-
laust.“
Maud þagnaði snögglega og greip andann á lofti, en
Jenný stóð álút með tár í augum, eins og sök hennar
væri sönnuð, en ekki saldeysi.
En ungfrú Prior. Hún var í miklum vanda stödd. —
Eins og oft áður, rak hún sig nú á það, hve hættulegt
það er, að láta stundar reiðikast ráða og gefa sér ekki
tíma til að athuga málin. — Þegar Jenný hafði með-
gengið brot sitt, svona óþvingað og opinskátt, þá hafði
hún aðeins hugsað um það eitt, hvernig hún gæti refsað
henni sem eftirminnilegast.
í kennslustofunni ríkti dauðaþögn um stund og vel
hefði mátt heyra saumnál detta. — Maud settist ánægð
í sæti sitt, en forstöðukonan reyndi að ná jafnvægi, og
spurði síðan óvenjulega vingjarnlega:
„Er þetta rétt frá sagt, Jenný?“
Jenný gerði sér upp léttan hlátur og svaraði sam-
stundis: „Úr því að svona er komið, þá þýðir ekki að
þræta, en mér þykir það mjög leitt, að Maud skuli hafa
sagt frá þessu. — En hún sagði ekki frá því, að Jóhanna
lofaði því að mótmæla engu, sem ég segði.“ Síðan gekk
hún að borði Jóhönnu og kyssti hana innilega og sagði:
„Gráttu ekki svona elsku „Kredit“. Það stoðar ekkert.“
Að því búnu fór hún aftur í sæti sitt og fór að sauma,
eins og ekkert hefði í skorizt.
En Jóhanna grét ennþá með þungum ekka, og ungfrú
Prior sendi eina stúlkuna eftir vatnsglasi fyrir hana. —
Forstöðukonan var orðin taugaóstyrk og kallaði til Jó-
hönnu höstum rómi, og var sá tónn óvenjulegur í henn-
ar garð:
„Jóhanna! Láttu ekki svona kjánalega. Hættu strax
þessu voli, eða ég rek þig út úr stofunni. Vertu hér eftir
klukkan 4, þegar hinar fara. Þá kem ég og tala við þig.
Jenný á líka að bíða mín hér.“
Eftir þessi orð stikaði forstöðukonan virðulega út úr
kennslustofunni.
Þegar hurðin lokaðist að baki hennar, rauk Nanna á
fætur og hrópaði í mikilli hrifningu:
„Lengi lifi Jenný!“ — Maud stóð upp og tók innilega
í hönd Nönnu, sagði eitthvað hljóðlega við hana og
settist svo aftur í sæti sitt við hliðina á Jennýju. — Ung-
frú Veronika var í mestu vandræðum. Hún vissi ekki
hvort „bannið“ á Jennýju væri enn í gildi, en réð þó af
að láta þetta hlutlaust.
í mörg ár minntist Jóhanna þessa dags í skólanum
sem leiðinlegasta dags í sínu lífi. Framhald.
Heima er bezt 113