Heima er bezt - 01.03.1957, Síða 30

Heima er bezt - 01.03.1957, Síða 30
IÍÉR BIRTIST ELLEFTI HLUTI AF HINNI SPENNANDI FRAMHALDSSÖGU OBOÐNIR GESTIR EFTIR JOSEPH HAYES Pegar Karl Wright hristi höfuðið, sá Jessi eða þóttist hálft um hálft sjá gætniglampa bregða fyrir í augum mannsins. „Við höfum gildar ástæður til að ætla, að menn þessir séu hér í bænum eða í grenndinni. Svona er málum háttað, herra Wright“ — Jessi hallaði sér fram á borðið — „að við höfum ástæðu til að ætla, að þeir séu einmitt í þessu hverfi, ef til vill í einhverju húsinu hér í nánd. Og þeg- ar tekið er upp á því að aka hring af hring.... “ En nú þagnaði hann andartak, hárviss um, að hann hefði séð breytingu verða á andliti mannsins. „Hvað er þetta, maður?“ spurði hann stuttlega og tókst á loft. „Ekkert.“ „Yður er ókunnugt um þetta.“ „Já, skiljanlega.“ „Þér hafið heldur ekki grun á neinum?“ „Nei.“ „Ljúgið ekki að mér!“ æpti Jessi. „Þér lítið út eins og ég hafi gefið yður utan undir!“ „Þetta er líka sannarlega reiðarslag fyrir mig. Eg hef aldrei — heyrt neitt þessu líkt.“ „Hvað voruð þér að gera í þessum bíl, herra Wright? Hvað er á seyði?“ Þá brosti Karl Wright, undarlega stirðu brosi, sem ekki náði upp í augun. „Tja, þessu víkur svo við, að vinstúlka mín á heima hér í grend. Og svo datt mér sú fjarstæða í hug, þegar þér sögðuð.... “ „Hvað heitir hún, Wright?“ Það varð svolítil þögn, sem Jessi Webb gat ekki þolað. „Hún heitir Allen,“ sagði Karl Wright ákveðið og einkar sannfærandi. „Constance Allen. En ég sá hana fara inn fyrir litlu síðan. Ég er viss um, að það er ekk- ert við hana að athuga.“ „Þér sáuð hana ganga inn? Þér fylgduð henni heim?“ „Nei. Ég get eins vel sagt yður sannleikann. Hún var úti með strák í kvöld. Þess vegna hef ég verið að þvælast þetta. Við Konní erum næstum trúlofuð. Eða svo hélt ég að minnsta kosti....“ Hann hristi höfuðið, og brosið kom aftur, en það komst ekki enn í augun. „Þetta er víst skrýtið hátterni, og ég ætti sennilega að skammast mín, af því að ég er afbrýðisamur, á ég við.“ „Hvar á hún heima, herra Wright?“ spurði Jessi þreytulega, um leið og hann settist aftur. „Ég get ekki skilið, að.... “ „Hvar á hún heima, herra Wright?" spurði Jessi hikandi. „Ég veit ekki númerið,“ sagði Karl, og brosið hvarf. „En hún er í skrifstofunni okkar inni í bænum, og að sjálfsögðu þekki ég húsið. Ég get flett því upp, ef yður sýnist svo.“ 114 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.