Heima er bezt - 01.03.1957, Síða 31

Heima er bezt - 01.03.1957, Síða 31
„Á hún heima á Breiðgötunni?“ „Rétt við. í Oxfordstræti.“ „Ágætt,“ sagði Jessi hægt, um leið og hann varp önd- inni og rétti út höndina eftir kaffibollanum. „Ég býst við, að við getum fundið það. Farið nú heim, ungi maður, og fáið yður blund. Gleymið þessu, skiljið þér? Gieymið því.“ ' Karl Wright sneri sér við og gekk til dyranna, en stanzaði, er lögreglustjóri sagði: „Eitt enn. Ef svo skyldi fara, að yður langaði til að segja frá þessu, herra Wright, vildi ég lesa fyrir yður bréf og biðja yður að hugsa um, hvernig þeim manni mundi innanbrjósts, sem skrifaði það. Þá freistizt þér ef til vill ekki til að hafa orð á neinu í nótt, á einhverj- um barnum — eða á skrifstofu yðar í fyrramálið.“ Jessi Webb gaf gaum að unga manninum, meðan hann las bréfið. Hann sá, að sömu tilfinningar gripu Wright og hann hafði sjálfur fundið til og fann til enn í hvert skipti, sem honum varð hugsað um örvænt- inguna í þessum línum. „Gerið ekki meiri hávaða en nauðsynlegt er, er þér setjið bílinn í gang, herra Wright.“- „Já.... þótt þér þekktuð húsið....“ „Já, hvað?“ „Mundi þá ekki vera hættulegt að umltringja það?“ „Hættulegast fyrir þá sjálfa,“ sagði Jessi biturt, gram- ur þessum unga málaflutningsmanni, að hann skyldi koma orðum að viðkvæmum hugsunum hans. „Mér datt í hug....“ En Karl lauk ekki við setn- inguna. Hann snerist á hæli og opnaði dyrnar. „Farið þér héðan úr hverfinu," hrópaði Jessi á eftir honum. „Þetta er skipun.“ Svo drakk hann úr bollan- um í einum teyg. „Þetta var ekki heimskulega spurt, Jessi. Hvað er þér svo í hug? Ef til vill sitja þeir nú heima hjá Allen- fjölskyldunni og eru í essinu sínu.“ „Við skulum rétt líta á kortið, Tom.“ „Hérna er það. En ég hef verið að hugsa um þetta í allan dag, Jessi. Hvað eigum við....“ „Við erum ekki komnir svo langt enn,“ sagði Jessi. „Hefur þú sett inn á kortið, það sem eftir var af nöfn- unum?“ „Þau eru hér flest. En þú getur ekki treyst þeim alveg. Við höfum ekki haft tóm til að athuga þau nánar. Og þú vildir ekki, að við spyrðum of margra spurn- inga. Fólk flytur í húsin, burt aftur, og nöfnin verða önnur. Enginn leiðarvísir er alveg nýr, Jessi. Þú getur séð.... “ " „Oxfordstræti, Kessler Breiðgata. Hérna er það.“ Þeir athuguðu kortið í félagi, grúfðu sig fram á borð- ið. Að lokum stóð Jessi upp og bar bolla sinn að kaffi- vélinni, sneri sér frá Tom Winston. „Ég get engan Allen fundið í Oxfordstræti, Tom,“ sagði hann dræmt, um leið og hann lét bollann undir kranann. „Nei, en....“ „Sjáðu nú, Tom, nú verður þitt hlutskipti að kom- ast að, hvar ungi maðurinn á heima, hver vinkona hans er í raun og veru og hvar hún á heima. Ef ekkert markvert ber við til morguns, langar mig til að tala frekar við herra Wright. Gættu líka að, hvort þetta er rétt með málaflutningsskrifstofuna. Aðeins ef við gætum fengið fullkominn leiðarvísi.“ „Jessi, ég sagði þér, að kortið væri ekki nákvæmt í öllum atriðum. Það er ekki vinnandi vegur, að.... “ „Mjaka nú til þínum þunga skrokk, Tom,“ sagði Jessi hressilega, því að honum þótti vænt um að njóta sam- vinnu hans í þessu máli. „Allt er betra en að bíða þess, að sprengjan springi.“ Tom Winston yppti öxlum og gekk að dyrunum. „Ef þessu fer fram, förum við að gruna hvorn annan,“ sagði hann. „Þú ert ekki lögreglumaður, lagsi, þú ert bolabítur." Þá hló Jessi. Og það örlaði á einhverju nýju og hressi- legu í hlátri hans. Þegar Karl Wright var aftur setztur við stýrið í bílnum og ók af stað, vænti hann þess, að hin undarlega kvíða- og tómleikakennd hyrfi. Nú skilur þú allt, sagði hann í sífellu við sjálfan sig, nú hefur þú fengið skýringu á öllum aðstæðum, og þær eru verri en þú gerðir þér í hugarlund, verri en allt, sem þér hefði nokkurn tímann í hug dottið. En þessi orð virtust ekki ná til hjartans. Hugsunin heldur ekki. Hann ók suður á bóginn heim til föður síns, ók bíln- um inn í skýlið, eins og faðir hans hafði beðið hann um. Hann sá sjálfan sig gera þetta, en það var eins og hugurinn væri við allt annað. Um leið og hann fór inn í litla bílinn sinn, minntist hann þess, hvernig hann hafði logið að lögreglunni. í einu andartaki sá hann nú fyrir sér augnasvip Cindýjar nóttina áður, enda þótt veruleikinn hefði gert hann hálfringlaðan. Hann hrædd- ist nú lygi sína, sem soðin hafði verið saman eftir rólega íhugun og í góðu samhengi, — lygin, sem var tengd nafni Constance Allens. Hún vann með Cindýju á skrifstofunni, en átti heima fyrir sunnan bæinn. Hann uppgötvaði nú, að hann hafði logið með slíkum dugn- aði og hugkvæmni, að það gaf í engu eftir lygi herra Hilliards, er hann sauð saman söguna um drykkjuskap sinn. Hann ræsti bílinn sinn, bakkaði út á götuna í þeim tilgangi að aka niður í bæinn og fara í háttinn. Lög- reglan hafði ráðið honum að gera það. Og nú fór ■ hugsun hans að skerpast. Cindý er í þessu húsi. Núna. Cindý er í húsinu, þar sem glæpamennirnir hafa samastað. Hann nam staðar og heyrði aftur Cindý segja: Hefur þú skammbyssu, Kalli. Hann stökk út úr bílnum og upp þrepin á húsi föður síns, opnaði og fór upp á loft. Matta, þjónustustúlkan, var ein heima og varð að einu spurningarmerki, er hún sá Karl. Hann sentist niður aftur eftir tíu mínútur. Þann tíma hafði hann verið að hafa upp á hinni merkilegu japönsku skamm- byssu, sem hann hafði haft heim með sér frá Austur- löndum. Þegar hann var aftur setztur inn í bílinn, var hann með hlaðna skammbyssu í vasanum. Heima er bezt H 5

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.