Heima er bezt - 01.03.1957, Síða 32

Heima er bezt - 01.03.1957, Síða 32
En áður en hann hafði snúið bílnum á götunni, minnt- ist hann hins nafnlausa bréfs Hilliards til lögreglunnar, mundi það frá orði til orðs. Hann hætti við að snúa bílnum í þessa átt og hélt suður götuna. Vertu nú rólegur, Karl, sagði hann við sjálfan sig. Cindý vill ekki, að lögreglunni sé gert viðvart. Hilliard er hræddur um, að einhver komist á snoðir um þetta. Enginn mun kunna þér þakkir fyrir, ef þú spilar upp á eigin spýtur og þér verður skyssa á. Cindý mun hata þig alla tíð, ef þú gerist nú fifldjarfur og stofnar öllu í frekari hættu, sem getur lokið með manndrápum. Og hættan gæti orðið eins miltil fyrir Hilliardsfólkið eins og þá þremenninga. Hvað getur þú í rauninni gert? Ef Hilli- ard hefði kært sig um hjálp þína eða annarra, þá hefði hann eftir henni sótt. Og Cindý, — Cindý var sama, hvað þú hugsaðir, ef þú aðeins kæmist ekki að sann- leikanum. Treystu þeim. En Cindý er í húsinu. Hann þrýsti á bensíngjafann, og bifreiðin brunaði af stað. Hann snarbeygði inn á hliðargötu, honum var sama, hvar hann ók, aðeins aka eitthvað út í bláinn, meðan hann var í svona megnri hugaræsingu. Lögreglan þurfti að fá vitneskju um þetta. Hann hafði enga heimild til þess að dylja lögregluna hins sanna. En svo minntist hann ýmissa sagna, sem hann hafði annað- hvort heyrt eða lesið. Lögreglan er ekki einn maður, sem vinnur eftir ákveðnum reglum, sem hægt er að geta sér til urn fyrirfram. Innan hennar starfaði fjöldi manns, það gætti mismunandi metnaðar, hugrekkis, greindar. Tökum til dæmis þenna slánalega lögreglu- stjóra í kaffisölunni. Hann hafði sagt, að þetta væri hættulegt fyrir þessa þrjóta. En hann hafði ekkert hugsað um Hilliardfólkið. Hann átti að inna af hendi ákveðið starf: taka þessa þrjá menn höndum eða skjóta þá. Maður þessi mundi því sjálfsagt haga aðferðum svo, að hann hlyti frama af. En hann sýndi þér þó bréfið? Já, til þess að Ioka munni þínum, til að gera þér Ijósa örvæntingu Hilliards. Ef til vill gat þessi maður samt skilið, hvernig aðstaða Hilliards var. Ef til vill.... Það ert ekki þú, sem átt að taka ákvörðun, Karl. Það er herra Hilliard. Fjölskylda hans. Sjálfsagt hefur ekki enn neitt sérstakt komið fyrir á heimilinu, ekkert ör- lögþrungið, og það er það, sem Hilliard vill koma í veg fyrir. Hann hefur sín eigin áform. Og hann hefur ákveðið, að lögreglan skuli ekki hafa afskipti af þessu máli. Og þó — ef þeir nú vissu, að gíslar væru í húsinu. Gíslar. Karl hægði ferðina. Honum varð hugsað til styrjaldarinnar. Og því næst hugsaði hann: Ef til vill get ég samt komið að liði. Ef hann ynni að þessu einn síns liðs og með gát. Honum hvarflaði í hug at- burður nokkur frá styrjaldarárunum, atburður, er gerð- ist í frumskógum Filipseyja. Hann minntist, hvernig Japanir höfðu leikið þrjá liðsforingja, er þeir höfðu tekið sem gísla. Nú rann bíllinn aftur af stað. Átti hann að gera til- raun? Nei, Cindý er í húsinu, Karl! Cindý er þar ásamt glæpamönnum, — Cindý, sem þú elskar. Hann steig aftur á bensíngjafann, sneri stýrinu og nam staðar fyrir framan klúbbinn. Bifreiðaeftirlitsmað- urinn kom út og kinkaði kolli til hans. Karl gekk inn, þreif bæði kvöldblöðin af skrifborðinu og fór með lyftunni upp í herbergi sitt. Hann fletti þeim í flýti og fann á þriðju síðu Times myndir af þessurn þre- menningum. Reiðin sauð í honum, er hann horfði á myndirnar. Og áður en hann vissi af, hafði hann rekið knýttan hnefann í stállampann, svo að hann hentist út í vegg. Peran sprakk. Koldimmt var í herberginu. Hann stóð þarna stynjandi og varnarlaus, af því að hann hafði ekki fengið nóga útrás fyrir ofsa sinn. Þetta var ágætt, þetta var laglega af sér vikið, Karl. Brjóttu öll húsgögnin, mölbrjóttu þau, það verður dá- góð hjálp. Cindý brýtur ekkert, og faðir hennar hefur mátt þola meira en þú færð nokkurn tímann að vita. Hann hefur þolinmæði til að berjast á þann eina hátt, er honum er kleift vegna þessara skepna. Lærðu af þeim manni. Hann fór heim til sín í kvöld, tómhentur, ákveð- inn, einn. Karl sá Hilliard sér fyrir hugskotssjónum og varð rólegri. Þessi innri sýn jók virðingu Karls Wright á honum og jafnframt varð hún til þess að gera hann sneyptan. Hann minntist þess, hvernig hann hafði litið á líferni Hilliards, talið líf hans íhaldssamt, leiðinlegt og snautt að öllu. Enginn berst slíkri baráttu fyrir auðnarlegri tilveru. Hann berst fyrir eitthvað, sem er honum dýrmætt og hefur lífsgildi, á sama hátt og þú berst fyrir því, sem þér er hugfólgið, og barátta þín felst í því að gera ekkert. En þú mátt ekkert gera, Karl. Ekki nokkurn skap- aðan hlut. Hann tók skammbyssuna upp úr vasanum og lagði hana á skrifborðið. Þú verður að vera stilltur og rólegur og mátt ekki nálgast þetta hús, fyrr en mennirnir eru allir á brottu. Þessi yfirborðslegi og heimskulegi hugsunarháttur, sem orðið hafði til þess að hann hafði gert sér villandi hugmynd um Dan Hilliard og hans líka hafði Iengi blindað hann. En nú vissi hann, að honum mundi ekki verða á, að hugsa svo yfirborðslega framar, þar með hafði hann sagt skilið við vissan hluta af unggæðis- hættinum. Karl fór nú að tína allt upp úr vösum sínum án þess að kveikja loftljósið. Honum þótti vænt um að geta dundað við eitthvað. En það var eitthvað í bréfi Hilli- ards, sem hann hafði ekki reiknað með. Til þessa hafði hann aðeins hugsað um þau fjögur, sem voru á valdi þremenninganna, en nú hvarflaði að honum, hvað mundi gerast, þá þeir færu á brott. Hilliard mundi eftir getu reyna að sporna við illum afleiðingum, en.... Hvað átti hann að gera, ef þeir tækju Cindýju með sér? Áður en hann hafði til fulls krufið þessa hugsun til mergjar, rakst hann á eitthvað í vasa sínum, sem hann 116 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.