Heima er bezt - 01.03.1957, Side 33

Heima er bezt - 01.03.1957, Side 33
bar ekki kennsl á. Hann tók upp þenna hlut og þreif- aði á honum sem gerzt. Þetta var lykillinn, sem hann hafði gleymt að fá Cindýju aftur í morgun, lykillinn að bakdyrunum hjá Hilliard. Hann þrýsti honum nú fast í lófa sér, rétt eins og þetta væri hluti af stúlk- unni, og svo tók hann að íhuga málið á nýjan leik. Gat lykillinn orðið honum að gagni á einn eða annan hátt? Klukkan var eitt á miðnætti. Dan Hilliard horfði á lýsandi skífuna á klukkunni. Átta og hálf klukkustund, þangað til pósturinn kæmi með þessa peninga. Og þá ■••• Hann reyndi eftir megni að hugsa ekld um þetta. Svo sofnaði hann aftur, ef svefn skyldi kalla, því að hann hafði alltaf andvara á sér. Einu gilti, þótt líkami hans þráði svefn og hvíld, hver taug í líkama hans var þanin. Hann var eins og veiðidýr í skógi. Svona hafa þeir leikið þig, Dan. Þú ert nú kominn alveg inn í þann heim, sem þeir lifa og hrærast í. Þeir hafa breytt heimili þínu í frumskóg, þar sem hættan bíður við hvert þitt fótmál. Sérhver bíll, sem um götuna fór, var hættu- boði, unz hann hafði brunað framhjá. Hver minnsta hræring niðri, þar sem þeir félagar voru, varð til þess, að hann stirðnaði allur upp. Hann vissi alltaf, að þau systkin voru inn í herbergi Ralphies og Elenóra var í hinu rúminu þarna í herberginu. Ráðagerðin, sem hafði að vísu ekki orðið til við rökfasta hugsun, heldur komið honum í hug í eins kon- ar móki, var nú fullráðin. Hér var raunar aðeins um ógn að ræða, en hann gat ekki fundið annað ráð betra. Svo gat farið, að Glenn Griffin yrði á báðum áttum, ef hann hefði í rauninni í hyggju að hafa eitthvert þeirra á burtu með sér á morgun. I dögun ætlaði Dan að at- huga þessa ráðagerð í einstökum atriðum. Er hann hafði ákveðið þetta, reyndi hann að bægja öðrum hugsun- um frá sér, svo sem endurminningunni um viðburði kvöldsins. En hann gat ekki haft sömu stjórn í hugs- uoum sínum og áður. Hann hafði breytzt. Vilji hans hans hafði veiklazt. Vonleysið hafði gegnsýrt hann, og við því varð ekkert gert. Áður hafði það verið vanmátturinn, sem var allt annað, En þessi örvænting hafði veildað hann á sál og líkama, gert hann sljóvan. Hann átti enga mögu- leika, hvað sem gerðist, en samt skyldi hann bera sigur af hólmi. Hann skyldi leika hlutverk sitt eins vand- lega og hann var maður til. En er að kveðjustund kæmi í fyrramálið, mundu verða fullkomin hvörf í lífi hans og fjölskyldu hans allrar. Hann þorði ekki að hugsa um, með hvaða hætti það yrði, því að hann vissi það ekki, og sennilega var bezt, að hann hugsaði ekki um það. Maður veit aldrei neitt með vissu. Það er svo margt, sem verður að gæta. Hver hefði trúað því, að Griffin yngri gerði uppsteit og af henni leiddi svo þessa óhugn- anlegu ró hjá Glenn Griffin? Hann var eins og allur annar maður. Nú var yfirlætið aðeins efst á yfirborðinu og var allt annað en sannfærandi, en grimmd hans kom æ betur í Ijós. Dan tók þessa ró eins og vera bar: sem þunnan klakahjúp, sem átti að dylja allan glundroð- ann í skapgerðinni. Þessi leiðtogi, sem áður lét ein- vörðungu stjórnast af kaldri skynsemi, var nú ekki lengur því hlutverki vaxinn, af því að bróðir hans, sem hann hafði jafnan drottnað yfir, hafði hlaupizt á brottu. Um kvöldið hafði Dan lesið drápgirndina út úr augum hans, er hann leit á Cindvju. Var hann nú farinn að kenna henni um það, sem Hank hafði gert? Og til hvers mundi það svo leiða? Dan var ljóst, að hann átti nú að taka þetta mál föst- um tökum og íhuga alla möguleika sem bezt, því að enn voru nokkrar klukkustundir til stefnu. Þá var nú til dæmis ósigur Robish: Mundi hann draga taum Glenns, þegar til kastanna kæmi? Þyrsti hann enn í að hefna sín á Dan? Eða á Ralphie? Hér var of margs að gæta. Allt of margs. Og heili hans var þreyttur og sljór. Svefninn var ginnandi. Hann langaði til að leita skjóls í svefninum, enda var honum ljóst, að hann þarfnaðist hvíldar og heilabrotin voru honum ekki að neinu gagni. Svo varð honum aftur hugsað um Ralphie, sem lá þarna inni í herberginu, góndi upp í loftið og braut heilann um föður sinn, sem hann skildi ekki. Skyldi hann nokkurn tímann skilja þetta? Dan sneri sér við með erfiðismunum. Nú þyrmdi skyndilega yfir hann þeirri hugsun, sem til þessa hafði ekki angrað hann. Átta klukkustundir voru þangað til peningarnir kæmu, og fyrir þann tíma mundi lögreglan hafa skotið eða tekið Hank höndum, svo mundi hún komast á slóðina vegna stolnu fatanna, sem hann var í eða þá bíls Cindýjar. Framhald. Blaðað í dómsmálum Framhald af bls. 100.---------------------------— matreitt eða þvegið gólf. Kvað hún eiginmann sinn því hafa orðið að hverfa frá launuðu starfi til þess að sýsla við heimilisstörfin. Ekki taldi héraðsdómarinn sannað, að eiginmaðurinn hefði þurft að verða fyrir eins miklu atvinnutjóni og konan vildi vera láta. Hins vegar leit hann svo á, að meiðsli konunnar hefðu verið það mikil, að hún mundi hafa þurft aukna heimilishjálp, og var það tjón metið á kr. 2.500.00. Var tjónið af slysinu þannig samtals talið nema kr. 5732.32. Báðir aðiljar skutu dómi þessum til Hæstaréttar. Sú varð niðurstaða málsins þar, að staðfest var mat héraðs- dómara á fjárhæð tjónsins. Hins vegar taldi Hæsti- réttur ekki um neina óvarkámi að ræða hjá konunni. Leit dómurinn svo á, að konan hefði mátt treysta því, að umferð um gangstéttina, sem var slétt og vel gerð, væri hættulaus vegfarendum, þar sem engin viðvör- unarmerki höfðu verið sett upp. Fékk konan samkvæmt þessu alla þá fjárhæð, sem tjónið var metið á, kr. 5732.32 og 2500 krónur í málskostnað fyrir báðum dómum. Heima er bezt 117

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.