Heima er bezt - 01.09.1957, Qupperneq 4

Heima er bezt - 01.09.1957, Qupperneq 4
MAGNUS BJÖRNSSON Á SYÐRA-HÓLI Vafasamt er, hvort nokkuð er sérkennilegra í íslenzkri menningu en fræðahneigð og ritstörf. Og það er ekki einungis, að hneigðin sé fyrir hendi, heldur eru þeir furðulega margir, sem leysa þessa hluti svo vel af hendi, að ánægja er að og fengur í bókmenntum þjóðarinnar. Þegar sleppt er Ijóðagerð og vísna, þá mun fátt vera jafn almennt við- fangsefni og sagnfræði og ættvísí. Þar stendur þjóðin á gömlum merg allt frá því, er íslendingasögur voru skráðar. Efnið er ótæmandi, góðum sagnamanni verður allt að efniviði, og alltaf lifir áhuginn á ættum manna og forfeðrum. Frásagnarlistin hefur lifað kynslóð eftir kynslóð, skírzt og þróazt á kvöldvökum og í rökkrum, er ömmur og afar sögðu bömunum sögur úr eigin reynslu eða af liðnum tímum eða þá að þau brugðu sér inn í töfraheima ævintýranna. Hins vegar verður því ekki neitað, að marga sagnamenn vora hefur oft skort allmikið á um fræðilega meðferð efnis þess, er þeir skýrðu frá. Krafan til frásagnarinnar hefur verið harð- ari en til sannfræðinnar. Enda er það svo, að fræðileg meðferð efnis krefst meiri sérgáfu, og einkum þó meiri og betri tíma og fleiri heimilda en allur þorri áhuga- manna hefur átt yfir að ráða. Því ekki megum vér gleyma því, að megnið af öllum slíkum ritstörfum hef- ur verið unnið í tómstundum, fáum og strjálum, og oft næstum því verið stolizt til að sinna þessum hugðarefn- um frá önn dagsins og stritinu fyrir daglegu brauði. Einn þeirra manna, er á seinni árum hefur vakið at- hygli með ritstörfum sínum og fræðaiðkunum er Magn- ús Björnssoji, bóndi og hreppstjóri á Syðra-Hóli í Aust- ur-HúnavatnssýsIu. Hefur hann einkum vakið athygli vegna þess, að í ritum hans fer saman ágæt frásagnarlist, rökvísi og vandvirkni í meðferð heimilda, og óvenju- næmur skilningur á mannlegu eðli og örlögum. Það er orðið býsna langt síðan ég heyrði Magnúsar Björnssonar fyrst getið. Kunningi minn einn, hún- vetnskur að ætt, sagði mér fyrst frá honum með þeim orðum, að Magnús væri ekki einungis einn fróðasti maður samtíðarmanna sinna um húnvetnskar ættir og héraðssögu, heldur væru vinnubrögð hans með þeim hætti, að meira minnti það á margþjálfaðan vísindamann en lítt skólagenginn bónda í fremur afskekktri byggð, sem hafa hlyti ritstörf og fræðimennsku í hjáverkum. Þótti mér þessi dómur allmerkilegur, því að ég vissi veIT að þar talaði dómbær maður, sem eklti var gjarn á oflof. Frá þessu samtali leið enn alllangur tími, þar til ég- kynntist fyrstu ritum Magnúsar Bjömssonar, en þa5 voru þættir hans í Svipum og sögnum. Við lestur þeirra, en einkum þó þáttarins af Þórdísi á Vindhæli, sá ég, að kunningi minn hafði í engu ofmælt, en þó dregið undan að geta frásagnargáfu Magnúsar og kunnáttu hans í mannlýsingum. Mætti hver rithöfundur telja sig full- sæmdan af þeim þætti, og eigi síður af æviþætti sr. Egg- erts Ó. Brím, sem nú er nýprentaður í bókinni Manna- ferðir og fornar slóðir. Þar sem sú hefur verið stefna „Heima er bezt“ að halda til haga íslenzkum fróðleik, þá þykir og hlýða að kynna lesendum Magnús Björnsson með nokkrum orðum, jafnframt því, sem blaðið flytur mynd hans. En annars hefur verið furðuhljótt um hann utan sinnar sveitar, eins og marga þá, sem störf sín vinna í kyrrþey sér til hugarhægðar. Magnús Björnsson er fæddur að Syðra-Hóli í Vind- hælishreppi í Húnaþingi 30. júlí 1889. En þar bjuggu foreldrar hans, Björn Magnússon og María Ögmunds- dóttir. Var faðir hans hálfbróðir Guðmundar Magnús- sonar prófessors. En bæði voru þau foreldrar Magnúsar af góðum bændaættum, þar sem margt var um gáfufólk. Magnús ólst upp í föðurgarði við mikið ástríki for- eldra sinna. Var hann snemma bókfús og hnýsinn á all- an fróðleik, en miður hneigður til erfiðisvinnu, en lífs- baráttan gaf þar engin grið. Margvíslegs fróðleiks aflaði hann sér þó af bókum þegar í bemsku, og kennara fékk faðir hans til að kenna honum og öðrum börnum. Varð Magnús snemma fróður, og komst hann niður í dönsku og lítið eitt í þýzku að miklu leyti af sjálfsdáðum. Studdi faðir hans eftir megni að menntaþrá unglingsins. Magnús hefur sagt svo sjálfur frá, „að hann vildi læra mikið, ekki til að verða embættismaður, heldur til þess að verða vitur og fróður og skilja þá leyndardóma þekk- ingarinnar, er í bókum væri fólgnir“. Þessi ummæli lýsa betur manninum og skaphöfn hans en Iangt mál. En þau lýsa líka viðhorfi fjöldamargra manna af hinni eldri kynslóð, sem þráði menntunina vegna menntunarinnar sjálfrar, án þess að spyrja um, hvað væri í aðra hönd af ldingjandi málmi. Slíkt viðhorf virðist því miður gerast 292 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.