Heima er bezt - 01.09.1957, Page 7
af hákarlaskipi Ásgeirs Einarssonar á Þingeyrum, 28.
febr. 1862, og þeir ellefu saman. Benedikt var ungur
rnaður og nýgiftur, er hann drukknaði.
Guðmundur Guðmundsson var tveim árum eldri en
Jónas bróðir hans (f. 1824). Hann var hæglátur maður
og meinlaus, vitmaður lítill, þolmikill og rammur að
aíli. Verkmaður var hann eltki að sama skapi og hann
hafði krafta til. Óverklaginn, stirðvirkur og enginn
aðfaramaður.
Einhvern tíma kom Guðmundur að Spákonufelli.
Þar voru menn að veggja hleðslu og hlóðu úr grjóti
og torfi. Hella mikil lá þar hjá þeim. Þeir bentu Guð-
mundi á helluna og sögðu:
„Við tökum hana upp þessa með tönnunum.11
„Skyldi ég ekki geta það líka,“ sagði Guðmundur.
Hann smeygði vetling sínum á nibbu á röð hellunnar,
beit þar í og vó hana upp. Strákarnir stóðu hissa og
gláptu á Gvend.
Guðmundur var einhvern tíma vinnumaður hjá
Knudsen verzlunarstjóra á Hólanesi, og oft var hann
þar í vinnu síðar. Hann vann þar einu sinni að vöru-
uppskipun úr vorskipi. Þá vildi svo slysalega til fyrir
Guðmundi við hleðslu á uppsldpunarbát, að hann
missti kvarnarstein niður milli báts og skipshliðar, og
sökk hann þar. Guðmundi varð bilt við, horfði um
stund út yfir borðstokkinn og sagði:
„Skyldi honum ekki skjóta upp aftur?“
Það var einn vetur, eftir að Knudsen var giftur
seinni konu sinni, Elísabetu Sigurðardóttur frá Höfn-
um, að hann gerði út skip á hákarlaveiðar. Þar var
Guðmundur einn háseta. Hann tók við mötu sinni, er
farið var í fyrstu legu. Er bátsverjar komu inn aftur,
tók Elísabet eftir því, að ósnert kom smjörið, sem hann
fór með. Hún spurði, hverju það sætti.
„Þeir sögðu mér að það væri snakksmjör og dræpi
mig.“ Hafði Guðmundur tekið nærri sér að neita sér
um smjörið í legunni og horft til þess löngunaraugum,
því hann var matmaður mikill, en óttinn við líftjón
og hremmingar, hélt honum frá því að neyta þess. Það
var lítil sæla að éta harðætið þurrt og smjörlaust.
Guðmundur kvongaðist og átti konu, sem Arnbjörg
hét. Hún var Oddsdóttir, frá Brókarlæk á Skaga.
(Giftust 27. júlí 1850). Þau voru í húsmennsku og
hokruðu á jarðarskikum hér og þar á Skagaströnd.
Arnbjörn var mesti sóði og drabbaði allt niður. Guð-
mundur var ekki smáþrifinn heldur, en þó þótti hon-
um nóg um skítinn á Arnbjörgu.
Séra Jón Blöndal á Hofi kom einu sinni til þeirra í
húsvitjun. Það var snemma morguns, og hitti prestur
Guðmund úti við. Hann sagði hverra erinda hann var
þar kominn, og hann-vildi koma í bæinn. Þá dró heldur
niður í Guðmundi.
„Hún Arnbjörg mín er svo skítug. Og svo eru kopp-
umir.“
Guðmundur og Arnbjörg áttu mörg börn. Þau döfn-
uðu furðanlega, þó lítt væru þau handfjötluð eftir
heilsufræðislegum forskriftum. Synir þeirra voru Gest-
ur, Guðmundur, Jónas og Jósef. Gestur og Jónas fóru
austur á land og staðfestust á Eskifirði. Jósef fór til
Ameríku. Guðmundur var kyrr á Skagaströnd og erfði
viðurnefni föður síns og 'afa. Til aðgreiningar á lang-
feðgum þessum, er allir hétu sama nafni og báru sama
viðurnefni, var Guðmundur Magnússon kallaður elzti
eða stóri bunki, sonur hans miðbunki og Guðmundur
yngsti litli bunki.
Guðmundur miðbunki var fáækur alla ævi. Hann
varð ekki gamall maður, dó 10. ágúst 1872. Ambjörg
entist miklu lengur og dó ekki fyrri en um aldamót.
Guðmundur yngsti bunki var fæddur 5. maí 1862
í Bakkagerði. Hann ólst upp á nokkrum hrakhólum
og á sveitarframfæri. Honum þótti snemma kippa í
kyn til föðurföður síns og gerðist þegar á unga aldri
ódæll og illur viðureignar, kjaftfor og hortugur. Hann
átti mjög í illdeilum og áflogum framan af ævi og
hlífðist ekki við. Hann hafði í hótunum að skera hvern
þann, er ekki lét allt vera sem hann vildi. Guðmundur
var mikill vexti, hár og þrekinn og hraustmenni til
burða. Hann var sívalvaxinn og lotinn í hálsi, svart-
hærður og svartskeggjaður, gráeygur og augnatillitið
hörkulegt. Greind hafði hann vart í meðallagi. Verk-
maður var hann góður, er hann vildi.
Guðmundur smndaði sjó lengst af, eftir að hann
komst til þroska, ýmist á heimaslóðum eða á Suður-
nesjum. Þar reri hann margar vertíðir á Flankastöðum
á Miðnesi. Þar kvongaðist hann konu þeirri, er Guðlaug
hét og var Einarsdóttir. Með þeim var jafnræði. Bæði
rösk til vinnu, hvorugt fyrir nostur eða tilþrif um
snyrtimennsku og líkt á komið með þeim um greind-
ina. Bækur létu þau afskiptalausar. Þau héldust við um
hríð á Kálfshamarsnesi, og víðar þar ytra. Þá bar svo
til að Guðlaugu tæmdist arfur eftir skyldmenni syðra.
Fyrir hann byggðu þau timburhús í Höfðakaupstað.
Nefndu þau ból sitt Flankastaði og bjuggu þar síðan.
Guðmundur og Guðlaug áttu þrjú börn, er upp-
komust, son og tvær dætur. Það þótti Guðmundi mikill
fengur, er honum fæddist sonurinn, en hann var yngst-
ur barna hans. Hann lét skíra hann Ragnar, í höfuðið
á hinum fræga fornkonungi, Ragnari loðbrók, er Guð-
mundur hélt að verið hefði hinn mesti garpur. Hann
hafði orð á því við granna sína og kunningja, að þess-
um dreng ætlaði hann að gefa lýsi og láta hann lifa.
Hann ætlaðist til þess að strákurinn yrði hraustmenni,
harðjaxl og sjóvíkingur.
Guðmundur hélt hug sínum og hörku fram á síðustu
ár, en hrömaði sem aðrir fyrir elli að líkamsþreki. Var
þá allt tíðindalaust um hag hans, enda steinhættur hót-
unum um að skera menn og skemma, er honum þótti
við. Hann lézt 27. jan. 1932.
Heima er bezt 295