Heima er bezt - 01.09.1957, Qupperneq 8

Heima er bezt - 01.09.1957, Qupperneq 8
BERGSVEINN SKULASON: ÚR SUMARFERÐALAGI 1956 Framhald. A nnars lagði ég mig ekki mikið eftir svona sögum /_\ í Rauðasandshreppi. Mér þótti sem mínar breið- / firzku kerlingar bliknuðu við hliðina á þeim rauðsenzku, þegar ég heyrði svona sögu, — og hélt ég þó, að þær hefðu verið all harðgerar. En hverfum nú aftur að ferð okkar ívars. Þegar komið er yfir Arasvaðið, liggur Skorin — eyði- býlið — fyrir fótum okkar, og við löbbum ofan í túnið. Loks var ég þá kominn í Skor. Svona leit fyrirheitna landið út: Hátt fjall, himinn og haf. Og þó. — Hér var einu sinni líf og starf, útræði, búskapur. — Nú ríkti öræfakyrrðin ein og sú hljóða þögn, sem hvergi er svo einvöld sem á fomum eyði- býlum fjarri mannabyggð. — Túnið er ósköp vingjarn- legur gróðurreitur í þessu gróðurvana brattlendi. Það liggur á dálitlum undirlendisskika, á klöppum við sjóinn, vel gróið og kafloðið. í því em nokkrar tóftir og rústir, en flestar djúpt sokknar í jörð og vallgrónar, því jarðvegurinn er rakur og sennilega nokkuð djúpur. Hvergi gat ég séð slægan blett utan túnsins, en kropp fyrir kindur er á hlíðunum. Lendingin er við suðvestur- horn túnsins. Er það hinn þjóðkunni Skorarvogur. Hann vildi ég sjá frekar öðra. Voginn mynda tveir stapar, er Kríustapar heita, og eitt sker, er Nónsker heitir. Staparnir eru að vestanverðu við voginn, og Nónskerið suður af þeim. Úr stöpunum verður þurrt til lands um hverja fjöru, en skerið er umflotið. — Skerið gefur vognum allt sitt gildi. Án þess væri engin lending í Skor, þó staparnir stæðu á sínum stað. Eara hefur mátt á árabátum beggja megin skersins inn í voginn. Þó er sundið milli þess og stapanna svo mjótt um fjöm, að varla er það bátgengt eða árafrítt, sem kallað er. Aðal leiðin inn á voginn hefur því verið austan Kríuskers, milli þess og fastalands. — Sagt var að allur útsjór væri löngu ófær öllum áraskipum, ef ekki mátti komast um austursundið inn á voginn. Hygg ég það satt vera, því sundið er hreint og nokkuð djúpt. Skorin sjálf, sem býlið dregur nafn af og bátar voru settir upp í, er aðeins gjá í klettavegginn og gengur til norð- ausmrs frá vognum upp að túnfætinum. Annarsstaðar verða bátar ekki settir upp við voginn, því hann er allur hömrum girtur. Og ekki hafa komizt þar fyrir margir bátar í senn. Nú er Skorin grýtt mjög í botn- inn, sem vænta má, enda aldir síðan að þaðan hefur verið ýtt fleytu á flot til fiskjar, og langt síðan Breið- firðingar notuðu hann sem þrautalendingu í löngum fiskaferðum vestur að Bmnnum eða Látrum. Árni Magnússon segir um Skor í sinni Jarðabók: „Heimræði er þar ár um kring, en vonzku Iending,. þröng og mannhætt.“ Sjálfsagt má þetta til sanns vegar færa, en sízt var betra víða annarsstaðar, þar sem sjór var sóttur frá yzm nesjum. Vestan Kríustapa, og þó skammt frá, er Skarfastapi. Lítill hólmi, hömram girmr allt um kring og vel gróinn í kollinn, mestmegnis skarfakáli. — Ég hef orðið þess var, að sumir halda að Skarfastapi sé hólminn, sem aðal- lega slcýli lendingunni í Skor fyrir hafbrimum. Svo er ekki. Hann er í engum tengslum við lendinguna, og hefur aldrei komið að gagni við lendingu í Skorarvogi. Ekki er heldur í honum skarfur. Þó er hann ekki þýð- ingarlaus fyrir þann, sem nytjar Skor. I honum er allmikið svartbaksvarp, og hefur svo lengi verið. Var því vani að fara í hann tvisvar á ári, segir ívar mér. Önnur ferðin var farin til að drepa svartbaksungann, þegar hann var búinn, en hin til að skera skarfakál síð- ari hluta sumarsins. Skarfakálið er hin mesta nytja- jurt, og eftir því fögur. Það var notað til manneldis í Breiðafirði og víðar fram um síðustu aldamót. Þótti meðal annars óbrigðult meðal við skyrbjúg. Venju- lega er álíka svartbaksvarp í Kríustöpum og Nónskeri, en þó minna. Úngar þessa fagra, herskáa fugls, bældu sig í loðnum kollum stapanna, en í Nónskeri var eng- inn ungi sjáanlegur. Hinn eftirminnilegi vestanstormur og stórbrim í maí í vor, mun hafa sópað öllum hreiðr- unum burt af skerinu. — Annars var minna fugla- og dýralíf þarna í Skor- inni, en búast hefði mátt við. Slangur af fýl verpur þó í ldettunum undir Arasvaði. Nokkrar kríur vora á sveimi, vatnsönd með einn unga sat á klöppunum við túnfótinn, og nokkrar æðarkollur voru með stálpaða unga á Skútavík, austan Skorarvogs. Belgmildir útselir sveimuðu hér og þar fram með Sjöundárhlíðum. — — Veðursæld er í Skor. Ber túnið þess ljósastan vottinn. Og vel sést þaðan til veðurs á Breiðafirði. Og þar sem ég sit á klöppunum ofan við lendinguna og horfi á lognölduna læðast að landi, verður mér enn hugsað aftur í tímann. — Hvað kom Eggerti Ólafssyni til að leggja út á Breiðafjörð með sinn dýra farm, í tvísýnu veðri úr öruggri höfn í mannabyggð, 30. maí 1768, gegn ráðum og vilja allra formanna í Skor? Því verður aldrei svar- 296 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.