Heima er bezt - 01.09.1957, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.09.1957, Blaðsíða 13
Breiðlækur. í sjálfu sér fallegt bæjarnafn. En að ósekju hefði það mátt heita Gestsfjós, og engin skömm verið ;að. Það er til fyrirmyndar, þegar stórjarðeigendur láta fúslega af löndum sínum land undir nýbýli, þar sem ætla má að hægt verði að reka sjálfstæðan atvinnu- rekstur, þegar tímar líða. En aldrei ætti að skipta svo upp löndum höfuðbóla, sem annars eru í byggð, að ,þau, sökum landþrengsla, séu ekki fær um að gegna forystuhlutverki sínu í sveitunum, svo sem þau lengst hafa gert. — Þegar Breiðilækur er risinn vel á legg, fríkkar enn á Miðströndinni umhverfis Hagavaðal. — Svo hverfum við frá Haga, höldum inn ströndina, fram hjá mörgum blómlegum býlum, og nemum staðar á Brjánslæk, þriðja höfuðbóli sveitarinnar og innsta bænum á Barðaströnd. Var þá dagur að kvöldi kom- inn, og gisti ég þar næstu nótt. Brjánslækur er ein af allra fegurstu jörðum í Breiða- firði. Bærinn stendur við mynni Vatnsfjarðar vestan- vert, á stóru, sléttu túni, alllangt frá sjó, og ber hátt. Eyjamar og flest nesin fyrir botni Breiðafjarðar blasa þaðan við sjónum manna í sinni rósömu tign, og veit ég ekki annarsstaðar fegurra útsýni frá byggðu bóli á Vesturlandi. Jörðin er geysi landstór. Þó eru þar litlar engjaslægjur, en í eyju, skammt undan landi, eru miklar slægjur og góðar, enda heitir hún Engey. Þar er líka töluvert æðarvarp. Heyrði ég stundum talað um, að Engey væri fómrinn undan Vatnsdal og nálæg- um fjallahlíðum. Og þá hefur verið meira en „heldur kalt“ vorið, eins og segir í Landnámabók, hafi kvikfé Flóka Vilgerðarsonar allt króknað úr kulda þarna í skógunum við sjóinn, við upphaf íslands byggðar. Margt hefur verið dregið í efa og rengt í íslendinga- sögum, sem er sennilegra en það. En því virðast allir trúa. Ég dreg söguna um fjárfellinn mjög í efa. Hinu gæti ég betur trúað, að Norðmönnunum hefði þótt betra að sleikja sólskinið á Vatnsdalsbökkum og grípa fugl og sel í fjömnni, en elta búsmala um ógrisjaða skóga og fjöll. Hefðu því týnt skepnunum, og sagt Flóka að allt væri dautt. Hann værakær og seinlámr, sbr. „þeir Flóki ætluðu burt um sumarið, og urðu búnir litlu fyrir vetur“, trúað sögunni, og hlaupist á burt frá Brjánslœkur II. íbúðarhúsið. Brjánslœkur II, nýbýli. Sér inn til Vatnsfjarðar. öllu saman. — Og bezt gæti ég trúað, að hinar afurða- miklu rollur kunningja minna þarna um nesin og firð- ina, væru allar ættaðar frá Flókatóttum. Aldrei fengu þær mæðiveikina, og er þá svo komið, að meginhlutinn af öllu sauðfé landsmanna sé kominn frá Hrafnaflóka. Mætti með nokkram rétti segja, að góður væri að því nauturinn, þó við lítinn orðstír flæktist karlinn úr Breiðafirði. Hitt er ekki ástæða til að rengja, að fjörðurinn hafi verið fullur af „veiðiskap“, því það er hann enn í dag, eftir nær ellefu hundrað ára búsetu í firðinum. Hefur þó oft verið gengið nærri landsnytjum, af brýnni þörf í köldum vorum. „Þar sér enn skálatóft þeirra inn frá Brjánslæk, og svo hrófið, og svo seyði þeirra.“ Og þetta stendur allt á sínum stað enn í dag. Er næsta undarlegt, að ekki skuli hafa verið flegið rækilega ofan af þessum tóftum og þær rannsakaðar ýtarlega, þar sem um er að ræða einhverjar elztu minjar um veru norrænna manna í landinu. Þó litlar líkur séu til, að komið yrði ofan á merkilega muni, þá fengist þó glögg hugmynd um húsaskipun og hvernig fyrsti norræni landnámsmaður- inn í Breiðafirði hefði búið um sig. Sennilega þarf leyfi fornminjavarðar til að rannsaka slíkar rústir, en að því fengnu, ættu vandvirkir menn að geta innt verkið af hendi. — Prestar hafa löngum setið á Brjánslæk, og var svo allt fram um 1940, að sr. Björn O. Björnsson fór þaðan. Nú um nokkurra ára slceið hefur búið þar Guð- mundur J. Einarsson. Hann bjó áður allmörg ár á hluta af Hergilsey, og famaðist vel. Guðmundur er Barðstrendingur að ætt, af fátæku foreldri kominn, veiktist ungur af berldum og hefur búið við stöðugt heilsuleysi alla ævi. Fleiri áföll hefur hann hlotið, er nægt hefði til að beygja margan, er lítill var fyrir sér. En maðurinn er hinn mesti skörungur að allri gerð, og lítt vílsamur. Mikill að vallarsýn, garpslegur yfirlit- um, málafylgjumaður allmikill á yngri árum, vel máli- farinn, skáldmæltur og ritfær. Framhald. Heima er bezt 301

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.