Heima er bezt - 01.09.1957, Page 15
Staðhættir valda og því, að borgin sjálf fær ekki vaxið
verulega frá því, sem nú er, en handan flóans hafa
risið upp stórar borgir, Berkeley og Oakland, sem nú
eru samvaxnar með öllu, og ýmsar borgir og þorp rísa
upp suður með flóanum, og vaxa smám saman saman
við meginborgina. Fjöldi manna, sem vinnur í San
Francisco býr í útborgum þessum. Eru þær tengdar
saman með mikilli brú, Bay bridge, sem er 8i/£ míla á
lengd, var hún opnuð til umferðar 1936. Önnur brú
liggur yfir Gullna hliðið, og er hún talin lengsta hengi-
brú í heimi, nokkuð á annan kílómetra, er hún hið
fegursta mannvirki. En stöðugt eykst umferðin, og
nýjar brýr eru ráðgerðar.
San Francisco er geysimikil verzlunarborg. Aðal-
verzlunargata og lífæð borgarinnar er Market street,
sem liggur skáhalt um endilanga borgina. Varla mun
nokkur borg í Bandaríkjunum, að New York ef til
vill einni undanskilinni, jafn alþjóðleg og San Fran-
cisco. Þar eru t. d. fleiri Kínverjar en í nokkurri ann-
ari borg utan Kínaveldis, þar er einnig ítalahverfi,
Spánverjahverfi, negrahverfi, og hamingjan má vita
hvað. En þótt vitanlega sé þar misjafn sauður í mörgu
fé, er borgin furðu friðsamleg, og svo sagði mér leið-
beinandi minn, að óhætt væri hverjum manni að vera
á ferð að kvöldlagi, hvar sem væri í borginni, og heim-
sækja skemmtistaði, nema ef til vill ekki í ítalahverfinu.
Öll er borgin nýleg að sjá, enda reist að mestu eftir
landskjálftann mikla, eins og fyrr getur.
Við byggingu San Francisco hafa íslendingar kom-
ið verulega við sögu. Allstórt hverfi heitir þar Stone-
tovm, er það kennt við tvo íslenzlta bræður, Ellis og
Henry (Þorsteinssyni) Stoneson, sem hafa reist það,
og verið meðal fremstu athafnamanna á því sviði.
Eins og fyrr segir kom ég til San Francisco síðla
kvölds. Arla næsta morgun fór ég að hitta leiðbein-
ingarskrifstofu þá, er ég skyldi snúa mér til. Þar tók
á móti mér ungur maður, mr. Scarbeck. Voru tveir
Þjóðverjar einnig komnir á fund hans í sömu erind-
um. Tók hann fram uppdrátt af borginni, og sýndi
okkur leiðir allar og merkisstaði, er rétt væri fyrir
okkur að skoða, eða okkur yrðu sýndir. í þessari skoð-
unarferð á kortinu benti hann meðal annars á stað,
er hann nefndi „International Settlement“, en segir
um leið brosandi: „Þar verðið þið að koma“. Mér varð
þá að spyrja, hvað þar væri að sjá, en þá rak mr. Scar-
beck upp skellihlátur, og spurði hvort ég virkilega vissi
ekki, hvað það væri. Mér brá hálfilla við, en sagði þó,
að hann gæti varla vænzt þess að hver smástaður í San-
Francisco væri þekktur norður við Heimskautsbaug.
„Jæja,“ sagði þá Scarbeck: „Þú verður að kynnast
þessu af eigin raun, meira færðu ekki frá mér.“ og hló
við. Síðan urðum við beztu kunningjar, enda var hann
gamansamur náungi og greiðvikinn í bezta lagi.
Þenna sama dag var Þjóðverjunum og mér ekið um
mestan' hluta borgarinnar og sýndir þeir staðir hennar,
sem merkilegastir þóttu og fegurstir. Aldrei fyrr á
ævi minni hefi ég fundið til fagnaðar við að sjá opið
haf, en þegar við komum út á Vesturodda við
Höfuðtorgið (Union Square) í San Francisco.
Gullna hliðið, og Kyrrahafið blasti við svo langt sem
augað eygði, spegilslétt og sólglitað, og svalur sjávar-
þefurinn barst að vitum mínum. Annars vegar fannst
mér, sem ég sæji aftur gamlan kunningja, þar sem sjór-
inn var, og hinsvegar var mér Ijóst, að nú væri komið
að leiðarenda. Heilt meginland lá að baki, og ekki yrði
lengur haldið í vestur átt.
Ekki treystist ég til að lýsa öllu því, sem fyrir
augun bar þenna dag, enda rennur það saman í endur-
minningunni, eins og litauðugt málverlc, með enda-
lausum blæbrigðum, þar sem einstakir litir verða ekki
greindir hvor frá öðrum, en hver grípur í annan og
skapar órofa heild.
Einn er þó staður, sem ég sá þá og skoðaði þó betur
seinna ,sem ég vil geta að nokkru, en það er Golden
Gate Park (Gullna hliðs garðurinn), sem tvímælalaust
er eitt mesta furðuverk skrúðgarðslistarinnar um víða
veröld.
Garðurinn, sem er 1013 ekrur að stærð, liggur vestan
frá ströndinni við Gullna hliðið og inn í miðja borg
að kalla. Hann er þannig geysilangur, en ekki ýkja-
breiður. Hvarvetna liggja um hann akvegir og gang-
stígir, en þó er þar furðu villugjarnt ókunnugum, og
full þörf margra daga, til að skoða hann rækilega.
Nálægt garðinum miðjum er safnahverfi, þar er lista-
safn, náttúrugripasafn og hljómskáli. Mynda húsin
hálfhring um opið svæði, sem fagurlega er skreytt
blómum og trjám, en í miðju þess er skál, með bekkja-
röðum, og geta menn setið þar og notið tónlistar, en
útihljómleikar fara þar fram að staðaldri. Ekki gafst
mér tóm til að skoða listasafnið, en um náttúrugripa-
safnið fór ég, en saknaði þá mjög, að ein sérkenni-
legasta deild þess, fiðrildasafnið, var lokað um þessar
mundir, en það segja fróðir menn, að sé eitt hið feg-
ursta og furðulegasta safn, er þeir hafi litið. Annars
þótti mér þarna mest koma til safns Afríkudýra, sem
vitanlega voru sett upp í umhverfi sínu. Þá eru þama
einnig mikil búr lifandi vatnadýra (Aquraium). Eru
þar margar furðulegar kindur úr sjó og vötnum, risa-
skjaldbökur frá Galapagoseyjum, krókódílar frá Afríku
og Suður-Ameríku, eðlur og allskonar slöngur, sem á
þurru landi lifa auk fiska og annarra sjókinda, sem ara-
grúi var af, margt með litlu fisklagi, þótt fisksheiti
beri, voru flest þau afskræmi ættuð úr djúpum Kyrra-
Heima er bezt 303