Heima er bezt - 01.09.1957, Síða 16

Heima er bezt - 01.09.1957, Síða 16
hafsins. Allur þessi söfnuður virtist una lífinu prýði- lega sem augnayndi forvitins lýðs, fullorðinna og barna. í sambandi við náttúrugripasafnið er stjömuhvolf (Planetarium). Tekur hver sýning þess um klukku- stund. Fyrst er sýndur stjörnuhiminn San Francisco, en síðar er breytt um og stjörnuhiminn sýndur norð- ur við heimskautsbaug. Kom hann mér kunnuglega fyrir sjónir, og lá við að mér gleymdist um hríð, að ég væri staddur suður á Kyrrahafsströnd. Einnig vora sýnd ýmis Ijósfyrirbrigði, svo sem rosabaugar, sól- fylgjur og annað þess háttar. En þótt margt sé að sjá á söfnum þessum, er garð- urinn sjálfur þó miklu merkilegastur. Við innganginn í hann vestur við ströndina liggur gamla „Gjöa“, heim- skautafar Roald Amundsens. Þótti mér hún hálfein- manaleg þarna og naumast að hún ætti heima í skjóli pálmaviða og sýprusa. Mundi hún áreiðanlega hafa sómt sér betur norður á Bygdö við hliðina á Fram og Kon Tiki. Allskyns gróður er að líta í garði þessum. Úti við ströndina er skjólbelti af veðurbörðum sýprasum, teygja þeir allir lim sitt undan hafáttinni og mynda einskonar þak, sól- og saltbrunnið sjávarmegin, en iðgrænt inn til landsins. Annars eru þarna í garðinum beinvaxnir pálmar, hnútóttar og kræklulegar eikur, nokkurra metra háir trjáburknar, ættaðir sunnan úr hitabelti, og blóma- skrúð meira en nöfnum tjái að nefna. Þarna er sýnis- horn af barrskógum Klettafjallanna, en einnig af regn- skógum hitabeltisins, og mér liggur við að segja allt, sem þar er á milli. Inn á milli skógarlundanna eru víð- áttumildir grasvellir, leikvangar, vötn og tjamir, og jafnvel lækir með fossum og flúðum. A vötnunum eru endur og ýmsir sundfuglar, og hægt er að fá þar léða smábáta til að sigla um þau. Fram á milli trjánna gægj- ast fram klettahnúskar og hæðir. Hvar sem farið er um, virðist manni, sem náttúran sé þarna ósnortin að mestu, en einungis hafi mannshöndin hagrætt umhverf- inu smávegis, svo að allt yrði aðgengilegt. En sann- leikurinn er sá, að allur er garðurinn mannaverk. Upp- runalega voru þama auðir sandhólar, vaxnir strjálum sand- og saltjurtum, eins og enn má sjá úti við strönd- ina. Hvergi var þarna vatn, hvergi steinn eða klettur, hvergi tré eða blóm, nema fáeinir veðurbarðir sýprusar úti við sjóinn. En þá var það, að maður nokkur að nafni John Mc Laren hófst handa um að breyta sand- hólum þessum í skemmtigarð fyrir San Franciscobúa. Lagði hann tillögur sínar fyrir ráðamenn í borginni, sem tóku þeim vel og hétu honum stuðningi sínum. Byrjað var á framkvæmdum 1887. Var garðurinn allur gerður að fyrirsögn Mc Larens, og allt flutt til hans, jarðvegur, plönur, steinar, klettar og vatn, og í raun og veru var skapað þarna nýtt landslag. Núna er Golden Gate Park sannkallaður dásemdarstaður, sækja þangað tugþúsundir manna á degi hverjum sér til hvíldar og hressingar, en ferðamenn fyllast undmn og aðdáun. Og umfram allt er garður þessi vitnisburð- ur um snilligáfu og atorku höfundar síns, en hann ber því einnig fagurt vitni, hversu gífurlegu fé og erfiði ráðamenn ríkja og borga í Bandaríkjunum, verja til hressingar og skemmtistaða almennings, búnum hvíldar- og menningarauka. A einum stað í Golden Gate Park er gamalt japanskt sveitasetur. Hefir það nú verið innlimað í garðinn. Allt er þar með japönsku sniði, gróður allur, tré, rann- ar og blóm var flutt inn frá Japan, japanskir fuglar synda þar á tjörnum. Hús öll, girðingar og brýr eru með japönsku sniði og gert úr japönskum efnivið, og hvar- vetna eru japönsk líkneski og alls konar fígúrur til skrauts. Svo vel er þetta einangrað frá umhverfinu, að mann gæti vel dreymt, að hann væri skyndilega kom- inn til Austurlanda. Ekkert sést nema hið austræna umhverfi. Kona sú, sem sýndi mér og Þjóðverjunum tveimur borgina, fór með okkur inn á japanska setrið, er við höfðum ekið um garðinn um hríð. Þar eru framleiddar japanskar eða kínverskar veitingar. Fram- reiðslufólkið er japanskt í þjóðarklæðum sínum, og borðbúnaður allur japanskur. Á boðstólnum var þarna svonefnt jasmínute, sem þykir mjög fínt, kökur og konfekt. Mér þótti teið hálfvæmið á bragðið, og kök- urnar minntu helzt á oblátur. Meðan við átum þarna tók að kólna. Svöl hafræna blés utan frá sjónum og fylgdi henni nokkur hráslagi. Mátti á því sjá, að komið var haust. Annars er það einn kostur San Francisco, að þar verður aldrei óþægilega heitt, fyrir því sér haf- golan, en oft fylgir henni þoka og nokkur súld. Getur þá stundum verið sótþoka í vestasta hluta borgarinnar, en glaðasólskin, þegar komið er inn í miðbæ. Annar Þjóðverjinn þurfti að komast yfir í Berkeley. Lauk hinum fyrsta degi í San Francisco með því að aka þang- að. Komið var að sólarlagi, er haldið var aftur til borgarinnar. Vesturhiminn allur, en þó einkum yfir Gullna hliðinu, logaði í rauðum og rauðgulum lit. Er sagt að Gullna hhðið dragi nafn sitt af gullroða sólarlagsins. En svo er fagurt sólarlag þar á Kyrrahafs- ströndinni, að jafnvel sólarlag við Faxaflóa má vara sig í samanburði, en þó skortir mjög hina bláu liti þar vestra. Á leiðinni heim yfir Bay bridge voru bílamir svo þétt- ir, að líkast var að sjá sem í rauðleita eldmóðu eða glóandi hraunstraum, þar sem þeir sigu áfram og aftur- ljósin bar saman. Þótti mér sú sjón furðuleg, og þó einkum, er ég kynntist því síðar, að slíkur er straumur- inn nær allan daginn. Heimsókn í Californíuháskóla. Annan daginn, sem ég dvaldist í San Francisco fór ég í heimsókn í University of California (Califomíu- háskóla), sem liggur í Berkeley. Er hann einn af stærsu háskólum Bandaríkjanna, og þótt víðar sé leitað. Stúdentar eru þar nær 30 þúsundum, en auk heimaháskólans í Berkeley eru sjö útibú um Cali- forníu, hið stærsta í Los Angeles. Skólinn er ríldsskóli, og nemur fjárhagsáætlun hans 5 milljónum dollara á mánuði hverjum. Má nokkuð marka af því stærð stofn- unarinnar. „Campusinn“ í Berkeley liggur mjög fagur- lega í brekkunum upp frá flóanum, og blasir vel við 304 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.