Heima er bezt - 01.09.1957, Síða 18
HVAÐ UNGUR NEMUR- ÞÁTTUR
RITSTJÓRI: ÆSKUNNAR
STEFÁN JÓNSSON-------------------
NÁMSTJÓRI
HVALFJARÐARLEIÐ .
MÆRIN FRÁ GAUTLANDI
Við skulum hugsa okkur að við værum stödd í
Reykjavík, eða ættum þar heima, og ætluðum
að bregða okkur upp í Borgarfjörð, þá liggur
leiðin í kringum Hvalfjörð. — Hvalfjarðarleið-
in er mjög fjölfarin, en líklega fara þó fleiri bílar ár-
lega um Hellisheiði.
Á Hvalfjarðarleið eru margir sögulega merkir staðir,
og leiðin kringum Hvalfjörð sérkennileg og fögur í
góðu veðri. í fullan áratug hef ég farið þessa leið 15
til 20 sinnum á ári, og oft einsamall, en fyrir fjórum
áratugum fór ég þessa leið í fyrsta skipti, og þá ríð-
andi. — Sú ferð er mér ógleymanleg. En svo er það
jafnan, þegar farið er um sögulegar og fagrar byggðir,
að fyrsta ferðin verður minnisstæðust.
Ef ekið er frá Reykjavík um Hvalfjörð, þá liggur
leiðin um Mosfellssveit, Kjalarnes og Kjós, inn að botni
Hvalfjarðar. Við fjarðarbotninn eru tveir bæir, sem
heita Stóri-Botn og Litli-Botn. Skógarleifar eru við
fjarðarbotninn, og af fornum sögum má sjá það, að
miklir skógar hafa verið þar á landnámsöld. Hlýlegt
og gróðursælt er vestan við fjarðarbotninn og víða
góðir áningarstaðir fyrir ferðamenn.
Vegurinn kringum Hvalfjörð var áður mjög vara-
samur. Víða voru brött klif og tæpar götur, en nú
hafa stórvirkar jarðýtur breikkað veginn, og stöðugt
er verið að endurbæta hann og brúa að nýju gil og
torfærur. f
Áður fyrr voru margir farþegar í langferðabílum,
sem fóru um Hvalfjörð, lofthræddir á tæpum götum,
utan í snarbröttum skriðum. Vildu sumir farþegar fara
út úr bílnum og ganga yfir hættulegustu klifin. Það
þótti bílstjórunum tafsamt.
Á stríðsárunum var hermannavörður víða á Hval-
fjarðarleið. Voru þeir allir vopnaðir. Einu sinni var
iangferðabíll á vesturleið í kringum Hvalfjörð. Kona
ein í bílnum var lofthrædd og vildi fá að ganga tæp-
ustu göturnar. Hún bað bílstjórann um leyfi til þess,
er þau komu að hættulegu klifi.
Hann brá snöggt við og sagði: „Það þori ég ekki að
ieyfa. Hermennirnir skjóta samstundis hvern farþega,
sem stígur út úr bílnum.“ Konunni brá og settist aftur
í flýti. Af tvennu illu vildi hún heldur sitja í bílnum
yfir hættusvæðið, en láta skjóta sig eins og rakka.
Ekki er langt frá Botnsá, sem fellur í fjarðarbotninn,
að bænum Þyrli. Hann er samnefndur háu og sérkenni-
legu fjalli, er heitir Þyrill.
Þegar komið er að Þyrli, er gott að nema staðar,
athuga umhverfið og minnast sögu staðarins.
Alllangt og breitt nes liggur þarna út í fjörðinn und-
an bænum, sem nefnt er Þyrilsnes, en norðvestan við
nestána er lítill klettahólmi, grasi vaxinn að ofan. Er
hólmi þessi nefndur Geirshólmi, en á síðari árum, —
einkum eftir að Davíð skáld Stefánsson orti kvæðið
Helga jarlsdóttir, — er hólminn oft nefndur Harðar-
hólmi. Þarna væri gott að gefa sér tíma til að rifja
upp þætti úr sögu hólmans. Vil ég því rifja upp nokkur
atriði úr Harðar sögu ok Hólmverja.
Austur á Ölfusvatni í Grafningi bjó maður, er
Grímkell hét. Hann var ekkjumaður, er sagan hefst,
og nokkuð við aldur. Hann giftist ungri konu frá
Breiðabólsstað í Reykholtsdal, er Signý hét. Valbrand-
ur faðir hennar réð giftingunni, og ekld var það mál
borið undir Signýju sjálfa eða Torfa bróður hennar.
Fór Signý hálf nauðug að Ölfusvatni. Eftir nokkum
tíma eignaðist Signý son, er hlaut nafnið Hörður.
Signýju dreymdi einkennilegan draum, áður en dreng-
urinn fæddist, og virtíst henni draumurinn boða það,
að drengurinn yrði ekld gæfumaður.
Hörður var fallegt bam, hraustlegur í útliti og dafn-
aði vel. Að einu leyti var hann þó seinþroska. Hann
var ekki farinn að ganga óstuddur, er hann var þriggja
vetra. Segir sagan þannig frá, er Hörður gekk sín fyrstu
spor.
306 Heima er bezt