Heima er bezt - 01.09.1957, Qupperneq 21

Heima er bezt - 01.09.1957, Qupperneq 21
„Staupasteinn" i Hvalfirði sunnanverðum á leiðinni frá Reykjavík og inn í Hvalfjarðarbotn. Einkennilegur drang- ur eins og „kaktus" i lögun. hörðum deilum við mága sína og frændur. Hann var að lokum útlægur gerr, og tók þann kost að leggjast út sem sekur skógarmaður, og tók sér bólstað í hólm- anum Htla í Hvalfirði undan Þyrli. Geir, fóstbróðir hans, fylgdi honum í útlegðina, kona hans Helga jarlsdóttir og tveir ungir drengir þeirra, Harðar og Helgu, er hétu Grímkell og Björn. Fjöldi sekra manna fluttist í hólmann til þeirra fóst- bræðra, og voru sumir þeirra illvirkjar. Er talið að 80 seldr menn væru í hólmanum, er flest var. Þeir Hólmverjar fóru svo til rána upp um héraðið, sér til lífsbjargar, og þótti þó Herði það erfitt hlut- skipti. Héraðsmenn bundust þá samtökum um að ráða Hólmverja af dögum, og tókst það með svikum og lævísi. Hirði ég ekki að rekja þá sögu hér, enda er saga Harðar og Hólmverja í margra höndum, en allir voru þeir ginntir í land og drepnir, en Helga varð ein eftir í hólmanum með litlu drengina sína báða, því að hún treysti ekki loforðum bændanna, og vildi ekki fara með Herði í land, en hann vildi ekki fara að ráðum konu sinnar og bíða kyrr í hólmanum. — Þegar Helga sér hversu komið var, ákveður hún að reyna að synda í land, ef hún fengi borgið lífi drengjanna. Hún bíður næturinnar í hólmanum, en þegar næturhúmið hefur lagst yfir láð og lög, leggur hún upp í hina frægu sundför, sem varla á sinn líka í fornum sögnum. Hún hafði bundið við sig Björn son sinn, sem var aðeins fjögra ára, en eldri drengurinn, Grímkell, sem var átta ára gamall, lagðist ósmeykur til sunds við hlið móður sinnar. — Helgu skilaði betur áfram á sundinu, og dróst Grímkell aftur úr, en er móðirin sundmóða hafði komið Birni á þurrt upp í sandinn, sneri hún aftur út á móti eldri syni sínum. „Því að honum dapraðist sundið,“ eins og sagan segir svo fagurlega. — (Vega- lengdin út í hólmann er um 2000 metrar.) Um sundafrek Helgu jarlsdóttur segir Davíð skáld Stefánsson í sínu ágæta kvæði: „Hjartað var þeim böndum bundið, sem brúði veika af hetju gera. Til hinnsta dags skal Helgu-sundið heiðinni móður vitni bera.“ Ég rek svo ekki þessa sorgarsögu lengra. Helgu tókst að bjarga sonum sínum með sundafreki sínu. Hún var enn nokkur ár á íslandi, en þá er Grímkell sonur henn- ar var 12 vetra, féll hann í bardaga, er hann vildi hefna föður síns. Fór þá Helga utan með Björn son sinn til Gautlands. Var þá Hróar, bróðir hennar, lifandi og réð þar ríkjum. — Ekki fara neinar sögur af Helgu jarlsdóttur, eftir að hún kom aftur til Gautlands, en sagt er að Björn sonur hennar hafi komið aftur til íslands, og hafi hann verið hinn röskvasti maður. Helga kom að landi, þar sem Bláskeggsá fellur til sjávar. Er þar nú nýbyggð brú yfir ána, undir háum hömrum. Enginn fer svo þarna um þjóðveginn, að hann renni ekki augum út í hólmann litla út í firðinum. Við þenn- an hólma er bundin sorgarsaga, sem aldrei gleymist. Við sögu hans er líka tengd saga um sundafrek og hetjudáð, sem frábært má telja, og er hliðstætt Drang- eyjarsundi Grettis. Við höldum nú áfram eins og leið liggur að veitinga- skálanum hjá Ferstildu. Þar verðum við að staldra við og rifja upp sögu staðarins. Skammt frá Ferstiklu, nær sjónum, er prestssetrið Saurbær á Hvalfjarðarströnd. Þar sat Hallgrímur Pét- ursson sálmaskáld sín síðustu prestsskaparár, en eftir að hann lét'af prestsskap, bjó hann á Ferstiklu og and- aðist þar, eftir erfiða baráttu við sjúkdóm og harðrétti. Þyrill, fjallið og bcerinn. Heima er bezt 309

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.