Heima er bezt - 01.09.1957, Page 23

Heima er bezt - 01.09.1957, Page 23
FIA FRÆNKA Þetta œvintýri er úr œvintýrabökinni „Drengurinn og hafmœrin“ eftir SYNNÖVE G. DAHL. Þessi œvintýrabók kemur á bókamarkaðinn í haust i þýðingu Sigurðar Gunnarssonar, skólastjóra, Húsavik. r skjólríkri lægð úti í skerjagarðinum lá æður á eggj- um sínum. Hún hét Perla og var dökkbrún á baki, með ljósa bletti hér og þar. Það var næstum ómögulegt að sjá hana, þar sem hún lá á milli steinanna. „Nú hlýt ég að hafa eignazt nægilega mörg egg,“ sagði hún við sjálfa sig og stóð upp af hreiðrinu. „Það er réttast að ég telji þau að gamni mínu. Þarna eru eitt — tvö — þrjú — fjögur — fimm!“ Hún kinkaði kolli við hvert egg, sem hún taldi. Það var hreint ekki svo auðvelt að telja svona hátt. „Þetta voru þá fimm egg! Ekki líkar mér það, ef ungaflokkurinn minn verður ekki stærri. Ég hefði mjög gjarnan kosið að eignast tvö í viðbót. Það er réttast að ég rölti yfir í urðina og gæti að því, hvort hún Fífa er heima. Hún tók frá mér tvö egg í fyrra, tófan sú arna, og þá er ekki nema sanngjarnt, að ég taki frá henni tvö í vor!“ Hún reitti dún af brjósti sér og breiddi yfir öll egg- in, til þess að þau héldust hlý, meðan hún væri fjar- verandi. Síðan kjagaði hún af stað. En hún var stirð til gangs, og stundum datt hún kylliflöt. „O, svei!“ sagði hún. „Mér er hreint ekki lagið að ganga á landi. Nei, þá kýs ég nú heldur vatnið. Það er bezt, að ég flýti mér að unga út eggjunum, svo að við getum haldið út á haf. Því fyrr sem mér tekst það, — því betra fyrir okkur öll. Ja-há, — það er hérna, sem hún Fífa býr. Nú geng ég bara fram hjá og læt sem ekkert sé um að vera!“ Perla kjagaði fjarska róleg skammt frá hreiðri Fífu. Hún aðeins gaut þangað augunum allra snöggvast. Það var enginn heima! Perla flýtti sér að hreiðrinu og lagðist litla stund á grágræn eggin fimm. Þegar hún reis upp á ný, hafði hún með sér sitt eggið undir hvorum væng. Hún þrýsti vængjunum þétt að líkamanum og hélt síðan heimleiðis. „En nú skiptir mestu máli að hafa taumhald á tungu sinni,“ sagði hún. Og svo hökti hún áfram, hægt og gætilega. „O, nú munaði minnstu að ég dytti,“ sagði hún allt í einu. Henni tókst að afstýra því á síðustu stundu. „Já, þetta var mikil mildi! Þvílíkt óhapp, ef eggin hefðu orðið að klessu! Það hefði verið miklu betra, ef öll jörðin hefði eingöngu verið vatn. Nei, það er al- veg satt, — ég hefði nauðsynlega þurft að hafa ein- hvern öruggan stað til þess að verpa eggjunum mín- um! O, jæja, það verður þá líka að vera eins og það er!“ Og svo kjagaði hún áfram fjarska rólega — og komst að loltum heim. , Hún lagði nýju eggin tvö með gætni niður í hreiðrið sitt og tók að telja þau á ný. „Eitt, tvö, þrjú, fjögur, fimm, sex, sjö! Jú, það stendur heima. Fimm egg voru fyrir og tvö í viðbót, — það eru áreiðanlega sjö!“ sagði hún. „Það verða þá sjö ungar! Já, það er eins og það á að vera! Nú skiptir mestu að vera natin við að liggja á!“ Svo lá hún trúlega á eggjunum sínum, bæði nótt og nýtan dag, því að hana langaði fjarska mikið til að geta ungað þeim sem fyrst út. Það var aðeins örsjaldan, að hún fór af hreiðrinu stutta stund í einu til þess að fá sér ofurlítinn matar- bita og hressandi bað í svölum sjónum. En áður en hún fór, reytti hún enn meiri dún af brjósti sér og lagði hann ofan á eggin.... Að nokkrum tíma liðnum átti hún sjö sönglandi, litla unga. Þeir voru næstum því alveg svartir að lit og fjaðralausir með öllu, aðeins þaktir mjúkum dúni. Jafnskjótt og þeir höfðu áttað sig ofu'rlítið á lífinu í kringum sig, sagði hún við þá: „Nú skuluð þið koma með mér, blessaðir ungamir Heima er bezt 311

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.