Heima er bezt - 01.09.1957, Qupperneq 25
Svo lagði hún af stað og allir ungarnir á eftir henni,
eins og perlur á bandi. Jú, Trína sat þarna niðri í fjör-
unni.
Fía tók til að kalla á ungana, eins hátt og hún gat,
í gælurómi:
„Komið nú, börnin mín, — komið nú öll á eftir
mömmu!“
Alveg rétt! Þama leit Trína upp og góndi á þau.
„Hvar hefurðu stolið öllum þessum ungum, gamla
piparkerlingin þín?“ kallaði hún.
„Afsakaðu, ef það eru þessir sjö ungar, sem þú átt
við, þá ætla ég að láta þig vita, að ég á þá alla!“ svar-
aði Fía.
Hún reisti sig upp og reigði og hélt hreykin áfram.
„Komið nú, krakkar mínir, komið nú, Pilli og Dilli!
Nú verðum við aftur að halda heim,“ sagði hún í bænar-
rómi. „En fyrst ætla ég að athuga, hvort þið eruð ekki
hér allir: Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö! Jú,
það stendur alveg heima.“
Eftir litla stund var hún horfin með allan hópinn.
En niðri í fjörunni sat Trína enn þá og góndi á
eftir þeim.
Utan við tangann var úfinn sjór, og litlu, svörtu
krílin þeyttust ýmist upp eða niður á öldunum. Pilli og
Dilli drógust sífellt lengra og lengra aftur úr.
„Komið nú, Pilli minn og Dilli,“ sagði hún í bænar-
rómi. „Verið sem næst frænku, svo að Svartbakurinn
taki ykkur ekki.“
En Svartbakurinn gráðugi var nær en nokkurt þeirra
grunaði. Hann hafði lengi hnitað marga hringi hátt
upp í loftinu og fylgzt með hverri hreyfingu unganna
og fóstru þeirra.
„Ég skal að minnsta kosti ná þessum tveimur, sem
alltaf eru aftastir,11 sagði hann við sjálfan sig.
Og allt í einu renndi hann sér leifturhratt niður,
gleypti vesalings Pilla og hóf sig svo hátt til lofts á ný.
„Namm, namm, þetta var vissulega góður biti!“ sagði
hann stuttu seinna. „Það er bezt, að ég gleypi hinn
strax! “
Því næst þaut hann niður að Dilla og gleypti hann
líka.
Eftir nokkra stund sneri Fía sér við og fór að telja:
„Einn tveir, þrír, fjórir, fimm.... En hvað getur eigin-
lega hafa orðið af hinum? Ég var þó áreiðanlega með
sjö unga.“
„Pilli! Dilli! Komið til frænku!“ kallaði hún.
Hátt uppi í bláu himinhvolfinu flögraði stór máfur.
Þá varð Fíu allt í einu Ijóst, hvað orðið hafði af ung-
unum litlu tveimur, og það lá við, að hún færi að
gráta.
„Ó, þvílík ósköp, að þetta skyldi þurfa að koma
fyrir!“ kjökraði hún. „Og ég sem lofaði að vera alltaf
inni í víkinni. Hamingjan góða! Hvernig fer eigin-
lega fyrir mér, þegar Perla kemur heim?“
Hún var algjörlega örvilnuð og vissi ekkert, hvað
hún átti til bragðs að talta.
Allt í einu varð hún glaðlegri á svipinn. „Við förum
bara langt, langt í burtu,“ sagði hún við sjálfa sig. „Þá
finnur Perla okkur ekki, og þá fæ ég að hafa ungana
ein allt sumarið.“
„Komið nú, börnin mín góð, — við ætlum að leggja
í langa ferð!“ hrópaði hún. „En fylgið mér alltaf fast
eftir, svo að Svartbakurinn taki ykkur ekki.“
Svo syntu þau út fyrir tangann og settust að í fjar-
lægri vík, þar sem Fía hafði aldrei komið áður.
Þar áttu þau saman marga yndislega daga. Aldrei
fyrr hafði Fía verið jafn hamingjusöm.
„Nú eruð þið orðnir ungarnir mínir fyrir fullt og
allt,“ sagði hún. „Yndislegu ungarnir mínir, nú megið
þið aldrei fara frá mér!“
Svo strauk hún þá með nefinu og gerði ýmsar gæl-
ur við þá. Og ungamir vora henni fjarska fylgispakir
og virtust vera ánægðir með hina nýju móður sína.
Perla tók sér töluvert langt frí, fyrst hún á annað
borð hafði sig í það. Þegar hún loksins lagði af stað
heimleiðis, flýtti hún sér í víkina, þar sem Fía átti að
vera með ungana.
En þar var engin Fía og engir ungar!
Perla kallaði og kallaði, en árangurslaust. Svo synti
hún meðfram ströndinni og leitaði alls staðar, bæði
uppi í fjörunni og úti á sjónum.
Kría sat á steini í fjörunni og sveiflaði stélinu.
„Þú hefur líklega ekki séð neinn fara hér fram hjá
með ungana mína?“ spurði Perla.
„Hve marga unga áttirðu?“ spurði krían.
„Ég átti sjö,“ svaraði Perla sorgmædd.
„Nei, þá hafa það sjálfsagt ekki verið þínir ungar,
sem ég sá héma um daginn, því að þeir voru bara
fimm,“ sagði krían. „Þeir syntu í áttina þangað,“ sagði
hún og benti með öðram vængnum.
„Þá er líklega réttast, að ég leiti hinum megin við
tangann,“ sagði Perla og tók alveg nýja stefnu.
Alka sat uppi á ldettasyllu. Hún var svört, með
drifhvítt brjóst.
„Hefurðu séð nokkum fara hérna fram hjá með
ungana mína?“ spurði Perla.
„Hve marga unga áttirðu?“ spurði álkan. „Sú æð-
ur, sem synti hér fram hjá í gær, hafði aðeins sex unga.“
Álkan var nýbúin að læra að telja upp í sex og lang-
aði til að lofa öðrum að heyra það. Hún hafði ekki
einu sinni talið ungana.
„O, vora þeir bara sex,“ sagði Perla vonsvikin. „Þá
hafa það ekld verið ungarnir mínir.“
Og svo hélt hún leitinni áfram.
Hún kom þar að, sem stór skarfur sat á steini. Hann
var svartur og hafði topp á höfðinu.
„Hefur þú séð nokkum fara fram hjá með ungana
mína?“ spurði Perla.
„Já, ég sá kollu, sem líktist þér, og einnig nokkur
ungakríli í víkinni þarna, snemma í morgun,“ svaraði
skarfurinn.
„Hvað voru ungamir margir?“ spurði Perla áköf.
Skarfurinn hugsaði sig vel um. „Nú ætla ég að nota
tækifærið og sýna, að ég geti talið alveg upp í sjö!“
sagði hann við sjálfan sig. „Ég man ekki, hve margir
ungarnir vora.“
Heima er bezt 313