Heima er bezt - 01.09.1957, Síða 28
hanna í reiði, en með sjálfri sér hugsaði hún sem svo:
Hvernig ætli þeim verði við, þegar „barnið“, einn
góðan veðurdag, birtist með sjóliða sér við hlið!“
Um kvöldið varð Jóhanna að leggjast til svefns, án
þess að hafa litið á klukkuna og brosað til myndar-
innar í lokinu, eins og hún hafði jafnan gert undan-
farin kvöld. — En hún var svo þreytt eftir þennan erf-
iða, óhappadag, að hún var fljót að sofna, þótt hún
væri þungt hugsandi.
Morguninn eftir, um hlukkan níu, kom lögreglu-
þjónn og gerði boð fyrir Jóhönnu. — Hann skýrði frá
því, að úrið væri fundið og finnandinn væri einhver
Ter Linde á Mjólkurvegi 134. — Ætti Jóhanna að vitja
þess þangað. — Karl bróðir hennar bauðst til að fylgja
henni þangað, en Jóhanna var fljót að afþakka boðið.
„Það væri nú það versta að hafa hann með,“ hugsaði
Jóhanna.
„Nei, þakka þér fyrir,“ sagði Jóhanna upphátt. „Vin-
stúlkur mínar ganga með mér. — Við förum margar
saman.“
„Allt í lagi,“ sagði bróðir hennar.
Ur því að finnandinn var í þessum bæjarhluta, fannst
Jóhönnu ólíklegt að nokkur þar þekkti þessa „bama-
mynd“ af Gelder liðsforingja. — Það var þó aldrei að
vita, nema slíkt óhapp gæti hent, og þess vegna vora
þær vinstúlkumar ekki lausar við hjartslátt, er þær um
hádegið börðu að dyrum á húsinu nr. 134. — Þetta
var í þröngri, skuggalegri götu, og koma þeirra ungu
stúlknanna vakti sjáanlega mikla athygli, því að andlit
sáust í hverjum glugga, og sums staðar komu börn og
fullorðnir út á tröppur húsanna, og athuguðu þessar
aðkomnu stúlkur af mikilli forvitni. — Jenný hafði
orð fyrir þeim og spurði kurteislega: „Býr herra Ter
Linde í þessu húsi?“
„Já, ungfrú! Hann á hér heima.“
„Þessi stúlka hefur týnt úrinu sínu,“ sagði Jenný og
benti á Jóhönnu, en stúlkan, sem opnað hafði dyrnar,
hvarf aftur inn í húsið, en Jóhanna hefði helzt viljað
hlaupa strax í burtu, en harkaði þó af sér og beið þess,
er koma skyldi með saman-bæklaðan 10 krónu seðil
í hendiimi, sem pabbi hennar hafði tekið úr sparibauk
Jóhönnu og fengið henni til greiðslu á fundarlaunum.
„Fyrir þetta hefðum við getað keypt 80 rjómakök-
ur,“ hafði Nanna sagt, er þær lögðu í þennan leið-
angur.
Þegar stúlkan bauðst til að ná í finnandann, sem bjó
á efstu hæð, hafði Lilja hrist höfuðið, því að hún taldi
heppilegra að Jóhanna veitti úrinu móttöku inni en úti,
en Jóhanna var of sein að skilja þetta, og því fór sem
fór.
„Ter Linde,“ hrópaði stúlkan í neðsta stiganum, og
litlu síðar heyrðist fótatak uppi, og svo sá á fætur, og
loks fæddist allur maðurinn.
„Hvílík skilvísi. — Hvílík skilvísi,“ tautaði Jenný og
leit til Jóhönnu, en Jóhanna ætlaði alveg að hníga niður,
er hún þekkti manninn, sem birtist í dyrunum. — Þetta
var þjónn eða frammistöðumaður, sem gekk um beina
í veizlum í heimahúsum, og hafði einmitt gengið um
beina í veizlunni hjá Corry Berends, þegar hinn eftir-
minnilegi dansleikur var. — Hann brosti glettnislega,
er hann heilsaði stúlkunum.
„Hvað get ég gert fyrir ykkur?“ sagði hann hátíð-
lega.
„Mér var tilkynnt af lögreglunni, að þér hefðuð
fundið úr á götunni. Ég hef týnt úrinu mínu. — Ef
til vill er það mitt úr, sem þér hafið fundið. — Vilduð
þér lofa mér að líta á það?“ sagði Jóhanna kurteis-
lega.
„Hvenær týnduð þér úrinu, og hvar?“ spurði maður-
inn, varkár og tortrygginn.
„Á leiðinni frá hárgreiðslustofunni að söngskálan-
um,“ svaraði Jóhanna samstundis.
„Já, — það kemur heim,“ svaraði maðurixm.
Hann sneri sér að ungri stúlku, sem komið hafði út
í dyrnar með honum. — „Rúna! Viltu sækja úrið, sem
liggur í borðskúffunni uppi,“ sagði hann skipandi.
Því næst sneri hann sér aftur að Jóhönnu og spurði:
„Var það gullúr, sem þér týnduð?“
„Já,“ stamaði Jóhanna.
Slægðarlegt bros breiddist yfir andlit mannsins, og
loksins kom spurningin, sem Jóhanna hafði mest kviðið
fyrir:
„Var nokkuð innan í úrinu?“
„Já, mynd,“ svaraði Jóhanna. Hún var nú alveg að
missa kjarkinn.
„Mynd af manni?“ Bros hans var ósvífið.
Jóhanna samþykkti með höfuðhneigingu. Hún gat
eklci komið upp noklcru orði. — Jenný vildi bjarga
henni úr klípunni og sagði sakleysislega: „Það var mynd
af föðurbróður hennar, þegar hann var ungur.“
Nanna ætlaði alveg að springa af hlátri, en Ter
Linde lét ekki leika á sig. Hann svaraði samstundis,
og þóttist vera undrandi:
„Jæja. — Er Gelder liðsforingi föðurbróðir yðar?“
Þetta var banahöggið.
Konurnar, sem stóðu á tröppunum í kring, ráku
upp skellihlátur.
Jóhanna beit á varirnar og harkaði af sér grátinn,
en Jenný steinþagnaði, eins og stungið hefði verið upp
í hana.
Til allrar hamingju kom nú stúlkan með úrið.
„Já, — þetta er mitt úr,“ sagði Jóhanna ákveðin og
tók við úrinu. — „Þakka yður kærlega fyrir. Þetta
skuluð þér hafa fyrir fyrirhöfnina,“ sagði hún og rétti
manninum seðilinn. — Og áður en nokkur gat áttað
sig, voru vinstúlkurnar fjórar þotnar út á götuna og
bráðlega úr augnsýn.
„Þetta var nú ljóta klípan," dæsti Lilja, er þær hægðu
á sér. — En Jóhanna sagðist hafa haldið að hún ætlaði
að deyja af blygðun. — En raunum hennar var ekki
lokið. — Er hún kom heim, um ldukkan hálf fimm,
varð hún alveg undrandi, er hún sá systur sína í ljós-
um, nýjum kjól, á rúmhelgum degi, og mamma hennar
316 Heima er bezt