Heima er bezt - 01.09.1957, Síða 29
var líka fínni en venjulega, þótt hún væri ekki eins fín
og Sesselja.
„Jóhanna! Þú verður að fara í fallegri kjól,“ sagði
mamma hennar, strax og hún kom inn. — „Við eigum
von á gestum í kvöld.“
„Hverjum?“ spurði Jóhanna.
„Það færðu að sjá bráðum. — Heyrðu, viltu taka
til á skrifstofunni hjá pabba þínum. — Það koma bráð-
um menn að tala við hann.“
„Það er skrítið að vilja ekki segja mér hverjir koma,“
sagði Jóhanna, móðguð. — Síðan gekk hún upp til að
hafa kjólaskipti.
Glugginn á baðherberginu sneri út að götunni. —
Jóhanna opnaði gluggann og teygði sig út. — Hún
ákvað að bíða þama og fylgjast með, hverjir kæmu.
Enginn gat komist að forstofudyrunum, án þess að
hún sæi til hans. Hún sá líka langt út á götu.
Það leið stundarfjórðungur, og enginn sást koma. —
Það leið hálftími, og Jóhanna var að gefast upp á að
standa vörð, en þá kom einhver fyrir næsta götu-
hom. — Fyrst þekkti hún ekki manninn, en allt í einu
sá hún, hver þetta var. — Það var Gelder liðsforingi.
Hjartað í brjósti hennar tók kipp, en svo fannst henni
það snar-stoppa. Hvílíkur ótti! Hvílík sæla! Nú yrði
allt gott aftur. Auðvitað kæmi hann til að biðja henn-
ar. Biðja föður hennar um hans samþykki, eins og
venjulega var sagt. — „Ó, hve hann er fallegur. —
Þarna stanzar hann við tröppurnar. — Hann er dálítið
fölur. Það er svo sem eðlilegt. — Ætti hún að blístra?
Nei, það væri líklega ekki siðsamlegt. — Ó, nú gengur
hann inn. — Fótatak hans heyrist. — Dymar að skrif-
stofunni opnast, og þeim er lokað aftur.“ — Jóhanna
þaut frá baðherbergis-glugganum og inn í sitt her-
bergi. — Þar þreif hún greiðu og hárliðunarjárnið og
fór að reyna að hressa upp á hárgreiðsluna, sem nú
var dálítið farin að raskast. — Blóðið þaut fram í
kinnarnar. — Nú yrði hún að ganga niður og láta sem
ekkert væri. — Það var erfitt, en svona átti það að vera.
í stofunni var allt heimilisfólkið saman komið, nema
pabbi hennar.
Jóhanna heyrði óminn af hávæm samtali, en þegar
hún kom inn, datt allt í dúnalogn.
„Já, auðvitað. Það er ekki að undra,“ hugsaði Jó-
hanna. — í huga hennar varð bjart af gleði og vonum.
Mamma hennar gekk um leið út úr stofunni og sagði
við Jóhönnu:
„Af hverju hefurðu sett upp hárið?“
„Bara út í bláinn,“ svaraði Jóhanna og hló við.
Þá vom þau systkinin þrjú ein eftir í stofunni, en
Jóhönnu fannst sem einhver ógæfa lægi í loftinu. Sess-
elja og Karl litu svo einkennilega hvort á annað. —
Jóhanna fór að hugsa um, hvað ákveðið yrði um fram-
tíð hennar, þegar það kæmi á daginn, að hún væri trú-
lofuð. Skyldi hún vera látin hætta í skólanum strax?
En hve nafnið myndi hljóma vel:
Frú van Gelder, fædd van Laer. — Svona yrði nafn-
ið skráð. — En hve þetta var allt einfalt. — Hvemig
ætli trúlofunarkortin líti út? — Og nú verða vin-
stúlkur hennar að kalla hana ungfrú, er þær ávarpa
hana.
Enn leið eilífðartími, fannst Jóhönnu. Hún leit hvað
eftir annað á úrið og skoðaði sig í speglinum.
Karl gekk hratt um gólfið, eins og bjarndýr í búri,
og Sesselja handlék vasaklútinn og gat aldrei staðið
kyrr.
Allt í einu opnaðist hurðin að skrifstofunni, og pabbi
þeirra leit inn í stofuna, alvarlegur á svipinn, og gaf
einhverjum merki um að koma.
Jóhanna gekk strax fram, en pabbi hennar stöðvaði
hana og sagði: „Sesselja.“
Hún gekk þegjandi til hans og inn í skrifstofuna.
„Hvað stendur nú til,“ hugsaði Jóhanna. „Hvers-
vegna er öll fjölskyldan kölluð til, en hún ein skilin
eftir? Karl verður áreiðanlega kallaður næst.“ — Allt
í einu flaug einhver óheilla-hugsun um hugann. — Nei,
það gat ekki verið. — Það var ómögulegt.
Hurðin að skrifstofunni opnaðist aftur, og í dyr-
unum birtust Sesselja og Gelder liðsforingi og héldu
innilega hvort utan um annað. Sesselja hallaði höfðinu
mjúklega á öxl liðsforingjans, og gleði og sæla Ijómaði
af andlitum beggja. — Að baki þeirra stóðu hjónin, for-
eldrar þeirra systkina, brosandi og ánægð.
Aumingja Jóhanna. — Hún stóð eins og stirðnuð á
miðju stofugólfinu. Hún vissi ekki, hvort þetta var
draumur eða vaka, þar til gleðihlátur Sesselju vakti
hana til lífsins.
„Sjáið Jóhönnu, hvernig hún stendur agndofa. —
Heyrðu, systir! Má ég kynna unnusta minn og til-
vonandi eiginmann fyrir þér.“
Jóhanna fann hvernig úrið tifaði á úlnliðnum, og
henni varð hugsað til þess, hvað það hafði að geyma.
Liðsforinginn gekk beint til hennar með framrétta
hönd og sagði: „Ég hef þegar kynnzt þessari nýju
systur minni. — Manstu ekki eftir því, Jóhanna?“
Allir fóru að hlæja. — En Jóhanna var alveg yfir-
buguð og kom ekki upp einu orði. — Hamingjuósk-
irnar frusu á vörum hennar. Allir stríddu „litlu systur“,
og hlógu að fátinu, sem á hana kom. — Hjónaefnin
settust á legubekkinn og aðrir hér og þar í stofunni,
en Jóhanna stóð eins og stytta og gat ekki haft augun
af þeim. Hún sá, að Gelder liðsforingi dró Sesselju
systur hennar hlýlega að sér og kyssti hana beint á
munninn, en Karl bróðir hennar þreif upp borðdúk-
inn og skýldi þeim, og sagði hlæjandi: „Þetta má Jó-
hanna ekki sjá, Hún er alltof ung til þess.“
„Mig langar heldur ekki til að sjá það,“ sagði Jó-
hanna fálega. — Nú var hún komin til sjálfs sín. — Hún
fór að hugsa málið. — Nú varð henni ljóst, að hún
hafði hlaupið á sig. — Verst af öllu var þó að verða
að segja vinstúlkunum alla söguna. — Hvílík breyting
var ekki á orðin, síðan á dansleiknum. — Það var yndis-
legt kvöld og dásamlegir dagar, sem eftir fóru. Allt
var orðið að engu. — Enn var þó óbreytt setningin:
„Frú van Gelder, fædd van Laer.“ — Vel lét hún í
eyrum, og vel mundi hún fara á pappírnum.
Framhald.
Heima er bezt 317