Heima er bezt - 01.09.1957, Page 30

Heima er bezt - 01.09.1957, Page 30
145) Betri samastað er ekki hægt að hugsa sér en hjá Helgu. Eg er bara hræddur um, að við völdum henni ó- þægindum. Við Stína reynum að hjálpa henni við ýmislegt. 146) Við færum björg í bú með því að tína ber. Já, það reyndist heilmikil búbót, þegar til kom, og nokkuð af berj- unum voru notuð til sultunar. Helgu finnst, að við séum mjög dugleg... 147) Þannig líða nokkrir dagar. Þá sér Helga það í dagblaðinu, að eftir þrjá daga er ákveðið, að boðnar skuli upp eigur Hansens sáluga. 148) Á ný tek ég að brjóta heilann um leyndarmál Hansens. Ég fer í langa gönguferð um kvöldið með Mikka og hugsa málið gaumgæfilega. 149) „Ég held ég verði aldrei rólegur, fyrr en ég hef fengið nánari vitneskju um myndina, sem hékk yfir rúmi Han- sens,“ segi ég við Mikka. „Því heldur þú, að Hansen hafi bent á þessa mynd?“ 150) Ég fæ lánað reiðhjól hjá Línusi, og uppboðsdaginn hjóla ég til stöðvar- innar. Mikki kemur með mér. Ég hef peninga í vasanum, ef svo skyldi fara, að ég byði í eitthvað. 151) Stór hópur manna er saman kom- inn á uppboðsstaðnum. Ég held mig á afskekktum stað og fylgist með því, sem fram fer. Það líður löng stund, áður en myndin kemur fram á sjónarsviðið. 152) Uppboðshaldarinn setur tíu krón- ur á hana, en þá býður einhver tvær krónur. Allir hlæja. Ég býð nú fimm krónur. Enginn býður betur. Hamarinn fellur. Myndin er orðin mín eign. 153) Þegar ég hef sótt myndina, verð ég þess var, að náungi nokkur virðir mig fyrir sér með rannsakandi augna- ráði. Þetta er Perlberg. Hann fylgir mér eftir, þegar ég legg af stað heimleiðis. 318 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.