Heima er bezt - 01.12.1957, Side 4
SR. SIGURÐUR STEFANSSON:
MÖÐRUVALLAKIRKJA
I HORGARDAL 90 ARA
‘sj unnudaginn 5. marz 1865 brann kirkja sú
hin mikla, er Stefán amtmaður Þórarinsson hafði
■ j reisa látið á Möðruvöllum 1788. Skyldi messa
^^ þennan dag, og hafði verið lagt í ofn kirkjunnar
um morguninn. En þar sem búizt var við messufalli,
er á leið, vegna versnandi hríðarveðurs, var eimyrjan
tekin úr ofninum og borin út í fönn. Hafði þá neisti
falizt í eldiviðnum, sem skilinn var eftir í forkirkj-
unni, og varð kirkjan alelda á svipstundu. Mætti sú sjón
sóknarprestinum, síra Þórði Þórðarsyni, er hann kom
utan hólana að staðnum, en hann bjó þá á Ósi. Og er
sagt, að hann sneri þegar frá og heim, enda ekkert að
gera.
Úr kirkjunni bjargaðist aðeins skírnarfonturinn, tveir
Ijósastjakar af altarinu og tveir bekkir. En tuminn féll
logandi niður á grafhellu síra Jóns lærða fyrir kirkju-
dyrum, svo þess sér enn merki.
Pétur Havstein var þá amtmaður á Möðruvöllum, er
þessi tíðindi gerðust. Ög vafalaust er það honum mest
að þakka, hve ötullega og ríkmannlega var efnt til
nýrrar kirkju, og fátt til sparað, að það hús yrði ekki
síður virðulegt og fagurt en hið fyrra. Hefur amtið
staðið fyrir öllum kostnaði og amtmaðurinn sjálfur
stutt verkið með ráðum og dáð. Og hann hefur valið
yfirsmiðinn, sem raunar var ekki langt að leita. Því
að Þorsteinn Daníelsson a Skipalóni var einn viður-
kenndasti og reyndasti byggingarfrömuður landsins á
þeim tíma. Að vísu var hann þá hniginn að aldri, er
þetta gerðist, nálægt sjötugu, og athafna- og umsvifa-
mestu ár æfi hans að baki. Fyrir rúmum 40 árum hafði
hann reist Lónsstofuna, og litlu seinna húsið á Hofi
handa Ólafi lækni Thorarensen, fyrir 20 árum kirkj-
urnar á Bakka og Munkaþverá, svo fátt sé talið, og
fyrir löngu haffærandi skip og innt af höndum önnur
stórvirki. En vafalaust hefur þessi kirkja verið hans
kærasta smíð og hann lagt við gerð hennar meiri alúð
en allt annað. Hún var sjálft meistaraverkið, enda þurru
óðum kraftar þessa þrekmikla og óvenjulega dugnaðar-
manns, er því var lokið. Þessi kirkja varð hans síðasta
verk, er getið verður, en hún mun líka lengst halda
nafni hans á loft og geyma minningu hans.
Um sjálfa kirkjubygginguna fara annars ekki miklar
sögur. Flest er það nú gleymt, þó að um það mætti
að líkindum enn grafa upp ýmsan fróðleik, ef vel væri
eftir skyggst. En margt af því hefur týnzt í Friðriks-
gáfubrunanum 1874, og kirkjustóll Möðruvallakirkju
frá þessum tíma og fram yfir aldamót, sem væri hin
bezta heimild, fyrirfinnst hvergi.
Suma kann að furða, hve lengi á byggingunni hefur
staðið, full tvö ár. Og er það að vísu næsta ólíkt Daníel-
sen, svo fljóthuga sem hann var og ákafur, að koma
ekki þessu verki fyrr af. En geta má þess, að hér var
óvenju vel til vandað um öll föng, en árferði þau miss-
eri, sem smíðin stóð, afar erfitt og samgöngur við út-