Heima er bezt - 01.12.1957, Side 5

Heima er bezt - 01.12.1957, Side 5
lönd, þangað, sem flest þurfti að sækja, hinar erfiðustu. Um menn þá, sem unnu að byggingunni með Þor- steini, hef ég aðeins heyrt einn nafngreindan, Jón Mýrdal skáld, en hann var ágætur smiður og einkar list- fengur. Mjög reynist oft örðugt að finna vígsludag gamalla kirkna, og svo er hér. í samtíðarblöðum er og ekkert, ;sem til þess bendir, að þessi kirkjusmíð hafi vakið veru- lega athygli. Sjálft Akureyrarblaðið, „Norðanfari“, get- ur hennar m. a. s. ekki. En þá var raunar fréttaþjónustan ólík því, sem nú gerist. Víst er samt, að kirkjan var ekki vígð fyrr en „seint a slætti“ sumarið 1867. En löngu áður hefur hún verið tekin í notkun. Þannig eru gefin saman í henni þrenn hjón í októbermánuði 1866, og með fullri vissu fer þar fram messugerð 23. júní 1867, en það hef ég eftir mjög góðri heimild, dagbók Jóns Þorsteinssonar, síðar bónda í Dagverðartungu. Síra Daníel Halldórsson á Hrafnagili, áður í Glæsi- bæ, en hann var þá héraðsprófastur, hefur vígt kirkj- una. Og sóknarpresturinn var, eins og áður segir, síra Þórður Þórðarson Jónassen. Þjónaði hann við kirkjuna fyrstu fimm árin, fluttist síðan suður í Reykholt og andaðist þar 14. jan. 1882. Kona hans var Margrét, dótt- ir Ólafs læknis á Hofi, og lézt hún hér á bezta aldri vorið 1870, og um svipað leyti bæði börn þeirra, stúlka 16 árá og piltur í Reykjavíkurskóla, 17 ára. Síra Þórður var mikilsháttar klerkur og annálaður barnafræðari. Um hann heyrði ég hér áður gamalt fólk, er mundi hann vel, komast svo að orði, sem hann hefði átt fáa sína líka að fyrirmennsku og snilld, og einkum við brugðið kveðjuræðum hans til ungmenna á kirkju- góifi. __ Síra Þórður bjó fyrst á Ósi og síðan á Þrastarhóli. Á Ósi lét hann reisa sér timburstofu mikla sumarið 1858, en hún var átta árum seinna flutt í Glæsibæ og gerð þar af kirkja sú, er enn stendur. Hafði Þorsteinn á Skipalóni forsögn um allt þetta, og má vera, að það hafi tafið nokkuð kirkjusmíðina hér. Haustið 1872 fékk síra Jörgen Kröyer á Helgastöð- um í Reykjadal, áður á Mildagarði í Eyjafirði, Möðru- velii, í skiptum við síra Þórð fyrir Reykholt. Síra Jörg- en var þá kominn yfir sjötugt og farlama maður vegna byltu, sem hann hafði hlotið á einni af ferðum sínum eystra. Hann tók hér við vorið 1873, en embættaði aðeins einu sinni eða tvisvar hér við kirkjuna og sleppti hann þegar kallinu. Hann kemur því lítið hér við sögu. Síra Jörgen bjó í Stóru-Brekku og andaðist þar 26. marz 1875. En þá fyrir tæpu ári var nýr prestur seztur að í sókninni, síra Davíð Guðmundsson, er áður hélt Fell í Sléttuhlíð, og þjónaði hann við Möðruvallakirkju rúma þrjá áratugi. Hann fékk veitingu fyrir brauðinu 17. júní 1873 og lausn frá embætti 31. maí 1905. Síra Davíð hafði fyrst þessa kirkju eina, svo sem fyrirrennarar hans um aldaraðir, en tók við Glæsibæ að auki haustið 1880, og hélzt sú skipan upp þaðan. Hann var prófastur 1876—1897. Síra Davíð verður ávallt talinn með merkisprestum þessa lands, lærdómsmaður mikill og skyldurækinn, svo að frá bar, um öll embættisstörf. Minning hans geymist hér enn í hugum margra, sem nutu leiðsagnár hans og fræðslu, og um fáa menn hef ég heyrt svo samdóma lof sem hann. En skýringuna á því, hversu hann var virtur og elskaður af söfnuðum sínum, má að líkindum finna í þessum orðum eins vinar hans: „Menn vissu, að það var honum heilög alvara, sem hann sagði. Og þessi heilaga alvara var krafturinn í lífi hans.“ Og í helgidómnum „blessaði hann lýðinn og lyfti hans sál og Ijós hinum blinda gaf. Þar vakti hann og hlýjaði hjarta því, sem í húminu kalda svaf. Þar bað hann Drottin að miðla mönnum miskunn sinni af. Þar stríddi hann sem hetja, þar bað hann sem barn og boðaði Guðsríki á jörð og flutti lýðnum lifandi orð og lífinu þakkargjörð.“ En svo kvað dóttursonur hans, Davíð skáld frá Fagra- skógi, á unglingsárum sínum, til ömmu sinnar, frú Sig- ríðar á Hofi. Síra Davíð lézt 27. sept. 1905. En það dróst til þess seint á sumri 1906, að skipaður yrði hér prestur af nýju, og hann kom ekki hingað til brauðs síns fyrr en vorið 1907. Það var síra Jón Þor- steinsson, fyrri lengst prestur að Lundarbrekku, en seinast aðstoðarprestur á Sauðanesi, hjá mági sínum, síra Arnljóti Ólafssyni. Milli presta hafði hér auka- þjónustu í tvö ár, 1905—1907, sóknarpresturinn á Akur- eyri, síra Geir Scemundsson, síðar vígslubiskup. Síra Geir naut sín hér vel og hafði mikla ást á þessu húsi, en' fólkið unun af messuflutningi hans. Síra Jón var nær sextugur að aldri, er hann kom að þessu brauði, sem hann hélt á í rúm 20 ár, og því vart þess að vænta, að hann svo roskinn maður, gerðist hér mjög umsvifamikill í embætti. En þjónusta hans var sjaldgæflega fáguð og listræn, og með ljúfmennsku sinni og drenglyndi vann hann óskorað traust manna og hylli, eins og þau hjón bæði, en kona hans var frú Helga Kristjánsdóttir Möller. Mér var síra Jón sem bezti faðir þann stutta spöl, sem við urðum hér samferða, og er mér einkar kær minning þessa hæverska, hýra og fallega prestaöldungs, og mörgum stundum, sem ég átti með honum, mun ég aldrei gleyma. Hann lézt 7. maí 1930. Mér fannst skylt að geta hér með fáum orðum fyrir- rennara minna við Möðruvallakirkju. Saga hennar og þeirra fléttast saman um árafjöld. Ég veit, að það er fleira, sem vert væri að minnast. Annar snarasti þátturinn í því starfi, sem hér er unnið innan veggja, fer fram uppi á söngpallinum, í amt- Heima er bezt 389

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.