Heima er bezt - 01.12.1957, Qupperneq 8

Heima er bezt - 01.12.1957, Qupperneq 8
20. september 1879 UR DAGBÓK 1 greininni um Möðruvallakirkju hér í blaðinu getur höfund- ur þess, að Akureyrarblaðið Norðanfari minnist ekki á kirkju- bygginguna né vígslu hennar. Ritstjóri Norðanfara var þá Björn Jónsson hinn eldri, sem var einn af fyrstu íslenzkum blaðamönn- um og merkismaður í hvívetna. Eftir Björn eru til dagbækur um 20 ára skeið. Er þar getið margra hluta úr daglegu lífi hans og allmerk heimild eru þær um daglegt líf á Akureyri á seinni hluta 19. ald.ar. Brot það, er hér fer á eftir, skrifaði ég upp fyrir nokkr- um árum ásamt ýmsu fleira úr dagbókum Björns. Enda þótt liðin séu þá 12 ár frá því að Möðruvallakirkja var reist, virðist sem hann sé að skoða hana nú í fyrsta sinn, og hefur hann flest á horn- um sér um hana og staðinn. Nýja húsið, sem á er minnzt, er senni- lega skólahúsið, sem þá hefur verið í smíðum, en skólahald hófst á Möðruvöllum haustið 1880. — St. Std. BJÖRNS JÓNSSONAR Re i ð ég út að Möðravöllum, til að skoða nýja húsið og fornar stöðvar (Björn bjó á Möðru- völlum 1826—27 og 1829—35). Húsið er reisu- legt og vandað að allri byggingu utan og innan. Bærinn er orðinn mesti ræfill og túnið í niðurníðslu. Sumt af því, er byggt var, er ég átti þar heima, sést varla eftir af, nema aurmál og grasi vaxnar tóttir. Aftur er nú búið að koma vatni úr kílnum upp á mikinn hluta af Hólmanum, sem stíflað er hér og þar af fyrir- hleðslugörðum. í sumar hafði Jónas fengið 320 hesta af túninu. Kirkjan má heita sæmilega falleg, með lofti fram í kirkju, og til hliða dálítið inneftir. Hvelfingin er þannig löguð, að þiljað er innan á sperrur og skammbita, máluð blá og alsett gylltum gipsstjörnum, svo að líklega sam- tals nema þúsundum. Utan er kirkjan hvít upp að þaki, en það svart. Hirðing hennar hið ytra kvað vera lak- leg. Prédikunarstóllinn er sem gafllaus kassi og vantaði í aðra hliðina, stæði á öðrum endanum, tjaldaður í kring lérefti. Rauð tjöld eru fyrir báðum austurhornum kórs- ins, eins og hér var í kirkjunni. Grindaverkið kringum grafreit amtmannsfólksins og hina helztu elztu leg- steina að verða mjög hrörlegt og brotið og af sér gengið, einkum á austurhliðinni. Tveir af elztu leg- steinunum yfir Schevingunum. Grindverkið kringum leiði amtmanns Gríms farið að bila og skekkjast, og úr því brotnir rimlar. Leiði ætt- og tengdamanna minna eru orðin slétt við jörðina og sum ekki grasi vaxin, • heldur moldar- og malardrifin. Kirkjugarðurinn er úr grjóti á þrjá vegu, en úr timbri á vesturhlið. Grinda hjallurinn, sem stóð norðaustur á hlaðinu, er aðeins sjáanleg tótt hans, grasi vaxin. Kirkjugarðurinn færður mikið inn að norðan, en stækkaður suður, svo að nú er hann að mestu jafn á alla vegu. Legsteinn sr. Jóns lærða, sem stendur vestur af kirkjunni, hafði brotnað eða úr öðru horninu á honum, þá er kirkjan brann, og turn hennar hrundi vestur, sem ekki hefur verið lag- fært enn. Mætti þó líma saman með sementi, að því leyti, sem enn er óglatað af brotunum. Yfirhöfuð ætti kirkjuhaldarinn, Daníelsen, að hafa gætur á öllu, sem kirkjunni og henni er tilheyrandi en af sér gengið, þarf endurbóta. Kom að Lóni, hvar við dvöldum stundarkorn og veitt mjólk, kaffi og pönnukökur. Öll var þar umgengni sem fyrri þrifaleg, en allt vottaði, er að viðhaldi veit í afturför, og húsin, sem eru af timbri, skinin og hvít af bráðleysi. Þá við fórum frá Lóni var riðið mikinn, enda eru vegimir víða ágætir, og þeir lagðir víða á haganlegri stöðum, en þeir vora áður, með brúm og brúargörðum, er 3 samsíða menn geta riðið eftir á sumum köflum. Aftur er forvaðinn fyrir sunnan og neðan Skjaldarvík sami og þá hann var skapaður, og geta því klyfjar á hestum og enda menn beðið af honum skemmdir og tjón, Einnig eru Gleráreyrar óruddar, og allur þjóð- vegurinn frá Lóni og inn fyrir Dagverðareyri óvið- gerður, nema á stöku stað brúarspottar. 392 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.