Heima er bezt - 01.12.1957, Page 9

Heima er bezt - 01.12.1957, Page 9
JÚLÍNÓTT eftir ÞURU f GARÐI eturinn 1919—20 var ég starfsstúlka á Hvanneyri í Borgarfirði. En vegna þess að þessum pistli er hvorki ætlað að vera ferðasaga né æviminning, held- ur minning einnar nætur, fer ég fljótt yfir. Mér reiknast svo, að ég hafi verið 22 daga á leiðinni frá Garði í Mývatnssveit að Hvanneyri um haustið, var það á mótum sumars og vetrar. Það var fyrirfram ákveðið að ég kæmi aftur heim á næsta sumri (1920) fyrir slátt, og hafði ég fullan hug á að eyða þá styttri tíma í þá ferð. Ég var búin að fara tvisvar kringum landið með skipum, og keypti mér því hest um vorið til heimferðar. Sunnudaginn 28. júní var snúið norður í samfylgd tveggja ungra sveina, og vil ég minnast ferðafélaga minna að nokkru. Voru það Ragnar Davíðsson frá Kroppi í Eyjafirði, var hann skólapiltur á Hvann- eyri, en fór heim til sumardvalar. Var honum sendur að heiman foli apalgrár til ferðarinnar. Hinn samfylgd- armaður minn var danskur strákur, Sören Bögeskov, nú kúa- og svínabóndi í nágrenni Reykjavíkur, hafði hann keypt sér hvítan hest á vafasömum aldri, sem hann kallaði Krumma. En svo stóð á ferðum Sörens á landi hér, að hann kom hingað fyrir milligöngu Dansk- islandsk Samfund, og skyldi kynnast Iandi og búskapar- háttum. Um veturinn var hann fjósamaður á Hvann- eyri, þeirri búgrein vanur í sínu heimalandi. Þótti þetta einhæf landkynning, og var hann því sendur norður í Þingeyjarsýslu til að kynnast ásauðum, og skyldi hann vera kaupamaður þar og jafnframt leiðbeina við notkun sláttuvélar, en þetta var í vorbjarma vélamenningar. Þriðji ferðafélagi minn var hesturinn minn brúni, sem ég kallaði Svan, till samræmis við hvíta Krumma Sörens. Þetta var röskur ferðahestur og fór vel með mig, og voru okkar kynni góð. í byrjun ferðarinnar var kosin stjórn í ferðafélagið. Var Ragnar fararstjóri, ég var gjaldkeri og greiddi allan kostnað á náttstað, voru það venjulega 3 krónur á parið, mann og hest yfir nóttina. Sören var ritari, en aldrei vissi ég, hvað stóð í þeirri gjörðabók eða á hvaða tungu- máli hún var rituð, því torskilin var danska hans, en þó var íslenzkan verri. Við vorum 5 daga til Akureyrar, og síðasta dagleið var frá Silfrastöðum í Skagafirði, með nokkurri töf á Ytri-Bægisá, síðasti áningarstaður á Þelamörk. Voru það gerðir upp reikningar og etið síðasta súkkulaðið, sem við höfðum í nestið, var þá mjög áliðið dags. Þegar til Akureyrar kom, var þar hljóður bær. Héld- um við suður bæinn, sáum þar tvo menn á ferli, hvað Ragnar það vera bæjarstjórann og næturvörðinn. Ragn- ar hélt áfram heim til sín, en ég fór með Sören, sem nú var í minni umssjá, heim að Brunná, vakti þar upp, kom til dyra Árni Jóhannesson, Mývetningur að ætt, tók hann til geymslu hesta okkar og reiðver. Var nú snúið í bæinn aftur út í rómantíska næturkyrrðina. Þegar við komum út í fjöruna, vorum við svo heppin að rekast á næturvörðinn, sem nú var laus við bæjar- stjórann, en hann var líka ráðsmaður á Caroline Rest, sem þá var athvarf margra sveitamanna, spurði ég hann, hvort þar væri fáanleg næturvist, kvað hann þar aðeins eitt laust rúm, bað ég hann þá að láta Sören hafa það, því að ég mundi finna önnur úrræði fyrir mig. Ég hafði hug á að komast inn í Fagrastræti 1. Leigði þar vinkona mín, Aðalbjörg Haraldsdóttir frá Einarsstöð- um í Reykjadal, sem nú var starfsstúlka og garðvörður í Lystigarði Akureyrar, en hafði verið á Hvanneyri um veturinn. Hafði hún boðið mér að taka á móti mér, þegar ég kæmi norður, en ekki hafði ég getað látið hana vita komudag minn. Hún hafði í bréfi lýst aðstæðum öllum, kvistherbergi uppi á lofti, gluggi móti Lystigarð- inum. Brynleifur Tobíasson og konuefni hans á neðri hæðinni. Með þetta í höfðinu var haldið á brekkuna í samfylgd næturvarðarins, sem bauð mér sína hjálp, þegar búið var að koma Sören í hús. Þegar við komum að Fagrastræti 1, voru allir í svefni. Gerði nú nætur- vörður aðsúg að glugga vinkonu rninnar með malar- kasti, gekk svo um stund árangurslaust, því að hún virt- ist sofa mest og njóta drauma sinna. Var nú gerð atför að Brynleifi, með nokkurri kurteisi þó, og ráðist á glugga hans með höggum og malarkasti, því að þar var aðstaða betri, stóð sú orusta alllengi, án árangurs, annað- hvort var hann ekki heima, eða svaf. Leiddist mér nú þóf þetta og óskaði helzt að losna við næturvörðinn og spila upp á mínar eigin spýtur, og hvað nú mundi eina ráðið að vita, hvort hægt væri að komast inn í Lystigarð- inn og bíða þar Aðalbjargar. Reyndist þetta hægt, og kvaddi ég þá minn fylgdarmann og þakkaði hans fyrir- höfn. Fór ég nú að kanna Lystigarðinn og leita mér skjóls og náttbóls. Lét ég þá fyrirberast í skjóli hæstu birki- trjánna við girðinguna milli Gagnfræðaskólans og garðsins, en ekki varð mér svefnsamt. Sól var sest fyrir Heima er bezt 393

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.