Heima er bezt - 01.12.1957, Síða 10
nokkru, og jörðin köld og nóttin svöl. Fór ég þá að
rölta um garðinn, og blasti þá við mér Matthías skáld.
Minntist ég þess, að ég hafði heyrt, að einhvern tíma
hefði Matthíasi verið sögð vísa eftir mig. Hafði hann
þá sagt: „Það ætti að flengja stelpuna fyrir að yrkja
svona.“ Fannst mér nú bezt að sleppa ekki þessu tæki-
færi og gera upp sakir við skáldið. Gekk ég því á vit
hans og sagði: „Sit þú heill á hástóli, Matthías skáld!“
Matthías leit á mig fránum augum undan loðnum brún-
um með nokkurri furðu og spurði: „Hver ert þú, sem
dirfist að rjúfa þögn næturinnar? Ert þú hin rósfingr-
aða morgungyðja, eða ert þú Freyja að leita Óðins?“
„Ei er ég goðum borin,“ svaraði ég, „þetta er bara
stelpan, sem gerði vísuna um hann Einar gamla í Hlíð.
Nú langar mig að vita, hvort það er rétt hermt.“
„Eigi man ég svo gjörla, hvað ég hef talað á minni
löngu ævi, en hafi ég mælt það, hefur mér fundizt þú
misnota það, er þér væri gefið eða gert verr en efni
stæðu til, en það er vanþakklæti við skaparann. En það
máttu vita, að miklu verður búið að skrökva um þig
bæði til þess betra og verra, þegar þú ert komin á minn
aldur.“
„Það er nú þegar búið,“ svaraði ég, „t. d. 14 vit-
leysur og skrök í lítilli grein, þegar ég var fyrst kynnt
fyrir þjóðinni.11
„Nú skulum við þegja,“ sagði Matthías, „sérðu ekki
að sólin er að koma upp og, sólaruppkoman er heilagt
augnablik.“
„Ég skal reyna að þegja, Matthías,“ sagði ég og sett-
ist við fótskör þessa mikla anda, og horfði með þögulli
lotning á sólaruppkomuna, sem hellti gullnum geislum
yfir fagurskyggðan fjörðinn. Horfði á Vaðlaheiðina
með svörtum hamrabeltum og giljum, og grænum geir-
um, sem beygðu og teygðu ris upp heiðina og vinalegu
bændabýlin í grænum túnum og naut ógleymanlegrar
fegurðar og friðar þessarar björtu júlínætur.
Ég var orðin þreytt og reis upp af steininum og gekk
út að girðingunni og hugðist fá mér morgunblund í
skjóli bjarkanna. Heyri ég þá að leikið er á flautu inn
í skóginum, svo fjörugt og fagurt lag, að mín ómúsi-
kalska sál var nærri upp numin. Ég fór að svipast um,
og sjá, var það ekki sjálfur Pan, sem sat þar og lék í
geislum sólar í grænu laufi. Hann hætti að leika og
spurði glettnislega: „Hví reikar þú hér ein um nótt?“
„Það er nú bara af því, að næturvörðurinn gat ekki
vakið Brynleif,“ sagði ég. „En hvaða lag varstu að leika
á pípuna þína, Pan?“ „Það er nýtt lag við mitt ljóð,
sem ég hef gert um skógana, eins og ég hef hugsað mér
þá eftir 30 ár,“ svaraði Pan, „en viltu lofa mér að sjá
hendumar á þér, telpa litla? “ „Þær em ekki til að sýna
þær,“ sagði ég næstum feimin, strákurinn var svo
„kokett.“ „Þessar breiðu hendur fengu lögun sína í
árinni, þegar ég var að róa með honum pabba mínum
á Mývatni og leggja netin hans.“ „Það era einmitt svona
hendur, sem okkur vantar, sem eram að skapa fram-
tíðarskógana, Viltu ganga í lið með okkur, sem ætlum
að græða hrjóstrin?“ sagði Pan. „Það er nú einmitt það,
sem ég vil,“ svaraði ég. „Þá kemur þú til okkar seinna,
ef þú lendir þá ekki í klónum á fjandanum honum
Amor.“ „Ekki hræðist ég þann fugl,“ sagði ég. „Sjá-
umst aftur,“ sagði Pan, og leystist upp og hvarf í him-
innblámann.
Mér var nú horfin öll þreyta og löngun til svefns,
og lagði í könnunarferð um garðinn. Smáfuglarnir
voru vaknaðir, þröstur sat á grein og söng fyrir frúna
sína, sem sat í dyngju sinni. Máríuerlurnar trítluðu um
götuna og dintuðu stélinu, þær höfðu sett upp spari-
húfuna sína og lá dável á þeim.
Á þessari göngu barst ilmandi reykjarlykt að vitum
mér; um leið kom ég auga á sveitabæ úr torfi og grjóti
sunnan við garðinn, með grónu, grænu þaki og reyk upp
úr eldhússtrompi. Kaffi var mín fyrsta hugsun, engar
vangaveltur og stefnt á reykinn og tekinn saman ræðu-
stúfur og sannleikanum vikið svolítið við. Einhvem.
veginn gat ég ekki fengið af mér að segja að ég hefði
legið úti í Listigarðinum. Ég klöngraðist yfir eitthvert
girðingarslitur og gekk heim að bænum og kvaddi dyra.
Kom þar út kona, og þegar við höfðum heilsast, sagði
ég henni, að ég hefði verið á ferð í alla nótt, en engir
komnir á fætur, þar sem ég hafði ætlað að finna fólkr
og svo sá ég rjúka hér, og bað hana að selja mér kaffi.
Ég væri ekkert hissa, þó að konunni hefði fundizt eitt-
hvað bogið við þessa förukonu, og ég hefði ekki verið
vel séður gestur svo snemma dags. Konan kvað fólk
flest í svefni, en hún hefði farið snemma á fætur til að
hita kaffi handa manni sínum, sem hefði farið snemma
til vinnu.
Ég sagðist vera fædd og uppalin í gamalli sveita-
baðstofu og skilja vel og ekki setja fyrir mig, þó ekki
væri búið að taka til svo snemma dags, og fínar kökur
gæfi ég ekki mikið fyrir, en ef hún ætti rúgbrauð, væri
það ágætt. Konan bauð mér nú inn, um skakkt og skælt
fordyri og göng í litla baðstofu. Settist þar á rúm við
lítið borð undir glugga. Liðkaðist brátt um málbeinið
á báðum. Kom hún brátt með gott kaffi, smurt brauð
og lummur, sem hin mótbýliskonan hafði lagt til. Ég
er ekki viss um, að mér hafi komið betur í annan tíma
að fá kaffi og góðar móttökur. Konan bauð mér þar
að dvelja, þangað til færi að rjúka í Fagrastræti 1, og
skyldi hún segja mér til, og má af því marka, að ekki
skyggði þá skógur á milli þessara húsa.
Loks kom að því að rauk í Fagrastræti, kvaddi ég þá
þessa ágætu konu og fór. Aðalbjörg vinkona var ekki
komin á fætur. Vakti ég hana glaðlega, og var mikið
hlegið að næturslarki mínu. Háttaði ég ofan í rúm
hennar og bað hana í allra engla nafni að lofa mér að
sofa til hádegis.
Gjarnan hefði ég viljað nú eiga gleggri mynd í huga
mínum af þessu fomfræga býli Stóra-Eyrarlandi, eins
og það var þá. Átti eftir löngu síðar að sjá það falla
fyrir tækni vélmenningar og jafnað við jörðu á skammri
stund. Óraði ekki fyrir því þá, að 25 árum síðar lægi
leið mín inn í Lystigarðinn, og þar yrði vinnuvettvang-
ur minn í 13 sumur.
394 Heima er bezt