Heima er bezt - 01.12.1957, Síða 12
og ytra félagslífi, heldur opnast oss sýn inn á heimilin,
daglegu störfin við jarðyrkju, heyskap, skepnuhirðingu,
kvöldvökulestur o. s. frv. Vér sjáum, hvernig landnem-
unum lærist að laga sig eftir staðháttunum, en jafnframt
fastheldni þeirra við íslenzkar venjur. Smám saman fær-
ist sjónhringur þeirra út, þeir taka meiri og meiri þátt í
almennum störfum, og hvar sem þeir koma fram, vekja
þeir traust vegna dugnaðar, nægjusemi og umfram allt
löghlýðni. En allt um það er mikil barátta háð áður en
þeim tekst að samlagast heimaþjóðinni og verða metnir
sem innlendir menn en ekki innflytjendur. Ég minnist
ekki að hafa séð þá baráttu rakta fyrr af svo mikilli
þekkingu og skilningi, sem þarna er gert. Gerð er glögg
grein þess, hversu mikið íslendingarnir lögðu á sig þegar
í upphafi til að afla sér skólamenntunar, enda er það
álitlegur hópur, sem nýlendan hefur lagt til mennta-
manna Canada. Er kaflinn um skólafólkið í senn lær-
dómsríkur og skemmtilegur. Höfundur fylgist með
þróun þeirra kynslóða, sem fæddar eru vestra og skilur
ekki við landa sína fyrr en í nútímanum. Getið er ým-
issa forystumanna á ýmsum sviðum, og hvem skerf þeir
hafi lagt til þjóðfélagsins. Þá er rakin hluttaka Saskat-
chewan-íslendinga í tveimur heimsstyrjöldum, og birt-
ar myndir þeirra, er féllu. Er athyglisvert, hversu marg-
ir íslendingar hafa gerzt sjálfboðaliðar á vígvöllunum.
Undirtitill bókarinnar er: A Strand of the Canadian
Fabric. Aleð því heiti vill höfundur auðsjáanlega gefa til
kynna þá stefnu bókarinnar, að sýna hvernig íslenzka
nýlendan í Saskatchewan hefur þróazt sem þáttur í
þjóðarheildinni canadisku. íslenzku landnemarnir og
niðjar þeirra hafa orðið ágætir þegnar hins nýja þjóð-
félags. Þeir hafa reynzt traustur þáttur í því þjóðfélagi,
sem skapazt hefur þar í landi. En höfundur sýnir einnig,
að svo traustur hefur þáttur þessi orðið sem raun ber
vitni um, að efnið var hin íslenzka arfleifð, og þeirri
arfleifð hefur ekki verið glatað, heldur geymd dyggi-
lega, þótt þátturinn sé slunginn við aðra þætti þjóðar-
innar.
Þess var áður getið, að höf. vonaðist eftir að bókin
mætti auka skilning canadiskra manna á íslendingum
þar í landi og því, sem þeir hafi lagt til sköpunar þjóð-
arinnar, en bók þessi er einnig vel fallin til að auka skiln-
ing vorn hér heima á íslandi á viðhorfum og þróun ís-
lendinganna í Vesturheimi.
Eins og geta má nærri, er bók þessi einkum skrifuð
handa enskumælandi mönnum, og ber hún þess víða
minjar. Vér hér heima söknum þar mannfræði og ætt-
fræði, sem er minna um en títt er í slíkum bókum, sem
skrifaðar eru fyrir íslenzka lesendur. Er það hvort-
tveggja, að höfundi hefur reynzt torvelt að afla þar
nægilegra upplýsinga, og auk þess hefði sá fróðleikur
verið dauður bókstafur öllum þorra þeirra, sem bókina
lesa.
Víðsýni höfundar, hófsemi í frásögn og staðgóð
þekking á viðfangsefninu gefur í senn bólcinni fræðilegt
gildi og gerir hana óvanalega hugðnæma aflestrar.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum.
GAMLIR
KUNNINGJAR
eftir JÓH. ÁSGEIRSSON
(Framhald)
ergþór bóndi Jónsson í Fljótstungu orti mildð
af tækifærisvísum á yngri árum.
Þessi staka er um bónda, nýkvæntan, sem ein-
hverra orsaka vegna varð að skilja eftir konu
sína á bæ, fjærri heimili þeirra:
Gott er að kyssa konuna
kvöldin vetrar löngu.
En leitt er að þurfa að láta ’ana
lifa í haga-göngu.
(Héraðssaga Borgarf.)
Það er sagt í Selskinnu, 1. árg., 1948, eftir frásögn
Sigurborgar Jónsdóttur frá Arnarbæli á Fellsströnd, að
Símon Dalaskáld hafi verið þar á ferð um 1874. Og
gisti hann þá á mörgum bæjum þar og þar á meðal
Harastöðum. Þá var Sigurborg þar. Og segir hún að
hann hafi ort um flest heimilisfólkið. í þessari ferð
kom hann að Amarbæli. Konan þar var frú Oddný
Smith, fríðleikskona. En ekki voru vinnukonumar
Símoni geðþekkar, því hann kvað:
Amarbælis-bryðjumar
blíðu engum lána;
af ber konan öllum þar,
eins og sólin mána.
(Þekkt vísa.)
í sama riti er þess einnig getið, að Símon hafi ort
vísu þá, sem hér fer á eftir í sambandi við hjónaband
sitt. — Vísan mun víða kunn:
Ég hef tapað frelsi og frið
fyrir glapastrikið.
Ópið gapir ólánið.
Ó, ég hrapa mikið.
Þá er Flöguskalla-rímu getið í Selskinnu. — Þar er
aðalsöguhetjan umrenningur og mannleysa. Flöguskalli
var mjög afkáralegur í háttum. Eitt sinn var það á
mannamóti á Nauteyri undir Leirhnúk, að hann þurfti
396 Heima er bezt