Heima er bezt - 01.12.1957, Blaðsíða 14
GUÐNISIGURÐSSON:
VETRARFERÐ YFIR MOSFELLSHEIÐI
Veturinn 1927 átti ég heima á Kárastöðum í
Þingvallasveit. Var ég þar fjármaður hjá Einari
Halldórssyni, bónda og hreppstjóra, og Guð-
rúnu Sigurðardóttur konu hans. Vetur þessi var
eins og margir aðrir vetur á Suðurlandi, óstilltur og um-
hleypingasamur. Annað veifið hlóðzt niður svo mikill
snjór, að nær ófært var um jörðina, eða þá gekk upp
með suðaustan stórviðri og ausandi rigningu, sem síðan
lauk oft með frosti og dimmum suðvestan éljagangi,
og oft fylgdu þá á eftir þrumur og eldingar. Þannig
var veðurfar oft á Suðurlandi, en svo gátu komið stillur
og góð veður um langa hríð.
Nú var tíðarfari þannig háttað, að hlaðið hafði niður
miklum snjó, svo að allar samgöngur tepptust, og var
talið ófært að komast um jörðina. Þessi ótíð hafði hald-
izt í fullan hálfan mánuð, án þess að nokkurt lát yrði á
hríðinni, en stormur var aldrei mikill.
Svo var það einn morgun, þegar ég kom út, að hætt
var að hríða og kominn þriggja stiga hiti, en loft allt
Guðni Sigurðsson.
blýgrátt, svo að búast mátti við snöggum umskiptum
í slíku útliti. Enda stóð ekki á því. Ég hafði ekki lokið
að drekka morgunkaffið, þegar farið var að rigna, og
það á sunnlenzkan mælikvarða: úrhellisrigning.
Nú þurftum við að láta hendur standa fram úr erm-
um og moka frá húsunum í skyndi, svo að allt fylltist
ekki af vatni. Þegar ég hafði gefið kindunum, tók ég
að moka snjó ofan af húsunum, og við það var ég fram
til klukkan 2. Kemur þá Einar til mín og segir, að
yngsta barnið sitt sé orðið veikt af lungnabólgu, og
biður hann mig nú að fara eftir meðulum suður til
Reykjavíkur. Segist hann skuli reyna að stytta mér
leið á þann hátt að síma til Reykjavíkur og biðja að
koma meðulunum upp að Laxnesi í Mosfellssveit, svo
að ég þurfi ekki að fara lengra.
Ef satt skal segja, leizt mér ekkert á þetta. Heiðin
var talin ófær, áður en fór að rigna, og ekki myndi
hún betri í slíku óveðri, sem á var núna. Voru því litlar
líkur til þess, að nokkur maður kæmist óskemmdur af
heiðinni í slíku útliti, því að fáum klukkustundum
liðnum myndi allt verða orðið ófært af vatnagangi.
Segi ég því við Einar: — Heldur þú að þetta sé fært f
þessu útliti? — Ég veit að það muni verða erfitt, segir
Einar, en reyna má það. En heyrt hefi ég sagt, að þú
hafir ekki látið allt fyrir brjósti brenna, þótt ekki væri
það sem bezt. Vona ég því, að þú hafir þig fram úr
því eins og áður.
— Þá er að reyna það og sjá hvað setur. Geng ég
síðan heim með Éinari til að búa mig til ferðar, og að
hálfri stundu liðinni var ég kominn á stað. Var ég eins
léttklæddur og frekast mátti á þessum tíma árs: innst
í hlýjum prjónafötum og utanyfir í þykkum vaðmák-
buxum, en að ofan í milliskyrtu og hvítri peysu, ís-
lenzkri, og fylgdi henni sú náttúra, að ég myndi hafa
mig úr öllum háska, meðan ég væri í peysunni þeirri.
Hafði kona sú, sem peysuna prjónaði, látið þau um-
mæli fylgja henni, að mér myndi ekkert granda né slys
henda, meðan peysan entist, og trúði ég auðvitað þessu.
Utanyfir var ég í léttri treyju og stuttri kápu, olíubor-
inni, með sjóhatt á höfði og tvenna vettlinga á hönd-
um.
Þannig búinn lagði ég á heiðina, út í storminn og
regnið, krapavaðalinn og óvissuna. Sjö tíma gangur var
yfir heiðina, væri stytzta leið farin í góðu færi og
veðri, en nú var viðhorfið mjög á annan veg, og ógem-
ingur að komast leið þessa á svo stuttum tíma.
Þegar niður á þjóðveginn kom, var klukkan orðin
398 Heima er bezt