Heima er bezt - 01.12.1957, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.12.1957, Blaðsíða 19
PÆTTIR ÚR VESTURVEGI eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum * UNDRAHEIMAR SNÆFJALLA Upp til fjalla. unnudagsmorguninn 18. nóvember var ég árla á fótum, illa sofinn þó. En nú var engin miskunn, af stað skyldi lagt klukkan sjö áleiðis til Yosemite. Og San Francisco skyldi nú endan- lega kvödd. Enn var sama blessað sólskinið og undan- farnar vikur, en viti menn, rétt þegar bíllinn rennur út á Bay Bridge skellur yfir sótþoka, svo að enga hefi ég svartari séð um mína daga. Lagðist hún í einu vet- fangi yfir flóann og alllangt inneftir ströndinni. Las ég síðar í blöðum, að valdið hefði hún umferðarslys- um á ýmsum stöðum. í Oakland tók járnbrautarlest við mér, og skyldi hún flytja mig til bæjarins Merced, lengst inni á sléttu Jóakimsdalsins. Leiðin liggur inn dalinn, fyrst var sótþoka, svo að , ekkert sást, en þó henni létti, grúfði mistur yfir land- inu, svo að hvergi sá til fjalla. Ekið var gegnum altra, vínekrur og aldingarða, svo þéttvaxna og víðlenda, sem skógar væru. Lestin fór hægt og staðnæmdist í hverju þorpi að kalla mátti, og loks var komið til Merced um hádegi. Ég greip farangur minn og fór út, engir aðrir farþeg- ar skildu þar við lestina og engir bættust henni, svo að af því má marka, að ekki væri um stórstað að ræða. Ég gekk inn í biðsal lítils stöðvarhúss. Þar var engin sál, og allar dyr lokaðar. Allt í einu opnaðist loka á hurð, og ungur maður rak höfuðið út um gættina. „Ert þú maðurinn, sem ætlar til Yosemite?“ spyr hann. Ég hvað já við því. Hann segist þá hafa þau skilaboð tií mín, að Yosemite-bíllinn komi og sæki mig þangað á stöðina eftir rúman klukkutíma. Ef mig langi til að skoða bæinn, skuli hann geyma farangur minn á meðan. Þá ég það með þökkum. Merced er smábær á miðri sléttunni. Vafalaust stunda margir bæjarbúar landbúnað, eins og títt er í amerísk- um sveitaþorpum. Bærinn er víðáttumikill, enda eru hús flest lítil og götur breiðar, en garðar stórir við hvert hús að kalla má. Augljóst er á öllu, að komið er til suðlægra staða. Af trjágróðri ber nú mest á pálmum. Fíkjutré eru hvarvetna í görðum, og víða eru mann- hæðarháir kaktusar ræktaðir til skrauts. Þótt lauftré ýms væru að fella þar blöð, var samt sumarlegra þarna en niðri við ströndina, t. d. voru rósir hvarvetna enn Að neöan til vinstri: Séð inn eftir Yosemitedal. Fossinn til hœgri heitir Brúðarsleeðan. Að neðan til hægri: Snœfjöllfrá fjallsbrúnum Yosemite. ■ ! -

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.