Heima er bezt - 01.12.1957, Qupperneq 21

Heima er bezt - 01.12.1957, Qupperneq 21
Mátti þar meðal annars kaupa tröllaukna furuköngla, gullnar skógarfléttur og fleira úr náttúrunnar ríki. Á veggjum voru fest spjöld og á þau máluð eða skorin málshættir og heilræði. Þar á meðal þetta: Western philosophy „Live each day so, that you can look every damn man in the eye and tell him to go to hell,“ sem lauslega þýtt er: lifðu þannig dag hvern, að þú getir öruggur horft í augu hverjum sem er og sagt honum að fara til fjandans. Þótti mér þetta góð heimspeki. Aftur var lagt af stað. Leiðin lá nú upp þröngan dal, Bjarnardal. Áin, sem eftir honum fellur, var nú þurr að mestu. Hlíðar hans eru snarbrattar, ýmist vaxnar háum skógi eða þyrrkingslegu kjarri, varla meira en mittis- háu. Þegar upp úr dalnum kom, var komið fram á fjallsbrún, en fram undan opnaðist heilt dalakerfi. Var þar komið að upphafi Yosemitedals. Niður í dalinn bug- aðist vegurinn um snarbrattar brekkur, sem helzt minntu á Kamba. Síðan var elcið inn dal, svo þröngan, að dalbotninn var ekki annað en farvegur árinnar, og var vegurinn grafinn inn í hlíðina, og fylgdi hann öll- um bugðum árinnar, svo að sjaldan sá bílstjórinn nema nokkra tugi metra framundan sér. Hinum megin árinnar var gamall vegur, sem minnti mig helzt á gamla veginn um Óxnadalsheiði. Fjöllin á báða bóga eru heldur til- breytingalítil. Næst ánni og veginum er samfelldur skógur að kalla má, en ofar eru hlíðamar ýmist vaxnar grasi og lágu kjarri, eða skógarteigum. Síðar frétti ég, að skógleysið þama væri að kenna skógareldum, sem geysuðu á þessum slóðum fyrir nokkm síðan. Allmikil fjölbreytni er þarna í trjágróðri, og kom það meðal annars fram í haustlitum þeirra. Þarna voru víðiteg- undir að byrja að gulna, aspir, sem á sló gullnum blæ, blóðrjóðar eikur, en einnig barrviðir ýmsir og sígræn lauftré. Annars saknaði ég leiðsagnar dr. Clausens, svo að ég varð að láta mér nægja, að kalla margt af þeim gróðri, sem fyrir augun bar, „einskonar tré“, í sama stíl og orðabókahöfundar vorir eru vanir að leggja út náttúrafræðileg heiti. Um skeið var vegurinn næsta hrikalegur, lá hann þar um jökulöldur fomar og mjög stórgrýttar. Á einum stað hékk stóreflisbjarg fram yfir veginn, og víða þótti mér sem fjallshlíðin slútti yfir hann. Loks er komið að hliði einu miklu. Vörður í grænum skógarmannaklæð- um stöðvar bílinn og spyr bílstjórann, hversu farþegar séu margir. „Sex stykki,“ svarar hann með fyrirlitningu í rómnum. Vörðurinn rétti þá sex uppdrætti af daln- um inn í bílinn, opnaði hliðið, og við runnum inn í undraland Yosemite. Þjóðgarðar. Yosemite dalur er einn af hinum mörgu þjóðgörð- um Bandaríkjanna. En ýmsir þeirra eru heimsfrægir. Náttúmverndun og stofnun þjóðgarða og friðlanda, hefir stöðugt aukizt fylgi meðal Bandaríkjanna lúna síðustu áratugi. Þyldr mér því hlýða að geta þeirra að nokkrn. Jökultindur og Spegilvatnið innst i Yosemitedal. „Maðurinn þarfnast fegurðar, ekki síður en fæðu. honum er lífsnauðsyn að eiga sér athvarf, þar sem hann getur leikið sér eða beðist fyrir eftir því sem honum hentar, og þar sem náttúran sjálf veitir honum heil- brigði, huggun og styrkleika, bæði á sál og líkama.“ Þessi ummæli, sem höfð eru eftir náttúrufræðingnum og náttúraunnandanum John Muir, mega kallast ein- kunnarorð og stefnuskrá þeirrar hreyfingar, sem hrundið hefir af stað stofnun þjóðgarða og náttúra- friðun í Bandaríkjunum. En John Muir var einn af brautryðjendum þeirrar hugsjónar er liggur að baki þjóðgarðanna, og friðun Yosemite var meira hans verk en nokkurs eins manns annars. Lög um þjóðgarðaþjónustu eru frá 1916, en frið- unarhreyfingin er allmiklu eldri, svo og friðun ýmissa svæða. Alls eru 174 svæði, stór og smá, víðsvegar um Bandaríkin ríkisvemduð, en auk þeirra er fjöldi frið- landa innan einstakra ríkja, og standa þau straum af rekstri þeirra. En þó að starfsemi þessi sé þannig í höndum ríkisvaldsins, vinna einnig geysifjölmenn sam- tölt að því, að öll þessi starfsemi megi verða þjóðinni til sem mestra heilla. En til marks um það, hversu almennt menn njóta þessara friðlanda, má geta þess, að um 50 milljónir manna heimsækja þau árlega. Heima er bezt 405

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.