Heima er bezt - 01.12.1957, Síða 22
Þjóðgarðar og friðlönd eru af mismunandi tagi. Sumt
eru víðáttumikil friðlönd, þar sem náttúran er geymd
og friðuð ósnortin með öllu. Annars staðar eru vemduð
einstök náttúrverðmæti, og enn eru staðir, sem frið-
aðir eru vegna sagnhelgi eða menningarerfða. Loks
má segja, að friðskógar ríkisins, Indíánalendurnar og
svæði, sem einungis er friðuð vegna dýralífsins, séu
með í þessari starfsemi.
Sum þessara friðlanda em lokuð að mestu eða öllu
leyti öðmm en vísindamönnum, sem fylgjast vilja með
þróun náttúmnnar í þeim. En hinir eiginlegu þjóð-
garðar eru öllum opnir. Hlutverk þeirra er tvíþætt.
Annarsvegar að vernda náttúmverðmæti gegn eyðingu
mannshandarinnar, enda má þar engu spilla, gróðri,
dýram né jarðmyndunum, og mannvirki verður að
gera, svo að þau hafi sem minnst spjöll á náttúrunni í
för með sér. Hinsvegar er hlutverk garðanna að veita
almenningi hlutdeild í fegurð náttúrannar og kenna
mönnum að umgangast hana á siðmenntaðan hátt. Eru
garðarnir þannig í senn skemmtistaðir og uppeldis-
stofnanir. Hafa þjóðgarðarnir í heild verið reknir
þannig, að þeir annars vegar gefi innsýn í náttúru
landsins og þróunarsögu hennar, en á hinu leitinu segi
þeir sögu þjóðarinnar, sem landið hefir byggt frá
frumbyggjum til nútímans.
Þegar inn í garðana kemur, vekur það furðu, hversu
mikið er þar gert fyrir fólkið. í fyrsta lagi era vegir
lagðir um þá þvera og endilanga, bæði akvegir og gang-
stigir. Má svo heita, að enginn sé sá staður innan þeirra,
sem nokkurs er um vert, að ekki sé þangað auðfært,
hverjum heilfættum manni. Þá era útbúin tjaldstæði og
hvíldarstaðir, þar sem menn geta staðnæmst og neytt
nestis síns. Þar era reist borð og bekkir, eldstæði, vatns-
leiðslur, hreinlætisklefar, bílastæði o. s. frv. Öllum er
frjáls aðgangur að þessu án endurgjalds, annars en þess,
að hreinsa til eftir sig. Hótelrekstur, bílaakstur og
önnur slík þjónusta er einkarekstur, en allt undir eftir-
liti garðastjómarinnar á hverjum stað, bæði um þjón-
ustu og verðlag. Fjöldi manna vinnur við garðana árið
um kring, en vitanlega þó mest á sumrin, þegar um-
ferðin er mest. Fylgjast starfsmennirnir með öllu, sem
gerist í náttúrannar ríki, vexti trjánna, atferli og fjölgun
dýra, hafa gát á skógareldum og náttúrlegum land-
spjöllum og leitast við að afstýra þeim. Ennfremur gæta
þeir þess, að ferðamenn hlýði settum reglum og spilli
engu, annaðhvort af vankunnáttu eða trassaskap. Þá
leiðbeina þeir mönnum, og eru ætíð viðbúnir að gera
út hjálparleiðangra, ef eitthvað er að. Verða garðverðir
oft að leggja sig í bráða lífshættu sakir gáleysis fá-
kunnandi og hirðulausra ferðamanna, sem í ógöngur
lenda.
Þá era fluttir fyrirlestrar og sýndar kvikmyndir af
náttúru landssvæða þessara og sögu þeirra, og til þess
fengnir hinir færastu menn. Náttúragripa- og þjóð-
minjasöfn eru í hverjum þjóðgarði, og víða starfa þar
hópar vísindamanna mikinn hluta ársins.
Fyrst þegar þjóðgarðahreyfingin hófst í Bandaríkj-
unum átti hún marga andstæðinga. Miklir örðugleikar
reyndust oft verða á því, að fá lönd til friðunar, því
að oft braut friðunin í bág við hagsmuni einstaklinga
og félaga. En fáir munu þeir vera nú, sem telja eftir
það, sem gert hefir verið, og era það þó engar smá-
ræðisupphæðir, sem varið er árlega til þessara hluta.
Alltaf fjölgar hinum friðlýstu svæðum. Með hverju ári
era þeir fleiri og fleiri, sem skipa sér undir merld nátt-
úravemdarfélaganna. Hin gamla hugsjón John Muirs
er nú orðin eign alþjóðar, og hann er nú talinn einn
af velgerðarmönnum þjóðarinnar fyrir að hafa kennt
henni að njóta náttúrunnar, fegurðar hennar og yndis.
i Í t : í - : ;
Möðruvallakirkja
Framhald af bls. 389 _____________________________
mannsstúkunni gömlu. Þar yar fyrsta orgelið vígt
sunnudaginn 24. okt. 1875, og þá sat í sæti organistans
Ólafur Tr. Jónsson frá Dagverðartungu. Hann hafði þá
brotizt í því veturinn áður, með tilstyrk föður síns, að
fara alla leið vestur að Melstað í Miðfirði til þess að fá
kennslu í orgelleik og búa sig undir þetta starf. Ólafur
var afi Gísla Ólafssonar, er hér varð einnig organisti,
þó að skammt nyti, og á kirkjan all-stóran minninga-
sjóð um þá frændur, til eflingar sönglífi sínu síðar
meir.
Við orgelvígsluna messaði síra Árni Jóhannsson
í Glæsibæ, orðlagður söngmaður, og tók síra Davíð til
altaris, eins og þá var mikill siður nágrannapresta. Var
sú messa lengi í minnum höfð. En síra Árni var afa-
bróðir núverandi organista Möðruvallakirkju, Jóhanns
Ó. Haraldssonar, tónskálds.
Seinna kom annað hljóðfæri, sem Jón A. Hjaltalín,
skólastjóri, útvegaði frá Skotlandi, kjörgripur á sínum
tíma. Það er enn notað í Glæsibæjarkirkju. En þriðja
orgelið og þeirra mest, það, sem nú er, var fengið til
kirkjunnar vorið 1928. Og einn organistinn var hér alls í
starfi um 40 ár, og syngur enn með söngkómum, Jón
Kristjánsson frá Bragholti.
Það mættí geta fleiri starfsmanna kirkjunnar á liðn-
um áram, sóknarnefndarmannanna að fomu og nýju,
og svo ótal margra, sem lagt hafa sig fram um það að
hlynna að þessu veglega húsi og efla það starf, sem
hér er unnið. En, þegar ég hugsa um þetta, þá sé ég í
rauninni ekki fyrir mér neina einstaka menn, heldur
heila fylking, karla og konur, unga og gamla. Það er
söfnuðurinn. Það er fólkið sjálft, sem á þessa Idrkju
og hefur átt öll þessi ár, og hefur unnað henni og leit-
azt við á hverjum tíma að gera veg hennar sem mestan.
Ég þakka öllum, sem við þá sögu koma, lífs og
liðnum.
Þættir úr erindi, fluttu á 90 ára afmælishátíð kirkjunnar,
20. október 1957.
406 Heima er bezt