Heima er bezt - 01.12.1957, Side 23
HVAÐ UNGUR NEMUR — ÞÁTTUR
RITSTJÓRI: ÆSKUNNAR
STEFÁN JÓNSSON-----------------------------
NÁMSTJÓRI
DÓTTIR HARÐSTJÓRANS
MÉr er það sönn ánægja að fá að ávarpa lesend-
ur þáttarins Hvað ungur nemur í sambandi
við helgustu hátíð ársins. Mér er það líka
sérstök ánægja að geta ávarpað ykkur með
fegurstu kveðjunni, sem til er í íslenzku máli, en það er
kveðjan Gleðileg jól! Engin kveðja er hlýrri. Engin
kveðja er ríkari af kærleika.
Um aldaraðir hafa börn og ungmenni um víða ver-
öld heyrt og lesið söguna um fæðingu frelsarans og um
þá undursamlegu atburði, er þá gerðust suður í Betle-
hem í Gyðingalandi. Alltaf er sagan jafn heillandi, hve
oft sem við lesum hana og heyrum, og yfir allri frá-
sögunni er birta og friður nema sögunni um Heródes
konung, sem óttaðist að þessi nýfæddi konungur myndi
steypa sér frá völdum. Sá konungur hefur líka fengið
að kenningamafni liótasta nafnið, sem hægt er að gefa
nokkram manni. Ég á þama vitanlega við Hcródes
konung, sem nefndur hefur verið barnamorðingi. Hann
vildi fyrirfara hinum nýfædda konungi, en er honum
tókst ekki að finna hann, lét hann reiði sína og grimmd
bitna á öllum sveinbörnum á hans aldursskeiði í Betle-
hem og nágrenni, í þeirri von að Jesús væri í þeim hópi.
Ég ætla ekki hér að rekja þessa sorgarsögu, en ég ætla
að segja austurlenzkt ævintýr eða helgisögu, sem ég hef
einhvern tíma lesið, en þessi saga bregður ofurlítilli
birtu yfir hin sorglegu myrkraverk Heródesar konungs.
Heródes konungur átti stálpaða dóttur, er sagan ger-
ist. Hún var 12 ára að aldri, bráðþroska og fögur. Nafn
hennar var Lilith, en það merkir Nótt. Hún hafði dökkt,
fagurlega liðað hár, var hörundsbjört og skipti vel litum.
Hún hafði dökkar, fagrar, bogadregnar brúnir, og aug-
un voru dökk og djúp, eins og tjarnir eyðimerkurinnar.
Hún var blíðlynd og góð og þekkti elckert til vonzku
mannanna.--------
Það var liðið að kvöldi. Úti var kyrrt og hlýtt, en
röklturhula færðist yfir landið. Litla konungsdóttirin
var þungt hugsandi. Hún var að rifja upp minningar
sínar frá bamsaldrinum. Hún var að hugsa um mömmu
sína, sem dó, þegar hún var lítið bam. Hún mundi ó-
glöggt eftir henni. Við fætur kóngsdóttur sat lítil svert-
ingjastúlka og svalaði henni með blævæng. Litla svert-
ingjastúlkan hét Nóun. Við fætur hennar lá líka lítill
köttur og malaði. Báðar stúlkurnar sátu á skrautlega
gerðum púðum, eins og siðvenja er í Austurlöndum.
Lilith hélt áfram að hugsa um móður sína. Hún
minntist þess, hve hún hafði verið blíð og góð og hve
gott hafði verið að halla sér að brjósti hennar. En svo
var hún allt í einu dáin.
Ekki vissi hún, af hverju hún dó svona snögglega.
Hún hafði ekkert verið veik. Hún vissi ekki, það sem
allir aðrir vissu, þótt enginn þyrði að segja það upphátt,
að það var konungurinn, faðir hennar, sem hafði valdið
dauða hennar í æðiskasti. Hún vissi það heldur ekki, að
hann hafði marga menn pínt og deytt, — en hún gat
þó aldrei að því gert, að hún var ætíð hálfsmeyk við
föður sinn, Heródes konung. Hann var þó oftast góður
við hana, en oft var hann undarlegur í háttum sínum, og
hún skildi hann ekki. Stundum dimmdi allt í einu yfir
svip hans og hann varð æstur og órór í fasi. Þá dró hún
sig jafnan í hlé. Þá fannst henni ekkert gaman að vera
hjá honum.
Hún var líka að hugsa um Messías, sem Gyðingaþjóð-
in átti von á. Hin gamla fóstra hennar hafði sagt henni
svo margt um hann. Hún var líka að hugsa um leiksyst-
ur sína, sem var dálítið eldri en hún. Nú var hún gift og
átti heima í Betlehem. Hún átti undurfagran lítinn
dreng, sem hét Hóseal. Það var svo undur gaman að)
leika sér við hann. Lilith fór oft til Betlehem og Nóun
með henni. Þær óku í vagni, sem hvít múldýr gengu
fyrir. Lilith réð sjálf yfir þessum vagni og mátti nota
hann, þegar hún vildi. Hún hlakkaði alltaf til að hitta
Hóseal litla. Skelfing hélt hún að sér leiddist, ef Hóseal
litli væri ekki. Hann var hennar mesta yndi. Bara að
Guð gæfi honum góða heilsu.
Veðrið var enn kyrrt og hlýtt, þó að nóttin væri
dimm. Lilith og Nóun stóðu upp og gengu út í garðinn.
Kisa nennti ekki að hreyfa sig en teygði sig letilega og
hringaði sig svo aftur niður á púðann sinn og fór að
sofa.
Á grasbekk úti í garðinum sat Sabúlon gamli. Hann
hafði lengi verið þjónn í konungsgarði, og öllum þótti
Heima er bezt 407