Heima er bezt - 01.12.1957, Blaðsíða 30
Kristín og Arthur Gook: Flogið um álfur allar. Akur-
eyri 1957. Bókaforlag Odds Bjömssonar.
Enda þótt ferðasaga þessi fjalli hvorki um stórviðburði né háska-
samleg ævintýri, og höfundarnir hafi farið mest venjulegar ferða-
mannaleiðir, er víða komið við og frá mörgu sagt, sem nýstárlegt
er í augum þeirra, sem heima sitja. Eins og titill bókarinnar ber
með sér, komu þau hjónin við í öllum álfum heimsins, enda lá
leið þeirra umhverfis jörðina. Hvarvetna heimsóttu þau trúbræð-
ur sína, og hélt Mr. Gook fjölda af samkomum auk þess, sem hann
skýrði frá Islandi, hvar sem þau lögðu leiðir sínar. Þarf ekki að
efa, að þar hefur verið um góða landkynningu að ræða. En ein-
mitt vegna trúboðsstarfsins komust þau hjón oft í mkilu nánari
snertingu við fólkið og fengu meiri kynni af lífi þess og hugsunar-
hætti en ferðamenn almennt gera. Gefur þetta bókinni aukið gildi.
Frásögnin er látlaus, án útúrdúra, en rauði þráðurinn í allri bók-
inni er trúin á handleiðslu guðlegrar forsjár, er greiddi úr vanda-
málum þeirra hjóna, hvar sem þau fóru. Það er óhætt um það,
að engum leiðist sem þessa bók les, sem auk þess er fallega gefin
út og prýdd fjölda ágætra mynda.
Elinboig Lárusdóttir: Forspár og fyrirbæri. Reykjavík
1957. Norðri.
Bók þessi fjallar um dulargáfur íslenzkrar konu, sem nú er bú-
sett í Vesturheimi, Kristínar Helgadóttur Kristjánsson. Bókin er
í fjórum meginþáttum: Forspár, sýnir, sálfarir og dulheyrn og frá
fundum. Að vísu virðist flokkun þessi naumast nákvæm. Þannig
eru raunar margar forspárnar sýnir, en slíkt skiptir ekki miklu
máli. Miklu meira er um hitt vert, að hér er skýrt frá svo fjölhæf-
um dulrænum gáfum, að fágætt mun vera, ekki einungis hér á
landi, heldur hvar sem er, og mörg fyrirbrigðanna eru hin undur-
samlegustu. Kristín er í senn gædd miklum og fjölbreyttum miðils-
gáfum, er rammskyggn, heyrir dulheyrnir, fer sálförum og getur
að sögn átt tal við framliðna menn eins og maður við mann. Og
frásagnir þær, sem bókin flytur, gera hana girnilega til fróðleiks
og vænlegt efni til umhugsunar. Þó hlýtur maður að sakna þess,
að reyndir sálarrannsóknamenn skyldu ekki eiga þess kost að fylgj-
ast með hinum undraverðu dulargáfum Kristínar, svo að miðils-
gáfa hennar hefði hlotið meiri þjálfun og fyrirbærin verið könnuð
með vísindalegri nákvæmni. Ýmislegt er það, sem forvitnum les-
anda mundi og leika hugur á að vita nánar, t. d. umsögn Kristín-
ar sjálfrar af þvi, hvernig dulargáfur hennar hafa þroskazt með
henni, og hvernig henni finnst hún skynja þá hluti, sem frá er
sagt, og hver áhrif þessi sérgáfa hennar hefur á hana haft. 1 sög-
unum sjálfum kemur ekki nógu ljóst fram, t. d. hvenær hún sér
sýnir í fullkominni vöku, eða hvenær er um eins konar trance-
leiðslu að ræða.
En sjálfar eru sögurnar merkilegar, einkum þó sá kaflinn, sem
nefndur er forspár. Sum þeirra fyrirbæra virðast þó heyra fullt
eins vel undir fjarskynjun, svo sem um Pourquoi pas, kafbátana
og fleiri sagnir, enda þótt nokkur forspá komi þar einnig fram.
En fleiri dæmi eru þess, að hún sjái samtímaatburði, sem eru að
gerast í fjarlægð.
Kristín var sjálf snemma svo forsjál að skrásetja eða láta skrifa
um fyrirburði sína og miðilsfundi, er hún hélt, og eykur það gildi
sagnanna að vera skrásettar samtímis. En hins vegar hlýtur athug-
ull lesandi að sakna þess, að sögurnar skuli ekki vera tryggilegar
vottfestar en gert er. Höfundurinn, frii Elinborg, gerir grein fyrir
því á þessa leið: „Ég hef stuðzt við frásagnir fólksins og skrifuð
blöð. Það ætti að vera trygging þess að sagnirnar séu réttar og
sannar. Ég hef því ekki lagt áherzlu á að vottfesta sagnirnar. Þeir,
sem engu trúa og allt rengja, munu halda áfram að rengja, þótt
allt sé vottfest.“ Hér gætir mikils misskilnings. Margir eru þeir,
sem vilja trúa, en eru gæddir svo mikilli efagirni eða gagnrýni, að
þeir verða að hafa óvéfengjanlegar sannanir og vottorð í höndum,
til þess að taka sögnina gilda, og þegar slíkt er unnt, þá á ekki að
láta það undir höfuð leggjast. Og þótt enginn, sem til þekkir, ef-
ist um heiðarleik viðkomenda, er það ekki nægilegt, ef frásagn-
irnar eiga að hafa vísindalegt gildi fyrir sálarrannsóknirnar.
Hversu miklu merkilegfi væru t. d. ekki spádómarnir um heims-
styrjöldina, ef þeir hefðu verið skráðir samtímis, með réttum dag-
setningum og svo mörgum vitnisburðum, sem kostur var á. Og
þannig mætti lengi telja.
Það skal fram tekið, að fjarri fer það mér persónulega að rengja
það góða fólk, sem hér kemur við sögu. En mér sárnar, að svo frá-
bærlega gott sannanaefni og rannsóknar skuli ekki hafa verið með-
höndlað, svo að þar væri hvergi smuga til renginga, þar sem það
var mögulegt. En þessi vinnubrögð eru allt o£ algeng meðal vor.
En allt um þessar aðfinnslur, þá er hér um að ræða merkilega
bók, sem á skilið að vera lesin og um hana hugsað.
Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson: Flrakningar og
heiðavegir IV. Reykjavík 1957. Norðri.
Með þessu bindi lýkur hinu merka ritsafni, er þeir Pálmi og
Jón hófu að gefa út fyrir allmörgum árum og sífellt hefur aukizt
að vinsældum. Munu því margir sakna þess, ert von er þó til, að
Jón Eyþórsson sjái sér fært að halda áfram líkri útgáfu. Bindi
þetta hefur Jón búið til prentunar, en nokkrar frásagnir eru þó
frá hendi Pálma Hannessonar, sem hann hafði gengið frá, áður en
hann lézt svo sviplega fyrir ári síðan.
í bindinu eru sem fyrri ferðaþættir gamlir og nýir, frásagnir
um hrakninga og svaðilfarir o. fl. af liku tagi. En allar frásagn-
irnar, hvað sem þær annars hljóða um, bregða upp myndum til
aukins skilnings á landi voru og náttúru þess og þeirri lífsbaráttu,
sem háð er og hefur verið háð í landinu frá öndverðu. Þess vegna
eru Hrakningar og heiðavegir mikilsvert heimildarrit um islenzka
menningarsögu, jafnframt því sem þar er geysimikinn fróðleik að
finna um landfræði Islands og náttúru. Þar við bætist og, að frá-
sagnirnar eru yfirleitt eins skemmtilegar aflestrar og spennandi
skáldsaga, og frágangur allur hinn vandaðasti.
Bragi Sigurjónsson: Hrekkvísi örlaganna. Sögur.
Akureyri 1957.
Höfundurinn, sem þegar er fyrir alllöngu kunnur sem ljóðskáld,
kemur nú i fyrsta sinni fram á sjónarsviðið sem söguskáld. 1 bók-
inni birtast tólf smásögur. Efnið er fjölbreytt, svipmyndir frá liðn-
um tímum, nútímasagnir um hina ólíkustu atburði. ádeilur og
gamansögur. Allar eru sögurnar vel sagðar, á hressilegu íslenzku
sagnamáli, eins og vér höfum gert frá ómunatíð. Virðist það hafa
hlaupið fyrir brjóstið á sumum ritdómendum, að höf. skuli eklci
hafa meira nýtízkusnið á frásögn sinni. Sögurnar eru að vísu
nokkuð misjafnar að gæðum, en allar hafa þær það til síns ágætis,
að þær eru léttar aflestrar, aldrei þunglamalegar né leiðinlegar.
og að baki þeirra allra er þyngri undiralda; höfundur hefur lengst-
um eitthvað að segja, en skrifar ekki til þess eins að skemmta
lesandanum. Einna lakast þykir mér höf. takast með söguna Sælir
eru hjartahreinir. Kímnin er ekki nógu létt til þess að hitta í mark.
Verndari smælingjanna í Suðurdölum er gömul saga, sem naum-
ast endurtekur sig aftur, og á þvi minna erindi en hún hefði átt
fyrir mannsaldri síðan, enda þótt harðýðgi og hugsunarleysi um
hag annarra sé alltaf ný saga. Draugasagan i Galdrakarlinum Mike
er sögð af þeirri kynngi, sem bezt verður gerð í íslenzkum þjóð-
sagnastíl. Síðasta sagan, Hrekkvísi örlaganna, er snjöll saga og vel
sögð, þótt efnið sé með nokkrum ólíkindum, og höf. hefði átt að
leyfa lesandanum að geta enn meira i eyðurnar að sögulokum.
Fleiri dæmi verða ekki tekin hér, en höfundi er áreiðanlega óhætt
að halda áfram að skrifa smásögur.
414 Heima er bezt