Heima er bezt - 01.03.1958, Síða 8

Heima er bezt - 01.03.1958, Síða 8
SÖGUR MAGNÚSAR Á SYÐRA HÓLI „SEFURÐU, BÖLVAÐUR!“ Gísli Jasonarson, bróðir Guðrúnar, konu Magnúsar Steindórssonar í Hnausum, var fjölmörg ár vinnumaður á Spákonufelli hjá Jósef bónda Jóelssyni. Hann var mesta dygðahjú og dugnaðarmaður. — Það var eitt sinn, laugardagskvöld að sumarlagi, að hann gekk ofan í kaupstað og annar vinnumaður með honum, Sigurður að nafni Markússon. Þeir slórðu fram á nótt, drukku brennivín og urðu slompaðir. Daginn eftir var messað á Spákonufelli. Þeim félögum þótti ekki annað hlýða en ganga í kirkju, þó að þeir væru ekki sem bezt fyrir- kallaðir. Þeir settust saman á bekk aftarlega í kirkjunni. Ekki var langt komið messugerðinni, er þá tók mjög að syfja. GísU harkaði af sér, því að hann vissi vel, að ósvinna var að sofa í kirkju undir prédikun, en höfgi seig á Sigurð. Er Gísli sá það, hnippti hann í sessunaut sinn. En er það kom fyrir ekki, þreif hann til hans fast og sagði byrstur, stundarhátt: „Sigurður! Sigurður! Sefurðu, bölvaður! Sigurður! Sigurður! Vaknaður, helvízkur!“ ' Sðgn Carls Berndsens, póstafgreiðslumanns í Höfðakaupstað. KLIFAKOTSMÆÐGUR Mæðgur tvær örsnauðar bjuggu í Klifakoti við Blöndu. Svo bar til um vetur, að gamla konan lagðist veik. Henni elnaði brátt sóttin, en dóttir hennar sat við sængurstokkinn og leitaði henni hægðar. Gamla konan vissi, að hverju fór og vissi, að hún mundi ekki á fætur stíga framar. Hún þráði mjög að ná prests fundi og meðtaka heilagt s^kramenti. Dóttir hennar lagði þá af stað að vitja prestsins á Hjaltabakka. Hríðarmugga var, er hún kvaddi móður sína. Fór veðrið versnandi, en áliðið orðið dags. Stúlkan kom að Hjaltabakka og sagði presti, hverra erinda hún fór. Hann taldist undan ferðinni og varð því þverari, sem hún gekk fastar að honum, og að lokum aftók hann með öllu að fara -fetið, og væri það útrætt mál. Stúlkan sneri aftur við svo búið í þungu skapi. Veðr- ið herti, eftir að hún fór frá Hjaltabakka, og varð vonskuveður um kvöldið. Seint um daginn komu menn að Klifakoti. Þeir gengu í bæinn og fundu gömlu konuna andaða í rúmi sínu, en dóttir hennar sáu þeir hvergi. En er þeir höfðu skammt farið frá bænum, hittu þeir hana örenda í skafli. Segja sumir, að það væri undir bæjarveggnum. Presti varð þungt, er stúlkan var farin. Hann óttaðist, að hún næði ekki heim, og iðraðist þess að gegna ekki kalli gömlu konunnar deyjandi. Næsta morgun snemma fór hann að Klifakoti, og fylgdi honum vinnumaður hans. Er þeir komu þar og urðu þess varir, hvernig komið var, fékk það presti svo mikils, að hann hneig niður örendur við bæjarvegginn. Eftir þetta fór Klifakot í eyði. Þar var engin byggð langa lengi, en nú hefur verið reist þar myndarlegt ný- býli fyrir fáum árum. Það bar til að áliðnum degi um vetur, að menn voru á ferð ofan Ása nálægt Blöndu. Þeir voru saman þrír eða fjórir, og var einn Ólafur Björnsson á Auðólfsstöð- um. Á þá skall hríð og kom svo, að þeir vissu ekki vel, hvar þeir fóru. Er svo hafði gengið um stund segir Ól- afur: „Ef við værum nú staddir hjá Klifakoti, mynduð þið þá treysta ykkur til að taka rétta stefnu á Hjaltabakka?“ Þeir kváðu svo vera. „Látum^þá, sem við séum skammt frá Klifakoti, og takið nú stefnuna.11 Svo var gert, og komu þeir að Hjaltabakka um kvöldið. Er þeir voru komnir í bæinn og höfðu jafnað sig nokkuð eftir ferðavolkið, sneri einn þeirra félaga sér að Ólafi og spyr: „Hvernig vissir þú, að við komum á Klifakot í kvöld?“ „Ég sá,“ sagði hann, „skugga í vegg í hríðinni skammt frá okkur..Við vegginn kraup kona og sópaði snjónum með höndunum. Ég minntist þá sögunnar um Klifa- kostmæðgur og þóttist vita, hvrar við værum komnir.“ Sögn Jónasar Illugasonar frá Brattahlíð. Honum sagði móð- ir hans, Ingibjörg, dóttir Ólafs á Auðólfsstöðum. — Fleiri hafa söguna líkt og Jónas. Almennt hefir verið talið, að prestur sá, er við sög- una kemur, hafi verið séra Rafn Jónsson á Hjaltabakka, prestur þar 1767—1807. Um lát hans segir svo í Guð- fræðingatali Hannesar Þorsteinssonar: „Hann var sóttur til að þjónusta konu í Hamrakoti, en er hann kom heim á hlaðið, var hann örendur, er hann var tekinn af hestbaki.“ 31. jan. 1807. í Húnvetningasögu segir Gísli Konráðsson svo frá andláti hans: „Það var hinn 31. janúarmánaðar [1807] að Rafn prestur rauði á Hjaltabakka Jónsson, Rafnssonar, var á heimleið á móunum í grennd við Hamrakot og með honum Isleifur Jóhannesson frá Breiðaváði og annar unglingur. Hann mælti við þá: „Varið ykkur, piltar,“ og hneig í því örendur af hestinum. Segja sumir, að hanna væri kominn heim á bæjarhlað, en þar ætlaði hann að koma, og hnigi þar af baki í fang ísleifs. Hafði hann þá þrjá vetur hins áttunda tugar. 82 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.