Heima er bezt - 01.03.1958, Qupperneq 9

Heima er bezt - 01.03.1958, Qupperneq 9
hafði verið læknir góður og setið yfir konum ágætavel. Verið hafði hann utan, og er hann var aftur kominn, kölluðu sumir hann Rafn rauða, því að hann reið oft í rauðri kápu. Rafn prestur var vel í vexti og sómdi sér, þó eigi mætti hann fríðan kalla.“ BJÖRN HÁTÍÐ Bjöm hét maður, sonur Jóns Þórðarsonar í Nípukoti í Víðidal. Hann var lítilsháttar, grunnhygginn og auð- trúa, en vandaður, dyggur og húsbóndahollur. Lítill verkmaður var hann og seinn að öllu. Björn átti sér kenningarnafn og var kallaður „hátíð“. Sú var orsök til nafngiftarinnar, að Björn sagði einhvern tíma, að hann teldi það ekki mikla hátíð, ef ekki væri svo vel skammt- að, að hlypi á mann. Á yngri ámm sínum var Björn vinnumaður hjá Jón- asi hreppstjóra Einarssyni á Gili í Svartárdal. Þá bar svo til að vorlagi, að sunnlenzkt kaupafólk á norðurleið áði skammt frá Gili við læk, er þar rennur niður úr fjallinu. Er fólkið var farið, komu börnin frá Gili á áningarstað- inn. Þau fundu þar sápuflís og fóru með hana heim í bæ. Handsápa var þá enn fágæt til sveita og varð umræða í baðstofunni, hvað þetta myndi vera. Björn lagði það til mála, að óefað væri þetta tólg eða flot. Jónas bóndi var glettinn og gamansamur. „Þetta er ekki tólg eða flot,“ sagði hann. „Það er hval- ambur. Það er hollt manni og heilsusamlegt, en ekki er það allskostar bragðgott.“ Þegar Björn heyrði þetta, vildi hann gjarnan njóta ambursins. Tók hann við sápuflísinni og át hana. Eigi lét hann mjög illa af bragðinu, en ekki fór kostur sá vel í maga, og varð honum ómótt og bumbult af. Bjarni komst í bændatölu og hokraði í Bergstaðaseli og Syðra-Tungukoti. Hann bjó með ekkju, er Guðrún hét. Hún var kölluð „Sparihúfa11 eða „Spari-Gunna“, því að hún var tilhaldssöm, þrátt fyrir fátækt og basl. Björn Schram, sem var nákominn Guðrúnu, hvað svo um búskap þeirra: Saman búa, blökk á kinn bæði, nú ég greini, sparihiífa og hátíðin, happadrjúg í leyni. Björn hátíð var enginn snyrtimaður, óhreinn oftast og illa til fara. Hann var lágur vexti, gildur og jafnbola. Jafnan gekk hann með trefil sívafinn um hálsinn, og tvo ef kalt var. Tilsýndar var hann líkastur vel troðnum heypoka. Sögn Jónasar Illugasonar frá Brattahlíð. NÓTT Á ARNARVATNSHEIÐI Haust eitt nálægt 1880 voru tveir Húnvetningar á suðurleið. Annar hét Jón, roskinn rnaður. Hann hafði verið í kaupavinnu í Þinginu en ætlaði að stunda sjó á Suðurnesjum um veturinn. Hinn hét Björn, ungur maður, sonur Magnúsar Péturssonar í Holti á Ásum. Hann ætlaði til Lárusar Pálssonar, smáskammtalæknis á Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd. Þeir höfðu sinn hest til reiðar hvor og reiðingshest undir pjönkur sínar. Þeir fóru fjöll, og segir ekki af ferðum þeirra, fyrr en þeir komu seint um kvöld að Arnarvatni á Arnarvatns- heiði. Þeir heftu hesta sína og náttuðu sig í fiskimanna- kofa við vatnið. Kofi sá var hörlegur og óvistlegur og þakinn hellum stórum. Stormur var og uppgangsveður, er þeir settust að, en er fulldimmt var orðið, gerði hið mesta foraðsveður, sunnanrok og vatnshríð. Svo var veðrið mikið, að hellunum feykti af kofaþakinu sem fífustrám, og óttuðust þeir að grenið mundi hrynja á þá ofan. Þó bar mest á, hversu óskaplega lét í vatninu. Gekk á með ógurlegum brestum, dunum og dynkjum, en á milli kváðu við hljóð, er líktust neyðarópi, skerandi há. Þeir heyrðu að hestarnir fældust og þutu burt með frísi og blástrum. Björn vildi út ganga, er sem mest gekk á um nóttina, en Jón aftók það; sagði, að þar skyldu þeir láta fyrir- berast, er þeir væru komnir og róta sér ekki, á hverju sem gengi, jafnvel þó kofaskriflið hrapaði ofan á þá. „Getum við eins vel drepizt hér eins og úti,“ sagði hann. Lét Björn hann ráða. Jón var fámáll maður og fá- skiptinn og sérlyndur nokkuð. Er birti um morguninn, var dregið úr veðrinu og vatnið tekið að kyrra. Þeir félagar fóru þá að svipast um eftir hestum sínum, en þeir sáust hvergi. Eftir langa leit fundust þeir loks í flá langt norður á heiði. Sögn Björns Magnússonar. FYRIRBURÐUR Jósafat Jónatansson frá Miðhópi bjó á Holtastöðum eftir Jón Guðmundsson söðlasmið og átti Kristínu dótt- ur hans. Hann var lengi hreppstjóri, og alþingismaður var hann árin 1900—1903. Það var nótt eina snemma í ágústmánuði 1888, að fólk á Holtastöðum lá allt í svefni. — Jósafat og fjölskylda hans svaf í herbergi í suðurenda baðstofunnar, en þar hagaði svo til, að gluggi var á stafni til suðurs og annar á hlið til vesturs. Var herbergið bjart og rúmgott. Er leið að morgni, vaknaði'Jósafat, en klæddist ekki strax og lá vakandi í rúmi sínu. Katrín dóttir hans, sem svaf í rúmi undir vesturglugganum, vaknaði einnig. Þau feðgin tóku eftir því, að snögglega dimmdi í herberginu og varð svo myrkt, sem í gluggalausu húsi. Stóð svo stutta stund, en síðan létti af myrkrinu og varð bjart sem áður. Ekki urðu aðrir varir við þetta fyrirbrigði en þau tvö, enda allir í fasta svefni. Vinnumaður var á Holtastöðum er Jón hét Konráðs- son, ungur maður. Hann fór síðar til Ameríku. Um daginn barst honum fregn um lát hálfbróður síns, Kon- ráðs Konráðssonar á Mýrum í Hrútafirði. Hann hafði dáið 7. ágúst. Hugði Jósafat, að samband væri milli andlátsfregn- arinnar og fyrirburðarins um morguninn. Sögn Jónatans J. Líndals, lireppstjóra á Holtastöðum. Heima er bezt 83

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.